Fréttablaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 28
Fram koma JFDR, Sóley, Moses High­ tower, Snorri Helgason og Of Monsters and Men. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN Stærð Verð með botni Tilboð 160 x 200 cm 424.900 kr. 339.920 kr. 180 x 200 cm 464.900 kr. 371.920 kr. 200x200 cm 504.900 kr. 403.920 kr. SERTA HEILSURÚM (dýna, botn, gafl og lappir) YORK FIMM STJÖRNU HÓTELRÚM FRÁ SERTA YORK eru með Serta Splendid Royal heilsudýnu frá Serta. Hún er fimm svæðaskipt pokagormadýna með góðum stuðningi við mjaðmasvæði og mýkri við axlarsvæði. Einstakt pokafjöðrunarkerfi sem lagar sig að þér og tryggir rétta svefnstellingu. SERTA HEILSUDAGAR 20% AFSLÁTTUR AF SERTA DÝNUM OG RÚMUM V er ð o g v ö ru u p p lý si n g ar í au g lý si n g u n n i e ru b ir ta r m eð fy ri rv ar a u m p re n tv ill u r. Nú 212.496 kr. MASTERPIECE DÝNA OG BOTN Vönduð heilsudýna frá Serta. Aðlagast að líkama þínum og veitir þér fullkominn stuðning. Fimm mismunandi heilsu- og hægindalög sem aðlagast að þér og gefa þér þá mýkt sem þú þarft en um leið stuðning. Náttúrulegt latex gefur henni sneggra viðbragð og góða öndun. Tilvalin í stillanleg rúm sem og önnur rúm. 140x200 cm. Verð 265.620 kr. Landvernd blæs til Hálendis- hátíðar þann 19. október í Gamla bíó. Þar stíga kanónur íslenskrar tónlistarsenu á svið, JFDR, Sóley, Moses Hightower, Snorri Helgason og Of Monsters and Men. ninarichter@frettabladid.is „Hugmyndin er bein tenging við þessa umræðu um hálendisþjóð- garð,“ segir Hafþór Óli Þorsteinsson, viðburðastjóri Landverndar. Hann segir að þrátt fyrir að ekki beri eins mikið á umræðunni um þjóðgarð- inn og áður, þá viti hann til þess að fjöldi manns vilji þjóðgarð. „Þessi hugmynd hefur blundað í okkur lengi fyrir Covid, að fyrst og fremst hafa gaman,“ segir Hafþór. „Oft er tilfellið með náttúru- verndina í heild sinni að þetta verður skotgrafahernaður,“ segir hann og bætir við að vel sé hægt að hafa gaman og tengja gott málefni við góða tónleika. Nokkur hefð hefur skapast fyrir því á Íslandi að tónlistarfólk beiti sér fyrir vernd náttúrunnar, og er Björk Guðmundsdóttir þar frægust, en hún hefur ritað greinar, haldið tónleika og staðið fyrir viðburðum til styrktar málefninu. Aðspurður hvers vegna tónlistarfólk sé svo ötult í þessari baráttu svarar Haf- þór: „Ég held að náttúran gefi Íslend- ingum svo margt sem við áttum okkur aldrei almennilega á. Sér- staklega ef maður fer upp á hálend- ið. Þar eru þessi gífurlegu verðmæti sem við eigum í náttúrunni. Þetta óspillta víðerni og þessir frussandi fossar, eldhraunið og allt. Þetta gefur manni svo ótrú- lega mikið og maður áttar sig ekki á því hversu dýr- mæt þessi óspillta náttúra er fyrr en maður hefur upplifað hana,“ segir hann. Hafþór segir að greiðlega hafi gengið að fá tónlistar- fólk með í verkefnið, en taka skal fram að allt listafólkið gefur vinnu sína. „Um leið og orðið fór að berast, að við værum með tónleika fyrir hálendið, þá hlupu tónlistarmenn undir bagga,“ segir hann. „Fjármagnið sem safn- ast af þessum tónleikum verður nýtt í áframhaldandi baráttu og vitundarvakningu fyrir verndun hálendisins.“ Haf þór segir umræðuna um náttúruvernd oft litast af rifrildum og átökum. „Með þessu viljum við undirstrika það jákvæða sem við eigum,“ segir hann. Aðspurður segir Haf þór að náttúruvernd sé vissu- lega inn í dag. „Já. Mér finnst það. Þetta er orðið svo samofið öllu sem við gerum. Þetta er framtíðin og er ekki framtíðin alltaf kúl?“ n Hálendishátíð tengir gott málefni við góða tónleika Á íslenskt mál kynhlut- laust orð yfir foreldri, það er, ávarpsorð á borð við mamma eða pabbi? Daníel E. Arnarson framkvæmdastjóri Samtakanna ’78. Rokksveitin Of Monsters and Men hefur slegið í gegn á heimsvísu. Sveitin gefur vinnu sína í þágu náttúruverndar á Hálendishátíð sem fram fer þann 19. október. Miðasala á viðburðinn er í fullum gangi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR n Lykilspurningin Hafþór Óli Þorsteinsson „Það er í raun ekki til, þannig séð. Bara foreldri,“ segir Daníel E. Arnarson aðspurður um hugsan- leg nýyrði í þessu samhengi. „Svo hefur maður heyrt krakka nota alls konar, mamba, mápi og fleira. Ekkert endilega sem kynhlut- laust, bara til dæmis ef það eru tvær mömmur eða tveir pabbar í for eldrapari,“ segir framkvæmda- stjórinn. n ninarichter@frettabladid.is Íslensk hönnunarvara lýsir upp Reykjavík á ljósaskiltum alla vik- una. Átakið „Þetta er íslensk hönn- un“ er hugarfóstur Eyjólfs Pálssonar stofnanda Epal. Átakið fór fyrst af stað í fyrra, vakti mikla athygli og vann til gullverðlauna í keppni Félags íslenskra teiknara. „Þetta er bara ástríða mín fyrir íslenskri hönnun,“ segir Eyjólfur í samtali við Fréttablaðið. „Að gera hana sýnilegri og reyna að tryggja að hún njóti verðskuldaðrar viður- kenningar. Ekki bara á húsgögnum og ljósum heldur bara almennt, þetta er svo rosalega víðtækt svið.“ Eyjólfur segir að þess vegna megi sjá hönnun fyrirtækja á borð við Marel, Össur og CCP á ljósa- skiltunum, í bland við hönnun frá 66°Norður. Hann leggur sömuleiðis Íslensk hönnun lýsir upp stræti Reykjavíkurborgar í heila viku áherslu á að átakinu sé ekki ætlað að vera auglýsing heldur kynning á því hversu víðtækt fagið er. Eyjólfur vann verkefnið í sam- starfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, sem var honum innan handar við að útbúa lista yfir vörur sem endurspegla hina gríðarlegu breidd sem einkennir íslenska hönnun. „Við viljum vekja athygli á fjölbreytileika hönnunar og í ár voru sextíu hönnunarvörur frá jafnmörgum hönnuðum valdar til að prýða borgarumhverfið,“ er haft eftir Eyjólfi í fréttatilkynningu sem send var á fjölmiðla í gær. Þar kemur einnig fram að forsendur þátttöku séu að varan sé nú þegar í fram- leiðslu og sölu. Um er að ræða þrjátíu stóra skjái auk þrjú hundruð skjáa í strætis- vagnaskýlum. Myndir úr átakinu birtast þar á mínútu fresti. nEyjólfur Pálsson 16 Lífið 18. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 18. október 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.