Fréttablaðið - 12.10.2022, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 12.10.2022, Blaðsíða 45
FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 LÝKUR UM HELGINA Stærð Verð m/stillanlegum botni Tilboð 160 x 200 cm 649.900 kr. 519.920 kr. 180 x 200 cm 679.900 kr. 543.920 kr. 180 x 210 cm 689.900 kr. 551.920 kr. 200x200 cm 739.900 kr. 591.920 kr. SERTA CHANDON HEILSURÚM (dýna, botn, gafl og lappir) SETTU ÞIG Í STELLINGAR FYRIR BETRI SVEFN MEÐ ÞVÍ EINU AÐ SNERTA TAKKA GETUR ÞÚ STILLT RÚMIÐ Í HVAÐA STELLINGU SEM ÞÉR HENTAR Chandon heilsurúmið frá Serta er vandað rúm, sniðið að þínum þörfum. Pokagormadýna sem skipt er upp í fimm mismunandi svæði. Góður stuðningur við bak en mýkra við axla- og mjaðmasvæði. Hægt er að velja um tvo mismunandi stífleika. Áklæðið utan um dýnuna er mjúkt og slitsterk, ofnæmisfrítt og andar vel. Rúmið fæst í gráu og grænu áklæði. STILLANLEGIR DAGAR 20% AFSLÁTTUR AF STILLANLEGUM RÚMUM ALLT ÞAÐ NÝJASTA FRÁ TEMPUR® Tinna Þorsteinsdóttir, list- rænn stjórnandi Norrænna músíkdaga, fer yfir dagskrá hátíðarinnar sem fer fram í þessari viku eftir miklar Covid-frestanir. tsh@frettabladid.is Tónlistarhátíðin Norrænir músík- dagar hófst í gær en hátíðin fer fram í Reykjavík og Kópavogi til 15. október. Norrænir músíkdagar er ein af elstu hátíðum fyrir klass- íska samtímatónlist í heimi en hún var stofnuð árið 1888. „Þetta er langþráð og er loksins að verða að veruleika,“ segir Tinna Þorsteinsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Upphaflega stóð til að halda Nor- ræna músíkdaga hér á landi 2021 en vegna Covid var þeim frestað um ár. Hátíðin flakkar á milli Norður- landanna á ári hverju og var síðasta útgáfa hennar haldin í Færeyjum í fyrra. Verk frá allri Skandinavíu Að sögn Tinnu er hátíðin í ár viða- mikil og fjölbreytt. „Þetta eru verk frá allri Skandinavíu, náttúrlega. Það eru fjölmargir tónleikar en líka alls konar viðburðir, vinnustofur og málstofur sem tengjast þema hátíðarinnar, Impact.“ Samhliða hátíðinni er haldin hljóðfærasýning í Ráðhúsi Reykja- víkur sem tónlistarmaðurinn Hall- dór Eldjárn sýningarstýrir þar sem sjá má ný hljóðfæri eftir sex hljóð- færasmiði. „Þar verða til sýnis nokkrar upp- finningar góðra manna eins og til dæmis Dórófónn Halldórs Úlfars- sonar sem Hildur Guðnadóttir not- aði í Joker og hefur verið að spila á í sinni listsköpun. Svo er Segulharpa eftir Úlf Hansson sem Björk hefur leikið á. Þetta er mjög áhugaverð og fjölbreytt sýning,“ segir Tinna. Á fimmtudag verður svo haldin svokallaður pop-up viðburður þar sem gestir fá tækifæri til að hitta hljóðfærasmiðina, heyra tóndæmi og jafnvel prófa nokkur hljóðfæri á sýningunni. Auk þess hafa verið haldnar vinnusmiðjur tengdar sýningunni í Listaháskóla Íslands í aðdraganda hátíðarinnar. Vinnustofa ungs fjölmiðlafólks Þá er einnig haldin vinnustofa fyrir ungt fjölmiðlafólk í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Menntaskóla í Tónlist, LHÍ, og RÚV þar sem ungt og upprennandi fjöl- miðlafólk fær leiðsögn í að skrifa greinar og umsagnir um viðburði og tónleika Norrænna músíkdaga. Vinnustofuna leiðir þýska tónlistar- blaðakonan Julia Kaiser sem hefur haldið sambærilegar vinnustofur undir heitinu JungeReporter á tón- listarhátíðum víða um heim. „Þetta er ofboðslega flott vinnu- stofa sem Julia Kaiser er með. Þátt- takendur eru meðal annars að gera hlaðvörp og skrifa greinar og við búumst við gagnrýni frá þeim, sem er mjög spennandi að sjá. Þau eru þarna bara úti um allt í hverju skúmaskoti á hátíðinni,“ segir Tinna. Samfélagsleg staða tónlistar Á meðal f lytjenda og tónlistar- hópa sem koma fram á Norrænum músíkdögum í ár eru Strokkvart- ettinn Siggi, Ensemble Adapter, Kammersveit Reykjavíkur, Dúó Harpverk, Caput Ensemble og fær- eyski kammerhópurinn Aldubáran. „Fókuspunkturinn er á Ísland og þetta eru mestmegnis íslenskir f lytjendur. Pælingin er að virkja það tónlistarfólk sem er á hverjum stað. En við erum líka með erlenda gesti, við erum til dæmis með hóp frá Færeyjum og svo erum við með skoska sendinefnd, hljómsveitina Dopey Monkey,“ segir Tinna. Þema hátíðarinnar í ár er Im- pact en með því hugleiða Norrænir músíkdagar stöðu tónlistar og lista í félagslegu, pólitísku og vistfræði- legu samhengi. „Okkur langaði að rannsaka svolítið hvernig við getum skoðað samfélagið betur með það að mark- miði að hafa áhrif. Við erum með málstofur sem fjalla um jaðarhópa á borð við innflytjendur í tónlist á Íslandi. Þannig að það er verið að reyna að fara út í samfélagið á breiðari grundvelli. Þetta er eitt- hvað sem hefur kannski vantað svolítið í klassíska tónlist en þetta er að aukast rosalega mikið á Norður- löndunum.“ n Tónlist og samfélag á langþráðum músíkdögum Tinna Þorsteinsdóttir, listrænn stjórnandi Norrænna músíkdaga segir hátíðina nú vera bæði viðamikla og fjölbreytta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Frá opnunartónleikum Norrænna músíkdaga í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þetta er langþráð og er loksins að verða að veruleika. Tinna Þorsteinsdóttir FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut MIÐVIKUDAGUR 12. október 2022 Menning 17FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.