Fréttablaðið - 12.10.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.10.2022, Blaðsíða 4
Matarkarfan í Nettó lækkaði um 3,3 pró- sent. bth@frettabladid.is MENNTAMÁL Í gær urðu söguleg tímamót við Háskólann á Akureyri þegar fyrsta doktorsvörnin við skól- ann fór fram. Karen Birna Þorvaldsdóttir varði ritgerð sína á heilbrigðissviði og ber hún heitið Að skilja og mæla hindr- anir þess að leita sér hjálpar eftir áfall: Þróun á mælitæki með blönd- uðum aðferðum. Ritgerðin var unnin undir leið- sögn Sigríðar Halldórsdóttur, pró- fessors við Háskólann á Akureyri. Auk hennar voru í doktorsnefnd- inni Denise Saint Arnault, prófessor við University of Michigan í Banda- ríkjunum, Rhonda M. Johnson, prófessor við University of Alaska Anchorage í Bandaríkjunum, og Sigrún Sigurðardóttir, dósent við Háskólann á Akureyri. Andmælendurnir í doktors- vörninni voru Stefanía Ægisdóttir, prófessor í sálfræði við Ball State University í Bandaríkjunum, og Maria Wemrell, dósent í lýðheilsu- vísindum við Lunds universitet í Svíþjóð. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar dokt- orsnáms, og Kristján Þór Magnús- son, settur forseti Heilbrigðis-, við- skipta-, og raunvísindasviðs, stýrðu athöfninni. n Fyrsta doktorsvörnin á Akureyri benediktboas@frettabladid.is SAMGÖNGUR „Svarbréf borgarstjóra er dagsett 4. október, en þar eru því miður ekki veitt nein svör við þeim spurningum sem settar hafa verið fram í áðurnefndum bréfum,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, en henni barst loks svarbréf frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra um skýr- ingar á gjaldskrárhækkunum Strætó bs. í tengslum við kosningaloforð um gjaldfrjálsar strætósamgöngur fyrir öll börn í Reykjavík. Salvör sendi Strætó bréf 3. des- ember þar sem óskað var skýringa vegna nýrrar gjaldskrár, en sam- kvæmt henni hækkaði gjald fyrir árskort ungmenna um 60 prósent á sama tíma og gjöld fyrir fullorðna voru lækkuð. Hún fylgdi því eftir með því að senda bréf til Dags í janúar. Hún rak á eftir svörum í september og svaraði Dagur henni þann fjórða október en veitti ekki fullnægjandi svör, að mati Salvarar. n Vonsvikin með svarbréf frá Degi Salvör Nordal, umboðsmaður barna Tímamót hjá Háskólanum á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hendrick’s gin, 1 l, 44% Bombay Sapphire 1 l, 47% Absolut Vodka, 1 l, 40% Stolichnaya Vodka, 1 l, 40% Johnnie Walker Red label, 1 l, 40% Chivas Regal, 1 l, 40% Berlín Kaupmannahöfn London Barcelona Keflavík Hækkun á áfengisgjaldi * Verð í Kef. 2023 6.524 6.509 4.450 6.107 6.999 8.209 1.210 1.293 1.100 1.100 1.100 1.100 5.583 4.790 4.099 4.599 6.890 4.290 3.690 2.999 3.499 5.790 3.125 2.497 2.219 2.864 5.125 3.349 3.261 1.594 4.271 3.338 4.084 2.768 2.351 3.464 3.881 * skv. frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2023. Heilsuvara vikunnar GJAFALEIKUR Atvinnurekendur segja fjár- málaráðherra kominn í mót- sögn við sjálfan sig með því að vilja hækka stórlega álögur á áfengi á sama tíma og hann tali fyrir því að skattlagning á þeim vettvangi sé komin algjörlega út í ystu mörk. ser@frettabladid.is S K AT TA M Á L Forkólfa r Félag s atvinnurekenda (FA) gagnrýna harðlega auknar álögur á almenn- ing og fyrirtæki sem þeir segja felast í nýju fjárlagafrumvarpi stjórnvalda. Félagið beinir sérstaklega sjónum að áfengissköttum. Gangi frum- varpið eftir muni áfengisgjald hækka um 7,7 prósent. Í fríhafnar- verslunum komi ofan á þá hækkun 150 prósenta hækkun gjaldsins, en það eigi að hækka úr 10 prósentum af fullu áfengisgjaldi í 25. Hækkunin í þessum verslunum verði þá sam- tals 169 prósent. Það sé skattpína. „Áfengisskattar á Íslandi eru þeir hæstu í Evrópu og þótt víðar væri