Fréttablaðið - 12.10.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.10.2022, Blaðsíða 16
Gjöf til starfsfólks er vin- áttutákn sem gleður. En að eiga vin á vinnustaðnum er ómetanlegt. Rannsóknir hafa sýnt fram á að það gagnast ekki bara starfsfólk- inu heldur fyrirtækinu líka. sandragudrun@frettabladid.is „Ég er ekki vinur þinn, ég er sam- starfsfélagi þinn,“ var sungið í söfnunarþættinum Verum vinir – Mannvinasöfnun Rauða krossins sem sýndur var á RÚV síðastliðið föstudagskvöld. Það voru heldur köld skilaboð sem starfsmanna- hópurinn í grínatriðinu sendi vinnufélaga sínum með þessu lagi. Flestir vilja eiga í góðum samskiptum við vinnufélaga sína. Að eiga góðan vin í vinnunni stuðlar að jákvæðri starfsreynslu, meiri skuldbindingu og auknum árangri í starfi. Starfsfólk sem á besta vin í vinnunni er líklegra til að virkja viðskiptavini og samstarfsaðila, verða meira úr verki á skemmri tíma, fá nýjar hugmyndir, deila þeim með öðrum og hafa gaman í vinnunni, þetta hafa niðurstöður Gallups sýnt ítrekað. Reyndar hafa nýleg gögn frá Gallup sýnt fram að á það að eiga besta vin í vinnunni hefur orðið mikil- vægara eftir að heimsfaraldurinn hófst, þrátt fyrir að fjarvinna hafi aukist gríðarlega. Vinnuvinir hjálpast að Starfsfólk sem þurfti að fara í fjarvinnu upplifði að besti vinur þeirra í vinnunni hjálpaði þeim að vera upplýstur um það sem var að gerast á vinnustaðnum, svo það Ég er sko vinur þinn Þegar vinnuálagið í vinnunni er mikið finnst starfsfólki það bera vissa ábyrgð á besta vinnuvininum og leggur því á sig að hjálpa honum með verkefni. Flestir vilja eiga góð samskipti á vinnustaðnum. Að eiga góðan vin í vinnunni er sannkölluð gjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY upplifði að það væri enn í tengsl- um við teymið sitt. Starfsfólk gat spurt besta vin sinn „heimsku- legra“ spurningar um breytingar á verklagi í vinnunni án þess að óttast að gera sig að fíf li. Þegar vinnuálagið í vinnunni er mikið finnst starfsfólki það bera vissa ábyrgð á besta vinnu- vininum og leggur því á sig að hjálpa honum með verkefni. Það starfsfólk sem á ekki besta vin í vinnunni fann aftur á móti fyrir aukinni einangrun á meðan á heimavinnu stóð, samkvæmt upplýsingum frá Gallup. Skortur á samvinnu og ábyrgðartilfinningu gagnvart besta vininum gat orðið til þess að frammistaða starfs- mannsins varð verri. Tækifæri til að kynnast Þar sem yfirmenn leggja yfirleitt línurnar um hvað er viðeigandi og hvað ekki á vinnustaðnum, ættu þeir að ýta undir það að starfsfólk myndi vinasambönd sín á milli. Það geta þeir gert með því að tala um mikilvægi þess mynda tengsl við vinnufélaga sína og fara fram með góðu fordæmi sjálfir. Allt starfsfólk ætti að gefa sér tíma til að tengjast samstarfsfólki sínu því það er öllum til góðs, ef marka má Gallup. Yfirmenn ættu að leyfa starfs- fólkinu að sækjast eftir vináttu við aðra vinnufélaga upp á eigin spýtur og gæta þess að andrúms- loftið sé þannig að starfsfólkið upplifi að slíkt sé velkomið. En yfirmenn fyrirtækja geta líka ýtt undir tengslamyndum starfsfólks með því að gefa starfsfólkinu næg tækifæri til að spjalla, til dæmis með því að skipuleggja félagslega viðburði á vegum vinnustaðarins, eða styðja starfsmannafélagið til að skipuleggja slíka viðburði. Stjórnendur geta einnig stutt við félagsleg tengsl með því að gefa sér tíma til að spjalla við starfsfólkið sjálfir. Fimmtán mínútna samtal milli starfsmanns og yfirmanns getur varpað ljósi á nýjar leiðir sem hægt væri að fara til að tengja starfsfólkið betur saman. Einnig geta tíð samtöl leitt í ljós hindranir sem koma í veg fyrir vináttu á vinnustaðnum. n HEIMILD: GALLUP.COM Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja rétta jólagjöf fyrir starfsfólkið. Þú ákveður upphæðina og þau sem þiggja velja gjöfina. Gjafakort Landsbankans LANDSBANKINN. IS 4 kynningarblað 12. október 2022 MIÐVIKUDAGURFYRIRTÆKJAGJAFIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.