Fréttablaðið - 12.10.2022, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 12.10.2022, Blaðsíða 11
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 12. október 2022 Það er einstaklega skemmtilegt að heimsækja Tókýó. FRÉTTABLAÐIÐ/ELÍN elin@frettabladid.is Eftir að hafa verið lokað fyrir ferðamönnum í tvö og hálft ár opnast nú Japan á nýjan leik. Stjórnvöld vonast til að ferðamenn muni styrkja jenið og setji kraft í efnahagslíf landsins. Japan lokaði landamærum sínum snemma þegar heims- faraldurinn skall á og á tímabili var Japönum sjálfum sem voru á ferðalagi bannað að koma heim. Nú gefst ferðamönnum sem sagt kostur á að ferðast til landsins fal- lega og samkvæmt nýjum reglum þurfa 68 lönd ekki vegabréfsáritun sem er nýjung. Hins vegar þurfa ferðamenn að framvísa bólu- setningarvottorði og neikvæðu Covid-prófi sem má ekki vera eldra en þriggja daga. Árið 2019 heimsóttu 31,9 milljónir útlendinga Japan en stjórnvöld höfðu það markmið að ná 40 milljónum árið 2020 þegar heimsfaraldurinn skall á en þá áttu Ólympíuleikarnir að fara þar fram. Enn með grímur Tala dauðsfalla í Japan í Covid var 45.500 sem er mun minna en í mörgum öðrum iðnríkjum. Jap- anir ganga enn með grímur bæði úti og inni þótt það sé ekki skylda lengur. Mörg hótel vilja enn að fólk beri grímur, að því er Jyllands Posten greinir frá, og stjórnvöld hafa í hyggju að leyfa þeim að vísa gestum frá sem neita að bera grímur. ■ Japan opnar fyrir ferðamenn á ný Þetta var erfið ákvörðun Skíðakappinn Hilmar Snær Örvarsson tilkynnti á dögunum að hann hefði ákveðið að leggja keppnisskíðin á hilluna en þessi 22 ára gamli Garðbæingur hefur átt góðu gengi að fagna í skíðabrekkunum, bæði hér heima og erlendis. 2 QUICK CALM Vellíðan - skerpa Fæst í Fjarðarkaup, www.celsus.is FLJÓTVIRKT FRÁBÆR MEÐMÆLI Hugurinn leitaði annað, segir segir Hilmar Snær Örvarsson sem hefur lagt skíðin á hilluna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.