Austurglugginn - 06.09.2007, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 6. september
AUSTUR • GLUGGINN 13
fyrir þessu gætu komið saman og
myndað umræðuhóp. Ég held að
í framtíðinni muni stjómmál taka
mið af dýpri sannindum en þau
gera í dag. Það dragi úr yfirborðs-
kenndri hagsmunapóiitík sem stilli
okkur betur inn á sannindi lífsins og
við verðum hamingjusamari en við
erum í dag.“
Tilraunir til að
uppfylla andlega
þrá með efnum
Guttormur óttast að menn vinni of
mikið og horfi um of á peningana
en gleymi hinu andlega. „í samband
við öll þægindi og tækifæri hefur sú
kynslóð sem nú vex úr grasi það
ef til vill gott en hún þarf að vinna
talsvert fyrir því. Ef menn ætla til
dæmis að eiga bíl og reka kostar það
heilmikla peninga. Það er hættulegt
hvað mönnum þykir sjálfsagt að
safna skuldum. Þetta streð, skulda-
basl og þrældómur er mjög erfitt.
Ég þekki varla mann á mínum aldri
sem hefur ekki meira eða minna
eitthvað af skuldum. I gamla daga
komu menn upp sínu húsi og fleiru
og voru nánast skuldlausir.
Ég hef það sæmilega gott sjálfur.
Ég held að menn verði að gera
það til að fá eitthvað jákvætt út úr
lífmu, en gæta jafhvægis í því eins
og öðru. Aðstæður í dag bjóða upp
á að menn gangi of langt í neyslu.
Allir sækjast eftir lífshamingju en
við förum stundum svolítið skakkt
að við að fullnægja þrá okkar.
Það er ekki nóg að hafa góð laun
í vinnunni ef þér hundleiðist þar.
Mér finnst við vinna of mikið fyrir
gmndvallarlífsnauðsynjum. Mér
finnst að við ættum að geta beitt
tækninni til að stytta vinnutímann.
Þrír tímar á dag ættu að duga til að
vinna fyrir grundvallarþörfum og
afganginn af deginum nýttu menn
í að gera eitthvað annað og upp-
byggjandi. Ég held að þannig öð-
Iuðust menn meiri lífshamingju.
Mér finnst að menn stýrist um of
af græðgi og þekki takmörk sín við
söfnun efnislegra hluta. Það full-
nægir ekki hinni innri þörf að kaupa
meira og meira. Til dæmis þeir sem
fletta verðbréfum og hagnast aldrei
nóg. Þeir eru komnir í vítahring, sál-
arkrísu því þeir eru ekkert ánægðari
þó þeir séu hundrað milljó-num
ríkari í dag en í gær. Þráin er á
andlegu sviði en þeir reyna að upp-
fylla hann á hinu efnislega. Ég held
að ef þeir gerðu hugleiðslu í viku
yrðu þeir glaðari heldur en ef þeir
græddu meira á viku.“ GG
Nýr forstöðumaður Kirkju- og menningarmiðstöðvarinnar
Mýmörg
Kári Þormar í Neskaupstað hefur
tekið við starfi forstöðumanns
Kirkju- og menningarmiðstöðv-
arinnar á Eskifirði. Menningarmið-
stöðin er ein af íjórum menning-
armiðstöðvum á Austurlandi og
sérhæfir sig í tónlistaflutningi og
sýningahaldi.
Á ættir að rekja til
Norðfjarðar
Kári flutti fyrir mánuði síðan í Nes-
kaupstað en kona hans er þaðan.
Sjálfur á Kári ættir sínar að rekja til
tækifæri
Norðfjarðar því faðir hans kemur
frá staðnum. „Ég geri ráð fyrir
að koma dagskrá Menningarmið-
stöðvarinnar betur á framfæri, með
samskiptum við fjölmiðla, netinu
og útgáfu á dagskrá vetrarins.”
segir Kári þegar hann er spurður
um fyrirætlanir sínar í nýju starfi.
