Fréttablaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 2
Félagsmenn okkar eru fjölmennur hópur með fjölbreyttar skoð- anir, upplifanir og tilfinningar. Berglind Kristófersdóttir, for- maður Flugfreyjufélags Íslands Ábendingar á Alþingi Það virtist sem svo að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri að lesa Sigurði Inga Jóhannessyni innanviðaráðherra pistilinn þegar þau ræddu saman í þingsalnum í gær en líklegast var spjallið á léttu nótunum. Ef til vill var Katrín að ræða titilvonir Liverpool eftir sigur helgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI birnadrofn@frettabladid.is KJARAMÁL Berglind Kristófersdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að stjórn félagsins hafi ekki farið varhluta af umræðunni um álag, ógnarstjórn og starfsaðstæður flugfreyja. „Félagsmenn okkar eru fjölmenn- ur hópur með fjölbreyttar skoðanir, upplifanir og tilfinningar. Málefnin sem rata á borð Flugfreyjufélagsins eru oftar en ekki af neikvæðum toga enda tilgangur og hlutverk félagsins að standa vörð um réttindi og hags- muni okkar félagsmanna,“ segir Berglind spurð um viðbrögð félags- ins við svona frásögnum og umfjöll- un. Hún segir að það sem félagið hafi gert sé að funda með æðstu stjórn- endum Icelandair. „Það getur reynst erfitt að tala máli allra félagsmanna einni röddu en við tökum þessum umræðum og umfjöllunum alvar- lega, af varfærni og virðingu. Þar af leiðandi vinnum við að því að leysa málin á öðrum vettvangi en í fjöl- miðlum,“ segir Berglind. n Erfitt að tala máli allra félagsmanna Heilsuvara vikunnar GJAFALEIKUR lovisa@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun hefur framlengt frest til 25. október til að skila umsögn um drög að skýrslu embættisins um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, að beiðni Bankasýslu ríkisins. Samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslunni er almennt hæfi- legur frestur tvær vikur og því var beðið um framlengingu. Ríkisend- urskoðun sendi fjármála- og efna- hagsráðuneyti, Bankasýslu ríkisins og stjórn hennar til umsagnar drög að skýrslu embættisins fyrir helgi og átti fresturinn að renna út á mið- vikudag. Í tilkynningu á fimmtudag kom fram að trúnaður gildir um skýrslu- drögin og að ekki verði fjallað um þau efnislega í umsagnarferlinu, hvorki af hálfu Ríkisendurskoðunar né umsagnaraðila. n Framlengja frest til að skila skýrslu Jón Gunnar Jónsson forstjóri og Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Sveitarstjóri Langanesbyggð- ar segir að það ríki almenn ánægja með geimflaugarskot- tilraun síðustu viku þó að skotið sjálft hafi misheppnast. Hann segist sjá markaðstæki- færi fyrir sveitarfélagið í að verða að eldflaugamiðstöð. kristinnpall@frettabladid.is LANGANESBYGGÐ „Við fylgdumst með þessu úr góðri fjarlægð frá þessu því það voru margir á svæð- inu, viðbragðsaðilar og fleiri til. Það var reyndar svolítið mistur í loftinu, þannig að við sáum ekki vel til skotsins sjálfs,“ segir Björn S. Lárus- son, sveitarstjóri Langanesbyggðar, spurður hvort hann hafi fengið að fylgjast með eldf laugarskoti sem átti sér stað í sveitarfélaginu á dög- unum. „Björgunarsveitin var að gæta upp á svæðið og slökkviliðið var um leið mætt til að fylgjast með að fólk væri ekki að fara of nálægt. Við vorum búin að koma okkur vel fyrir en mistrið í loftinu skyggði aðeins á útsýnið.“ Umrædd eldflaug, Skylark L sem er ellefu metra löng, endaði í sjón- um en skoska fyrirtækið Skyrora var þarna að gera sína aðra tilraun með geimf laugarskot á svæðinu. Tilraunin var hluti af undirbúningi Skyrora sem stefnir á að reyna að koma stærri eldflaugum út í geim frá og með næsta ári. Björn tekur undir að Langanes- byggð gæti séð markaðstækifæri í því að bjóða upp á staðsetningu til slíkra tilrauna. „Þetta var skemmtileg tilbreyting og þetta hefur vonandi bara jákvæð áhrif á samfélagið. Það gæti reynst ákveðin framtíð í því að Langanes- byggð yrði staðurinn á Íslandi sem kæmi fyrst til greina þegar kemur að því að skjóta upp tilraunaeld- f laugum,“ segir Björn og heldur áfram: „Við sjáum ákveðin markaðstæki- færi í þessu. Við erum með fjarlægð frá byggð, innan gæsalappa, og að hér sé staður til að framkvæma þessi tilraunaskot.“ Björn segist ekki vera búinn að heyra frá forráðamönnum Skyrora þar sem hann hafi verið upptekinn í gær þegar Skotarnir leituðu eftir fundi en segist eiga von á því að ræða við þá um næstu skref og frek- ara samstarf. Hann segir að heima- menn hafi vitanlega sýnt þessu mikinn áhuga. „Við fundum það alveg að fólk var spennt fyrir þessu og spennt fyrir því að Langanesbyggð yrði fyrir valinu í þessu verkefni.“ Sveitarstjórinn segist ekki vera með nákvæmari upplýsingar um hversu langt f laugin fór né tækni- legu atriðin en blaðamaður BBC á svæðinu fullyrti að umrædd flaug hefði lent í sjónum hálfum kíló- metra frá skotpallinum. n Langanesbyggð geti orðið mistöð geimflaugaskota Þetta var önnur tilraun skoska fyrirtækisins til að skjóta eldflaug frá Langa- nesbyggð sem stefnir á að koma flaug út í geim á næsta ári. MYND/SKYRORA Við fundum það alveg að fólk var spennt fyrir þessu og spennt fyrir því að Langanesbyggð yrði fyrir valinu. Björn S. Lárus- son, sveitarstjóri Langanes- byggðar 2 Fréttir 18. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.