Fréttablaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 27
BÆKUR Breytt ástand Höfundur: Berglind Ósk Fjöldi síðna: 157 Útgefandi: Sögur útgáfa Brynhildur Björnsdóttir Berglind Ósk sendir hér frá sér sitt fyrsta smásagnasafn en áður hafa komið út eftir hana ljóðabækurnar Berorðað og Loddaralíðan. Í safninu eru nítján sögur sem eiga það allar sameiginlegt að í þeim er tekist á við breytt ástand með einhverjum hætti. Annaðhvort verður atburður- inn sem breytir ástandinu í sögunni eða um hann er fjallað í endurliti hins breytta ástands þar sem vitn- eskjan um það sem breytti stöðunni er fyrir hendi. Nöturlegur hversdagsleiki Sögurnar lýsa hversdagsleika sem á alltaf stutt í að verða nöturlegur, neysla, rótleysi og einmanaleiki leika stórt hlutverk, á stöku stað eru jafnvel hryllingsvísanir eins og í sögunni af gæsunum og annars staðar þróast saga af sársaukafullri kynlífsorgíu út í súrrealískan fund við folald á bílastæði. Sumar sög- urnar eru næstum of sársaukafullar aflestrar eins og Lögmál frumskóg- arins þar sem fjallað er um einelti frá sjónarhóli gerendanna, á kaldan og kæruleysislegan hátt. Aðrar lýsa einhvers konar tilvist- arlegu tómi fólks sem hefur ekki fundið fót- festu í lífinu og marar milli skips og bryggju fortíðar og framtíðar. Í enn öðrum reynir fólk að sættast við og jafnvel endurvekja drauma fortíðar til þess eins að fá raun- veruleikann eins og tusku beint í andlitið, það eru engin ævintýri, ekkert hamingju- söm til æviloka. Þrá eftir börnum er minni í sög- unum, einkum í seinni hluta b ó k a r i n n a r, bæði eftir að eignast þau og fá að hafa þau í lífi sínu. Áleitin og óþægileg „Kannastu við að rifa upp gamlan atburð, hugsa síðan að það geti ekki verið að hann hafi gerst eins og þú manst hann?“ segir sögu- maður í upphafi sögunnar Skýja- hula á blaðsíðu 29 og í mörgum sögunum er einmitt verið að rifja upp gamla atburði sem hafa á ein- hvern hátt breytt lífi við- komandi og mjög oft til hins verra þó ei n n ig megi f inna vaxtar verki sögupersón- unnar víbra í gegn eins og í sögunni af m æ ð g u n u m , Rætur og dætur. Titlar sagnanna eru ekki endilega alltaf svo gagnsæ- ir og stundum er lesandanum alveg látið eftir að tengja titil við efni. Ég er alltaf veik fyrir því þegar smá- sagnasöfn hafa ein- hvern þráð sem tengir sögurnar saman og slíkur þráður er vissulega fyrir hendi hér. Bæði fjalla allar sögurnar um þetta breytta ástand en þær tengjast líka sumar á óljósan hátt, sem dæmi má nefna vinkonuna sem fór á Kára- hnjúka að vinna og persónur í fleiri en einni sögu sakna eða eru fegnar að fór, eins konar örfínn leyniþráður gegnum allar sögurnar sem lesand- inn tekur stundum eftir og stundum ekki en verður til þess að hann fær tilfinningu fyrir heild, flettir fram og til baka í sögunum í leit að vísbend- ingum og gleðst þegar þær finnast. Breytt ástand minnir á Kláða, smá- sagnasafn Fríðu Ísberg, og í raun á verk fleiri skáldkvenna af þeirri kynslóð. Hún er vel skrifuð, áleitin og á köflum óþægileg, inniheldur svipmyndir af samfélagi sem væri svo ágætt að væri aðeins betra. n NIÐURSTAÐA: Áleitnar sögur og vel stílaðar sem snerta á dekkri hliðum mennskunnar. Neysla, rótleysi, einmanaleiki Breytt ástand er fyrsta smásagnasafn Berg­ lindar Óskar sem hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur. Eliza Reid, forsetafrú Íslands, og Jenni Haukio, forsetafrú Finnlands. MYND/AÐSEND tsh@frettabladid.is Norræna húsið stendur fyrir bók- menntasamtali á miðvikudag með frú Elizu Reid, rithöfundi og forseta- frú Íslands, og frú Jenni Haukio, ljóð- skáldi og forsetafrú Finnlands. Þar munu forsetafrúrnar tvær ræða hvernig bókmenntir geta mótað sjálfsmynd og þjóðernis- kennd. Auk þeirra munu rithöf- undarnir Eiríkur Örn Norðdahl og Gerður Kristný sitja umræðurnar. Stjórnandi viðburðarins er Sabina Westerholm, forstöðumaður Nor- ræna hússins. „Ísland og Finnland eiga hvort um sig ríkan bókmenntaarf, allt frá þjóðsögum og sögum, frá Kalevala og öðrum epískum ljóðum til nor- rænna samtímabókmennta. Að hve miklu leyti hafa bókmenntir mótað þjóðerniskennd okkar og hvernig skilar sú sjálfsmynd sér inn í fram- tíðina?