Vill endurvekja
Kammerkór
Austurlands
Kári hefur mikla reynslu af kór-
starfí og hefur verið áberandi
til uppbyggingar
meðal kórstjóra af yngri kyn-
slóðinni. Hann var tilnefndur til
íslensku tónlistarverðlaunanna
árið 2004 með Kór Áskirkju
fyrir geisladiskinn Það er óska-
land íslenskt. Kári segir mýmörg
tækifæri til uppbyggingar “Til að
mynda vil ég endurvekja Kamm-
erkór Austurlands sem Keith Reed
stofnaði til á sínum tíma. Auk þess
munum við verða í samstarfi við
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
Svo eru einnig tækifæri á sam-
starfí við Listahátíð og Islensku
Óperuna.”
Það er ljóst að ærin verkefni bíða
Kára í nýju starfi. “Auðvitað
kemur starfið til með að mótast
með tímanum, námskeiðshald og
fræðsla verður einnig partur af
störfum mínum.” segir Kári. pRb
Talað við Gluggann
Busavígslur
Núna er haustið komið og með
tilheyrandi skólagöngu hjá okkur
“krökkunum”. Allir á leið í skól-
ann sinn og margir að fara í nýjan
skóla og vafalaust mjög spenntir
fyrir því, að hitta nýtt fólk og
kynnast nýjum einstaklingum.
í Menntaskólanum á Egilsstöðum
þar sem ég er núna að stunda nám
er alltaf gífurleg spenna þegar
nýnemarnir koma inn... eða á ég
að segja BUSARNIR! Þessi litlu
grey eiga sér einskis ills von þegar
þau koma og sjá okkur eldri nem-
enduma stara á þau glottandi.
Faðmlag eða
göngutúr
I sumum skólum tíðkast öðruvísi
busavíxlur. Krakkarnir eru faðm-
aðir inn í skólann eða fara í
göngutúr eitthvað saman og svo
er bara allt búið. Ég get ekki sagt
að mér fmnist það spennandi.
Busavíxlan yrði engan veginn
eftirminnileg ef að það yrði bara
Hrafnkatla, skrlfar
farin skrúðganga frá menntaskól-
anum niður í Söluskála og splæst
í pylsu á allt liðið og svo bara allt
búið. Nei takk, það bara hljómar
ekkert spennandi og getur varla
verið skemmtilegt.
Eins og hver önnur
manndómsvígsla
Mér persónulega finnst ekkert
að því að láta busagreyin aðeins
finna fyrir því að þau séu að koma
í menntaskóia. Ég meina, þetta er
bara eins og hver önnur mann-
dómsvíxla, með því að taka þátt í
þessu er maður að sýna að maður
sé þess virði að koma inn í skól-
ann. Það er ekki eins og við séum
að drepa litlu greyin, og það sem
drepur mann ekki gerir mann bara
sterkari.
Þú ert asnalegur
að væla
Égveitekkertleiðinlegrahelduren
þegar einhverjir neita að taka þátt
í þessu eins og t.d. neita að mæta
i öfugum fötunum (sem er mjög
vinsælt uppátæki). Ég meina, það
eru allir busar í öfugum fötunum,
þú ert bara asnaleg/ur að vera
að væla yfir þessu og streytast
á móti því að vera þannig. Líka
það að busastelpur geti ekki mætt
ómálaðar í skólann þennan eina
dag sem beðið er um, það finnst
mér alveg frábært. Maður heyrir á
hverju ári einhverjar stelpur æpa
upp yfir sig og blóta því að þær
þurfí að mæta ómálaðar í skól-
ann.
En það er ekki eins og við fáum að
pína þau eins og við viljum, við
erum undir vöktun frá kennurum
og skólaráð fær að vita um hvað
á að gera við litlu greyin og geta
sagt ef þeim finnst of langt gengið
og sagt okkur að við megum ekki
ganga svona langt.
Ógeðslega gaman
En þetta er allt til gamans gert og
ég trúi ekki að það séu margir sem
sjá eftir því að hafa verið bus-
aðir. Allavega fannst mér alveg
ógeðslega gaman þegar búið var
að busa mig. Allir komu og tóku
í hendina á mér og buðu mig
velkomna í skólann eftir drullu-
brautina og allt hitt og þá fannst
mér að ég væri loksins velkomin
í skólann.
Mér finnst að þetta sé hefð sem
á að halda í og það yrði synd ef
að almennilegar busanir myndu
leggjast af.