Fréttablaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 9
Henry Alexander Henrysson heimspekingur Í huga f lestra eiga skólar að vera nokkurs konar griðastaður þar sem reynt er að halda á lofti gildum og siðferðilegum verðmætum sem efla og ýta undir þroska nemenda. Skiptir þá litlu máli hvaða skólastig um er rætt. Öll eiga þau sér vissulega sína sérstöðu en í grunninn eru það þó sameiginleg stef sem eiga að vera leiðarljós í öllu skólastarfi. Því miður er það svo á heims- vísu að víða eiga þessi sameigin- legu stef erfitt með að brjótast fram. Menntakerfi um allan heim eru gríðarlega stór iðnaður þótt í grunninn eigi starfið að snúast um eitthvað allt annað en framleiðslu. En fjármagnið sem fer í gegnum skólakerfi, hvort sem það er opin- bert eða ekki, gerir það því miður að verkum að spilling getur skotið þar rótum. Það er ekki einungis í skólastarf- inu sjálfu og námi nemenda sem slík spilling fær þrifist. Utan skól- anna sjálfra höfum við séð spretta upp fyrirtæki sem bæði bjóða upp á falsaðar háskólagráður og snögg- soðnar ritgerðir handa nemendum um allt milli himins og jarðar. Og gjaldið sem fólk getur greitt til að komast hjá því að leggja sig fram við nám stefnir stöðugt niður á við. Það getur einfaldlega verið ódýrara að svindla heldur en að ljúka námi á heiðarlegan máta. Ég hef verið fulltrúi Íslands í mörg ár í verkefni á vegum Evrópu- ráðsins þar sem reynt hefur verið að finna leiðir til að berjast gegn þessari þróun (ETINED, Coun- cil of Europe Platform on Ethics, Transparency and Integrity in Education). Hvatinn bak við þetta starf er ekki síst sá að það sé spurn- ing um mannréttindi að útskrif- aðir nemendur fái að njóta erfiðis síns. Ef traust til menntastofnana í vissum löndum er farið er lítil von til þess að tekið sé mark á prófskír- teinum þaðan. Síðastliðið sumar samþykkti ráðherranefnd Evrópu- ráðsins á grundvelli vinnu ETINED tilmæli sem hvetja aðildarlönd til þess að taka þessi mál alvarlega og bregðast við. Í tilmælunum er farið yfir helstu áskoranir í samtíman- um og bent á lausnir og viðbrögð við þeim. Má segja að tilmælin séu nokkurs konar vitundarvakning. Vonandi munu tilmælin verða þýdd yfir á íslensku f ljótlega og verða tilefni til slíkrar vitundar- vakningar hér á landi. Auðvitað erum við betur stödd en mörg lönd hvað varðar traust til mennta- kerfisins. Almenningur á Íslandi ber traust til skóla og íslenskir nemendur geta auðveldlega nýtt sér prófskírteini sín til að komast í nám um allan heim. En það má þó ekki sofna á verðinum, sérstaklega ekki á tímum þegar menntastofn- anir og umhverfi þeirra eru að taka gríðarlegum breytingum. Evrópuráðið um siðferðilegt hlutverk menntastofnana En hvað ætti skólafólk á Íslandi að hafa í huga þegar tilmæli Evr- ópuráðsins eru lesin? Ég myndi hvetja það til að huga að þrennu. Í fyrsta lagi að vera á verði. Það sem hefði kannski þótt fjarstæðu- kennt fyrir nokkrum árum er það ekki lengur í dag. Einfalt fyrirbæri eins og það hversu auðvelt er að verða sér úti um ritgerð á netinu er mikið áhyggjuefni, til að mynda vegna þess að sífellt f leiri námskeið á æðri námsstigum eru kennd á öðru tungumáli en íslensku. Til- mælin rekja f leiri slík atriði sem mikilvægt er að vera á varðbergi gagnvart. Þá er einnig mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að vera hrein- skilið við sig sjálft og gæta að því hvort þau gildi sem við viljum sjá í skólastarfi séu ávallt höfð í hávegum. Gæðamál eru vissulega tekin mjög alvarlega á Íslandi, en er mögulegt að hluta þeirra sé sinnt á ófullnægjandi hátt því við höldum að við séum ónæm fyrir alþjóðlegum straumum í okkar litla samfélagi? Að lokum vil ég nefna að við Íslendingar þurfum stöðugt að gæta að siðferðilegu hlutverki skóla. Dæmi um spillingu erlendis sýna að það sem bjó í haginn fyrir hana var að fólk hélt að það væri í lagi að gera undantekningar og láta undan þrýstingi hagsmunaaf la. Þannig hefur molast úr heilindum skólanna. Það eru til ýmsar leiðir til að minna sig á hvaða viðmið það eru sem ekki má hvika svo auð- veldlega frá. Mörg lönd sem tengj- ast Evrópuráðinu hafa til dæmis undanfarið, og ekki síst í ljósi vinnu ETINED, farið þá leið að skrá siða- reglur fyrir skólakerfið. Á Íslandi þekkjum við þá leið ágætlega og erum vel á veg komin með slíka skráningu. Tilmæli Evrópuráðsins gætu hins vegar orðið okkur tilefni til að ræða hvort við tökum siða- reglurnar nægilega alvarlega. n Kauptu Galaxy Flip4 og fáðu Galaxy Tab A8 spjaldtölvu í kaupauka (Virði 44.900 kr.) Flippaður kaupauki í október samsungmobile.is Jesús sagði: biblian.is „Gangið inn um þrönga hliðið ... Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur er liggur til lífsins og fáir þeir sem finna hann.“ Matt. 7.13-14 ÞRIÐJUDAGUR 18. október 2022 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.