leitað,“ segir í umsögn félagsins til fjárlaganefndar, „en ekki sé hægt að ganga lengra í gegndarlausri skattpíningu neytenda þessarar einu almennu neyzluvöru og engri ríkisstjórn eða löggjafarsamkundu í þeim löndum sem Ísland ber sig saman við dettur í hug að ganga jafn langt,“ segir þar enn fremur. „Fyrir hinn almenna neytanda þýða þessar skattahækkanir að hæsta áfengisverð í Evrópu hækkar enn,“ segir Ólafur Stephensen, fram- kvæmdastjóri félagsins, en léttvíns- kassinn hækki um 600 krónur og bjórkippan um 150 krónur. „Þessar hækkanir skerða líka samkeppnishæfni ferðaþjónust- unnar og koma niður á af komu veitingahúsa. Svo virðast stjórnvöld ætla að verðleggja Fríhöfnina út af markaðnum, sem þýðir að fólk mun kaupa áfengi í fríhöfnum erlendis og Segja boðaðar auknar álögur á áfengi hér á landi vera óskiljanlegar taka með sér í handfarangri í f lugi,“ segir Ólafur, en tafla sem fylgir frétt- inni sýnir verðlagsbreytingarnar. Í umsögn FA til þingnefndarinnar segir að ráðherra málaflokksins viti þetta mætavel – og hafi raunar talað fyrir því að stemma stigu við aukn- um álögum á áfengi hér á landi. Bent er á eftirfarandi ummæli hans í beinni útsendingu á vef Sjálfstæð- isf lokksins 10. júní 2021 þar sem hann var spurður um skattlagningu á áfengi: „Það er mín skoðun að við séum komin algjörlega út í ystu mörk á skattlagningu. Þá er ég ein- faldlega að vísa til þess að við erum líklega með eina dýrustu bjórkrús í Evrópu. Mér finnst ekki endilega að það eigi að vera þannig.“ Félagið telur að orð og efndir eigi hér að fara saman. „Fjármálaráð- herrann hefur sagt sjálfur að skatt- lagning áfengis væri komin að ystu mörkum,“ bendir Ólafur á og bætir við: „Samt leggur hann til þessar gríðarlegu skattahækkanir, sem er óskiljanlegt. Það væri miklu nær að vinda ofan af þessum ofursköttum.“ Almennt varar FA við auknum álögum á almenning og fyrirtæki sem félagsmenn telja leynast í nýju fjárlagafrumvarpi. „Þar má nefna sem dæmi hækkandi bifreiða- og eldsneytisgjöld, sem munu valda hækkun á kostnaði við vöru- dreifingu,“ segir í umsögninni, en allt saman kyndi þetta verðbólgu- bálið. n Svo virðast stjórnvöld ætla að verðleggja Fríhöfnina út af mark- aðnum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA olafur@frettabladid.is NEYTENDUR Í verðkönnun Veritabus sem Fréttablaðið greindi frá í gær, kom í ljós að matarkarfan lækkaði um 3,3 prósent í Nettó en hækkaði um 2,1 prósent í Krónunni og Hag- kaupum og 4,1 prósent í Heimkaupi. Samkvæmt könnuninni keppir Nettó nú við lágvöruverðsverslan- irnar Bónus og Krónuna um að bjóða ódýrustu matarkörfuna. Gunnar Egill Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Samkaupa sem reka Nettó, segir að í vildarklúbbi bjóði Nettó ódýrustu matarkörfuna. Gunnar Egill segir verðlag inn- fluttra vara hafa lækkað að undan- förnu og Samkaup hafi gætt þess að láta þær lækkanir ganga áfram til viðskiptavina. Hann segir innlenda framleið- endur sem njóta tollverndar lítinn áhuga hafa á að halda verði í skefj- um. Mjólkursamsalan hafi hækkað verð tvisvar eða þrisvar á árinu og lambakjöt hækki um 27 prósent. n Innflutningur lækkar en innlendar vörur hækka bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL Björn Leví Gunnars- son, þingmaður Pírata, sem hótað hefur verið líf láti, gagnrýndi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, for- mann Miðflokksins, fyrir, orðræðu þeirra í viðtali á Fréttavaktinni í gærkvöld. Fram kom einnig að umræða er nú meðal þingmanna um að auka beri öryggisgæslu á Alþingi. n Nánar á frettabladid.is Ræða um aukna gæslu á Alþingi Björn Leví Gunn- arsson þing- maður Pírata 4 Fréttir 12. október 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.