“ segir í tilkynningu frá Nor- ræna húsinu. Viðburðurinn fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík, miðvikudaginn 19. október kl. 10.20 og verða umræð- ur á ensku. Aðgangur er ókeypis og verður gestum boðið upp á létta hressingu að viðburði loknum. n Forsetafrúr ræða um bókmenntir Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson tóku við verðlaununum. MYND/AÐSEND tsh@frettabladid.is Tónleikastaðurinn Mengi hlaut Heiðursverðlaun Norræna tón- skáldaráðsins sem af hent voru í Ráðhúsi Reykjavíkur í liðinni viku. Þórunn Gréta Sigurðardóttir, for- maður Tónskáldafélags Íslands, af henti tónlistarfólkinu Ólöfu Arnalds, meðstofnanda Mengis, og Skúla Sverrissyni, listrænum stjórn- anda, verðlaunin. „Þessi verðlaun eru okkur mikil hvatning til að halda áfram okkar hugsjónastarfi í þágu nýrrar íslenskrar tónlistar sem við höfum haldið úti í nærri tíu ár,“ segir Guðmundur Ari Arnalds hjá Mengi. Í ræðu sinni stiklaði Þórunn Gréta á stóru um árangurinn af óhagnaðar- drifinni starfsemi Mengis en staður- inn hefur síðan 2013 haldið ríflega 2.000 tónlistarviðburði þar sem stærstur hluti innkomunnar hefur runnið beint til listamanna. Hún kom einnig inn á að margar nýjar hugmyndir og tónverk sem fæðst hafa í Mengi hafi í framhaldinu fengið mikla viðurkenningu bæði hér heima og á alþjóðavettvangi. Á meðal listamanna sem spilað hafa í Mengi eru Gyða Valtýsdóttir, Magnús Jóhann, Hildur Guðnadóttir, Tumi Árnason, Ólafur Arnalds og Una Sveinbjarnardóttir. n Mengi hlaut heiðursverðlaun Hver var Wilhelm Beckmann? Wilhelm Ernst Beckmann (1909-1965) var fyrsti bæjar- listamaður Kópavogs. Hann kom til Íslands árið 1935 á flótta frá Hitlers-Þýskalandi og settist hér að. Hann vann um árabil við útskurð og skúlptúragerð, málaði og teiknaði myndir og vann við grafíska hönnun. Eftir hann liggja margvísleg tréskurðar- verk, mörg með trúarlegri skírskotun, og smærri hlutir úr tré, beini, horni og silfri. Börn Wilhelms og Valdísar Einars- dóttur höfðu frumkvæði að því að Stofnun Wilhelms Beckmann var sett á laggir árið 2013 til að kynna listamanninn, halda nafni hans á lofti og styrkja efnilega myndlistar- menn til verka. Bókin Beckmann, um ævi og feril listamannsins, kom út haustið 2020. Ný heimildamynd um Beckmann verður að líkindum sýnd innan tíðar í sjónvarpi hérlendis og í Þýskalandi. Stofnun Wilhelms Beckmann, sem starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr. 790/2013, auglýsir eftir umsóknum um starfslaun/styrk frá ungum myndlistarmanni/-mönnum (yngri en 35 ára) skv. reglum þar að lútandi en þar segir: Styrki/starfslaun er heimilt að veita myndlistarmanni/-mönnum sem starfa að höggmyndalist, tréskurðarlist og annarri mótunarlist (skúlptúr), listteikningu, listskrift, málaralist, listrænni ljósmyndun, grafíklist, þráðlist (textíllist) og leirlist (keramík). Heildarfjárhæðin, 2,5 milljónir króna, jafngildir starfslaunum í þrjá til sex mánuði eftir því hvort einn eða fleiri styrkir eru veittir. Þriggja manna matsnefnd fer yfir umsóknir og mælir með einum eða fleiri umsækjendum. Stjórn Stofnunar Wilhelms Beckmann tekur endanlega ákvörðun um styrkþega. Listamennirnir eiga eignar- og höfundarrétt verka sinna. Upplýsingar er að finna á vefnum gerdarsafn.kopavogur.is. Umsóknir með ferilsskrá og greinargóðri lýsingu á verkefni/verki sem umsækjandi hyggst vinna að, hvar/hvenær, berist dómnefnd á tölvupóstfangið gerdarsafn@kopavogur.is í síðasta lagi sunnudaginn 6. nóvember 2022. Stofnun Wilhelms Beckmann Styrkir/starfslaun fyrir ungt listafólk ÞRIÐJUDAGUR 18. október 2022 Menning 15FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.