Fréttablaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 11
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 18. október 2022 Auði Ýri og fjölskyldu hennar líður vel í risíbúðinni sem þau eiga í miðbæ Reykjavíkur. Þau hafa gaman af því að safna fallegum munum og skemmtilegustu hlutirnir eiga það til að birtast í lífi þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hamborgarasósan var ágætis millivegur á heimilinu Húðflúrslistakonan Auður Ýr Elísabetardóttir hefur komið sér vel fyrir í sjarmerandi og formfagurri risíbúð í miðbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum Marinó, tíu ára dóttur þeirra, fjögurra ára syni og ketti. Íbúðin er litrík og endurspeglar íbúana afar vel. 2 Travis Gienger með þyngsta grasker Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thordisg@frettabladid.is Senn líður að hrekkjavökunni með tilheyrandi draugaskrauti og útskornum graskerjum. Garðyrkju­ kennarinn Travis Gienger frá bænum Anoka í Minnesota ræktaði risavaxið grasker í garðinum heima og fór með það í 35 tíma bíltúr þvert yfir Bandaríkin til að skrá það í árlega keppni um þyngstu grasker­ in í bænum Half Moon Bay, suður af San Francisco. Sú ferð var til sigurs, því grasker Travis reyndist þyngst, rúmt tonn eða 1.161 kíló, og setti nýtt Bandaríkjamet. Tveggja daga ferðalag Travis til Kaliforníu vakti athygli þar sem hann hugsaði einkar vel um gras­ kerið, vafði í plast og blaut teppi svo það þornaði ekki upp á leiðinni. Eins og að vinna Tour de France „Miðveturstíðin í Minnesota er frá­ bær, en vorið getur verið afskaplega erfitt. Þetta ætti því ekki að takast í Minnesota og er jafn ólíklegt og að vinna Tour de France­hjólakeppn­ ina á þríhjóli með stóru framdekki. Maður getur jú alltaf vonað, en þetta tókst,“ sagði Travis kátur. Hann vann sömu keppni 2020 og tókst naumlega að slá met í New York, en þar vó graskerið 1.158 kíló. Ítali á þyngsta skráða grasker veraldar sem hann ræktaði í fyrra og vó tæp 1.226 kíló. „Finnst ykkur erfitt að keyra í kafaldsbyl? Prófið þá að keyra með eitt svona í eftirdragi,“ sagði Travis eftir að hafa keyrt um landið með graskerið níðþunga í farangr­ inum. n Þyngst í Ameríku HEILAÞOKA? Fæst í helstu apótekum - www.celsus.is AUKIN ORKA OG FÓKUS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.