Fréttablaðið - 12.10.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.10.2022, Blaðsíða 1
2 2 6 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 1 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 2 Viðamikil og fjölbreytt hátíð Minnast Hrafns í skák Menning ➤ 17 Lífið ➤ 18 Íslenska landsliðið fór heim með brostna drauma frá Portúgal í gær þegar HM-draumurinn var úr sögunni. Umdeildir dómar og rautt spjald á íslenska liðið lituðu leikinn sem tapaðist að lokum í framlengingu. Þungt var yfir íslenska liðinu þegar flautað var til leiksloka í Porto en liðið skildi allt eftir á vellinum. SJÁ SÍÐU 12 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Er þitt fyrirtæki tryggt fyrir netárásum? Hugsum í framtíð 2-3 DAGA AFHENDING S K AT TA M ÁL Forkólfar Félags atvinnurekenda gagnrýna harð- lega auknar álögur á almenning og fyrirtæki sem þeir segja felast í nýju fjárlagafrumvarpi. Félag ið beinir sérst ak lega sjónum að áfengissköttum. Gangi frumvarpið eftir muni áfengis- gjald hækka um 7,7 prósent. Í frí- hafnarverslunum komi ofan á þá hækkun 150 prósenta hækkun gjaldsins. „Fyrir hinn almenna neytanda þýða þessar skattahækkanir að hæsta áfengisverð í Evrópu hækk- ar enn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félagsins, en léttvínskassinn hækki um 600 krónur og bjórkippan um 150 krónur. SJÁ SÍÐU 4 Gagnrýna auknar álögur á áfengi Ótímabært er að segja til um aðskilnað innan Alþýðusam- bands Íslands en ljóst er að einhver stéttarfélög munu skoða stöðu sína innan sam- bandsins í ljósi atburða gær- dagsins. Sagnfræðingur man ekki eftir viðlíka fordæmi í sögu Alþýðusambandsins. helenaros@frettabladid.is  KJARAMÁL Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvað er að gerast innan Alþýðusambands Íslands vegna þess hve vanstillt umræðan er og erfitt er að sjá hvaða málefnaágrein- ingur er til staðar segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann man ekki eftir viðlíka fordæmi í sögunni og segir fréttir gærdagsins hafa komið að óvart. Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson drógu öll framboð sín til forystu til baka í gær. Eftir stendur Ólöf Helga Adolfsdóttir ein í fram- boði og fari svo að hún fari ein fram verður hún sjálfkjörin. Vilhjálmur sagði við Fréttablaðið í gær að ástæðan væri tillaga um að víkja öllum fulltrúum Eflingar frá aðalfundi ASÍ. Ótímabært væri að segja til um klofning, hvert félag yrði að taka þá ákvörðun út af fyrir sig. Ekki náðist í Sólveigu Önnu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hún tjáði sig þó um málið á Facebook- síðu sinni í gær. „Í dag er mér ljóst að vonin um umbætur á ASÍ er úti. Í forystu ASÍ getur ekki átt erindi nein manneskja sem vill af heilum hug berjast fyrir bættum kjörum almennings á Íslandi. Þær mann- eskjur verða að leita annað,“ segir Sólveig Anna. Ekki náðist í Ragnar Þór í gær þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Ef ASÍ er ekki að leysast upp þá er að minnsta kosti eitthvað að kvarnast úr sambandinu, segir Guðmundur spurður hvort hann telji ASÍ vera að liðast í sundur. „Það er að minnsta kosti verið að ræða það að stór félög ætli að ganga út,“ segir hann. Að sögn Guðmundar eru átök innan ASÍ ekki ný af nálinni. Nú séu átökin þó með öðrum hætti en áður og snúist frekar um stjórnunarstíl og persónuleg átök fremur en pól- itísk málefni. Guðmundur segir stöðuna vond tíðindi fyrir verkalýðshreyfinguna og að þetta muni hafa áhrif á kjara- viðræður. „Það er stór hluti kjara- samninga sem verða lausir og þung- ar samningaviðræður fram undan.“ Spurður um sættir segir Guð- mundur erf itt að segja til um það. „Það er eins og fólk geti ekki almennilega talað saman. Bar- áttan hefur mikið farið fram í fjöl- miðlum og á samfélagsmiðlum þar sem stóru orðin eru ekki spöruð og það auðvitað veit aldrei á gott þegar það kemur að því að vinna saman þar sem fólk sakar hvert annað um óheilindi, svik og annað slíkt.“ n Sjá nánar á frettabladid.is. Fordæmalausir tímar séu innan ASÍ   Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðingur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.