Fréttablaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 4
Það eru vonbrigði hve lítið hefur fundist af loðnu miðað við magnið í fyrra. BJÓÐUM UPP Á 37”-40” BREYTINGAPAKKA EIGUM NOKKRA BÍLA TIL AFHENDINGAR Í NÓVEMBER ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 R A M BÍLL Á MYND: RAM 3500 LARAMIE CREW CAB MEÐ 37” BREYTINGU, KASTARAGRIND OG LJÓSKÖSTURUM bth@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR „Við erum að klára norsk-íslensku síldarvertíðina, sem er mikill áfangi, veiðiskapurinn hefur gengið vel,“ segir Binni í Vinnslustöðinni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson í Eyjum. Binni segir að norsk-íslenska síldin veiðist nú að mestu í íslenskri lögsögu. Hún hrygni við Noreg en komi hingað í ætisgöngu. „Við erum búin að veiða 10.000 tonn af 12.000 tonna kvóta. Við náum að veiða allt sem í boði er,  sennilega í næstu viku,“ segir Binni. Íslenska síldin er næst á dagskrá, í nóvember að loknu stuttu veiði- hléi. Binni segir spennandi að sjá Vel heppnaðri síldarvertíð að ljúka hvar hún muni halda sig.  Sýking hafi haft mikil áhrif á veiðarnar í stofninum síðustu 7-8 vertíðir. Ekki alls fyrir löngu hafi veiðst 150.000 tonn en kvótinn um tíma hrunið niður í 25.000. „Það eru vonbrigði hve lítið hefur fundist af loðnu miðað við magnið í fyrra en við erum brött, það er eng- inn vælugír hjá okkur,“ segir Binni. ■ Leikskólar landsins eru mjög misvel mannaðir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM. kristinnhaukur@frettabladid.is LEIKSKÓLAR Akureyri hefur áber- andi flesta starfsmenn leikskóla af 20 fjölmennustu sveitarfélögunum. Hlutfallið var 51,7 stöðugildi á hverja 1.000 íbúa. Í öðru sæti er Akranes með 38,8 stöðugildi. Þetta kemur fram í svari Ásmund- ar Einars Daðasonar menntamála- ráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæð- isflokksins. Af 20 fjölmennustu sveitafélög- unum er versta mönnunin í Suður- nesjabæ, aðeins 14,8 stöðugildi.■ Góð mönnun í leikskólum Akureyrar kristinnpall@frettabladid.is REYKJAVÍK Ein af vinsælustu tillög- unum á vefnum Betri Reykjavík snýr að því að fá viðbyggingu við Skauta- höllina í Laugardal. Útbreiðslu- og kynningarstjóri Skautasambandsins, Þóra Gunn- arsdóttir, segir gríðarlega vöntun á aukinni aðstöðu hjá íþrótt í sókn. „Það er ánægjulegt að heyra að hug- myndin sé að fá þennan meðbyr. Það er ofboðslega mikil vöntun á ís því við gætum verið með mun fleiri iðk- endur í ísgreinum.“ Þóra nefnir sem dæmi að margir þurfi að æfa eldsnemma morguns en aðrir seint að kvöldi og bendir á þá staðreynd að tvær hallir sinni öllu höfuðborgarsvæðinu. ■ Brýn þörf á fleiri svellum í borginni Af 20 fjölmennustu sveitarfélögunum er mönnunin verst í Suðurnesjabæ. Engin viðbragðsáætlun er til í skólum gegn hryðju- verkum. Ráðherra barnamála, Ásmundur Einar Daðason, segir vísbendingar um að mannelska sé á undanhaldi meðal Íslendinga. bth@frettabladid.is SAMFÉLAG Engin aðgerðaáætlun er til í skólum landsins til að bregðast við óvæntri vá svo sem hryðjuverki í grunnskólum. Umræða er í gangi varðandi hvort herða þurfi öryggisvarnir með hags- muni skólabarna í huga. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barna- málaráðherra, segir mikilvægt að börn verði gripin sem fyrst ef þau finna til vanlíðunar sem geti brotist út í ofbeldi. Öryggi barna í grunn- og fram- haldsskólum landsins kom ítrekað upp í ræðu sem Ásmundur Einar f lutti á fundi í gær þar sem kynnt var breyting á menntastefnu. Fjórtán ára börn voru gripin með eggvopn um helgina eftir að hafa veist að fólki. Á sama tíma sitja tveir menn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um ætlað hryðjuverk. „Við fengum í síðustu viku gögn frá Embætti landlæknis um að Íslendingar hafi aldrei verið eins óhamingjusamir,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Við þurfum að taka það alvarlega.“ Heiða segir umræðu í gangi um hvort skólar landsins þurfi að taka upp viðbragðsáætlun gegn hryðju- verkum að hætti nágrannalanda. „Við höfum ekki hugsað áætlanir gegn hryðjuverkum með sama hætti og við erum með virka viðbragðs- áætlun gegn jarðskjálftum svo eitt dæmi sé nefnt.“ Ásmundur Einar segir að Íslend- ingar sem þjóð verði að skoða hvaða breytingar séu að verða á samfélagi okkar sem ýti undir of beldi. Um það hvort efla þurfi öryggisvarnir í skólum segir ráðherra það til skoð- unar, en betra væri að grípa börnin áður en kemur í óefni. „Hvers vegna brýst vanlíðan út í þessum efnum? Sumir hafa talað um aukna net- notkun, aðrir nefna að við höfum fjarlægst hvert annað sem einstakl- ingar. Kannski erum við komin of langt hvert frá öðru, kannski erum við komin of langt frá því að vera mannelsk,“ segir Ásmundur sem kynnti róttækar umbætur á menntastefnu og breytingar innan veggja skólanna í gær. Menntamálastofnun verður lögð niður og hefur Þórdís Jóna Sigurðar- dóttir verið skipuð forstjóri til að vinna þá vinnu og leiða samhliða nýja stofnun til starfa. Örlög starfsmanna Menntamála- stofnunar eru óljós en þeim verður öllum sagt upp. „Það er metið þannig að þetta sé besta leiðin,“ segir Þórdís Jóna. Með boðaðri breytingu ráðherra á menntastefnunni er boðuð ný hugsun og ný nálgun að sögn ráð- herra. „Nú er umræðan ekki lengur um menntun fyrir alla heldur hvernig við bætum menntun og skólastarf.“ Fréttablaðið spurði Ásmund Einar hvort honum sviði sá ójöfnuður sem væri að finna innan veggja skólanna. „Mér finnst við geta gert miklu, miklu betur. Ef mér fyndist það ekki værum við ekki að fylgja þessu svona fast eftir,“ svarar ráðherra. Hann segir boðaðar breytingar gerðar til að grípa einstaklinga og aðstoða þá sem þurfa á hjálp að halda fyrr með þrepaskiptingu. Í dag verður fundur þar sem full- trúar nemenda, skólastjórnendur, kynjasérfræðingar, lögregla og fleiri koma saman vegna viðbragðsáætl- unar framhaldsskóla um ofbeldi og einelti. ■ Efla þurfi öryggi barna í skólunum Frá mótmælum við MH á dög- unum en mikil umræða hefur orðið um ein- elti, ofbeldi og kynferðisbrot. Leita verður allra leiða til að grípa fyrr þau börn sem verða óhamingjusöm og beita ofbeldi að sögn barna- málaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Kannski erum við komin of langt hvert frá öðru, kannski erum við komin of langt frá því að vera mannelsk.  Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamála- ráðherra Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Mennta- málastofnunar 4 Fréttir 18. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.