Fréttablaðið - 12.10.2022, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 12.10.2022, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ Kynningar: Óskaskrín, ELKO, 66°Norður, Flyover Iceland, GER.MIÐVIKUDAGUR 12. október 2022 Fyrirtækjagjafir Erla Mjöll Tómasdóttir og Hrönn Bjarnadóttir sýna Óskaskrín á stafrænu formi í símanum en þau eru líka fáanleg í hefðbundnum öskjum eins og sjást á borðinu fyrir framan þær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Óskaskrín býður nú rafræn gjafakort í símann Nú er hægt að gefa Óskaskrín með rafrænum hætti og nota gjafakortið rafrænt úr veski í símanum. Fyrirtæki geta keypt Óskaskrín fyrir starfsfólkið sitt sem send eru til þess í tölvupósti í stað hinnar hefðbundnu pappaöskju. „Þessa dagana erum við kynna þá frábæru nýjung að hægt er að gefa Óskaskrín með rafrænum hætti. Óskaskrínin eru send í tölvupóst- inn í stað þess að afhenda þau í pappaöskju eins og venjan hefur verið. Starfsmaðurinn hleður svo gjafakortinu með einföldum hætti niður í símann sinn,“ segir Hrönn Bjarnadóttir, sölu- og markaðs- stjóri hjá Óskaskríni. „Vilji fyrirtækið enn gefa gömlu góðu öskjuna þá getur starfsmað- urinn eigi að síður breytt gjafa- kortinu í rafrænt kort í símann en á gjafakortinu í öskjunni er QR kóði sem leiðir mann í gegnum ferlið til að fá kortið beint í símann.“ Óskaskrín er orðið rótgróið gjafavörufyrirtæki en fyrstu Óskaskrínin voru kynnt til sögunnar árið 2011. Óskaskrínin eru þemabundnar gjafaöskjur þannig að sá sem fær Óskaskrín að gjöf getur valið úr fjölda ólíkra upplifana. Gourmet hefur til dæmis að geyma úrval veitingastaða sem hægt er að velja úr og njóta dýrindis veislu. Í Rómantík er boðið upp á gistinótt á fjölda hótela með kvöldmat og morgun- mat víða um land. Í Dekurstund er boðið upp á margar mismunandi dekurmeðferðir og Bröns fyrir tvo inniheldur veitingastaði sem bjóða upp á bröns í hádeginu um helgar. Alls eru þrettán tegundir af Óskaskrínum í boði. Gjafir fyrir fjölbreyttan hóp Hrönn segir að Óskaskrín bjóði líka sérhannaða fyrirtækjapakka í sex verðflokkum þar sem búið er að blanda saman upplifunum úr ólíkum þemum og búa þannig til gjafakort með f leiri og fjölbreytt- ari valmöguleikum. „Þau eru hugsuð fyrir fjöl- breytta starfsmannahópa svo það er næstum öruggt að allir finna þar eitthvað við sitt hæfi. Þessar öskjur getum við sérmerkt með lit og lógói fyrirtækisins og sérsniðið handbók um innihaldið með kveðju frá fyrirtækinu. Á síðunni okkar, oskaskrin.is, eru mjög góðar upplýsingar um þessa sex fyrirtækjapakka en líka er hægt að hafa samband við okkur beint

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.