Austurglugginn


Austurglugginn - 06.09.2007, Blaðsíða 15

Austurglugginn - 06.09.2007, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 6. september AUSTUR • GLUGGINN 15 Álver Alcoa Fjarðaáls Efnt til samkeppni um útilistaverk Alcoa Fjarðaál hefur efnt til sam- keppni um útilistaverk við álver fyrirtækisins í Reyðarfirði í sam- starfi við Samband íslenskra myndlistamanna. Ætlunin er að verkið endurspegli staðhætti þar sem álverið stendur, en þar mætast gamli og nýji tíminn. Annars vegar stendur þar nútímalegt álver, en hinum megin við veginn standa Sómastaðir sem er lítið steinhús sem reist var árið 1875. Samkeppnin um útilistaverkið er tvískipt. Til að byrja með er um að ræða opna hugmyndasamkeppni þar sem 5-7 tillögur verða valdar úr til áframhaldandi þátttöku í sam- keppninni. Þær tillögur sem valdar eru til áframhaldandi þátttöku eru svo unnar lengra af keppendum í lokaðri samkeppni. Endanleg úrslit liggja svo fyrir í lok mars 2008. Þátttakendur sem dómnefnd velur til áframhaldandi þátttöku fá 350.000 krónur í verðlaun. Höfundur þeirr- ar tillögu sem hlutskörpust verður að mati dómnefndar fær greiddar 700.000 krónur fyrir þátttöku sína í keppninni. Nánari upplýsingar um keppnina má finna á www.alcoa.is EBÞ Nýi og gamli tíminn mætast. Sómastaðir með álver Alcoa Fjarðaráls í bakgrunni. Uppboð Sigurrósar fyrir Saving Iceland Bjargar SigurRós Saving Iceland? Nokkur árituð eintök af útgáfusafni SigurRósar, sem gefin eru út í tak- mörkuðu upplagi, verða boðin út á ebay.com á næstu vikum til stuðn- ings Saving Iceland hreyfingunni. í lok ágúst lauk fyrsta uppboðinu þar sem safnið var slegið hæstbjóð- anda fyrir 512 dollara. Innblásinn af heimildamyndinni “heima” um tónleikaferðalag SigurRósar um ísland, ákvað útgefandinn, “art- ists in residence,” að ánafna öllum ágóða af þessu uppboði til Saving Iceland hreyfingarinnar. Auðvitað með blessun hljómsveitarmeðlima. Þar sem uppboðið var skráð í bandaríkjunum streymdu tilboð- in víðsvegar að úr heiminum en lokatilboðið kom frá Þýskalandi. Hljómplötupakkinn “In a Frosen Sea: A Year with SigurRós” er selt á almennum markaði fyrir $ 150 þannig að fýrsta uppboðið þrefaldaði verðmæti útgáfunnar. Fólk hættir lífi sínu „SigurRós hefur verið mikill inn- blástur fyrir margt af því fólki sem komið hefúr til íslands til að berjast gegn stóriðjuvæðingu eyj- unnar. Tónlist sveitarinnar segir frá tímalausri fegurð landsins, sársaukanum sem fylgir eyðilegg- ingu þess og þeim tilfinningalegu tengslum sem fær fólk, hvaðanæva að úr heiminum, til að vilja hætta lífi sínu til að verja það.” segir Eric Phipps frá Saving Iceland. Þetta safnaraeintak; “In a Frozen Sea” inniheldur endurpressanir af þremur breiðskífum sveitarinnar; Agætis Byrjun, (), og Takk. Pakk- inn inniheldur einnig “Smáskífa” sem hefur aldrei komið út á vinyl. Þetta eru sjö vinylplötur í allt, pakkaðar inn í hardcover, hver plata í sérhönnuðu umslagi. Með plötunum fylgir síðan 32 síðna innlegg með ljósmyndum og við- tölum sem voru tekin meðan Takk tónleikaferðin stóð yfir. Saving Iceland (fyrirsögn er blaðsins) r Halla Ormars í Bláskjá Sýnir föt og skartgripi V e s turveggurinn í Skaftfelli Á þriðjudaginn opnaði Halla Ormarsdóttir áhugaverða sýningu á eigin fatahönnun í Bláskjá á Egilsstöðum. Hún sýnir föt sem hún endurhannar ásamt fatnaði sem hún hannar sjálf frá grunni. Skartgripir sem Halla hannaði sjálf eru einnig með á sýningunni. I umsögn um sýningu Höllu segir m.a. “Stíll Höllu er hrár og ferskur og hún sýnir það og sannar að hún þorir að fara eigin leiðir í sköpunarferlinu”. EBÞ Myndlistarmennirnir Helgi Örn Pétursson og Þórunn Eymund- ardóttir Ijúka sýningarröð sum- arsins ó Vesturveggnum í Skaft- felli. Á laugardagskvöldið var opnuð sýning þeirra Helga og Þórunnar MECONIUM BROT. Þar sýnir Helgi Örn nýjar teikningar úr safni sínu ásamt málverkum. Þórunn sýnir hins vegar myndbandsgem- inginn “Laukur”. Helgi Öm og Þómnn hafa verið sýningastjórar Vesturveggsins í ár og fer vel á því að þau Ijúki sýningum sumarsins. Á heimasíðu Skaftfells segir meðal annars: “Markmið Vesturveggsins er að gefa ungum myndlistarmönn- um tækifæri til að sýna verk sín á opinberum vettvangi og að gefa fólki fyrir utan höfuðborgarsvæðið tækifæri til að kynna sér þá grósku sem á sér stað í myndlist ungu kyn- slóðarinnar á íslandi.” EBÞ

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.