Fréttablaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 26
N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið Natasha S. ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Hauki Ingvarssyni, Eyþóri Árnasyni og Guðrúnu Sóleyju úr dómnefnd. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR tsh@frettabladid.is Ljóðskáldið Natasha S. hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar fyrir handrit bókar- innar Máltaka á stríðstímum sem kom út samhliða af hendingunni á vegum Unu útgáfuhúss. Er þetta í fyrsta sinn sem rithöfundur af erlendum uppruna hlýtur þessi virtu bókmenntaverðlaun. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti Natöshu verðlaunin við hátíð- lega athöfn í Höfða í gær og sagði að Natasha væri vel að verðlaununum komin. „Það er ánægjulegt að ljóðskáld af erlendum uppruna sé að hljóta verðlaunin í fyrsta sinn. Í ljóðum sínum segir Natasha S. á áhrifa- mikinn hátt frásögn manneskju sem fylgist úr fjarlægð með stríðs- rekstri í heimalandi sínu Rússlandi gegn nágrannaríkinu Úkraínu. Átakanleg frásögn sem um leið dregur fram sláandi andstæður,“ sagði Dagur. Alls bárust 62 óbirt ljóðahand- rit í samkeppnina í ár, handrit eru send inn undir dulnefni og aðeins umslagið með nafni verðlaunahaf- ans opnað. Reykjavík bókmennta- borg UNESCO hefur umsjón með verðlaununum og í dómnefnd sátu Guðrún Sóley Gestsdóttir formað- ur, Haukur Ingvarsson og Eyþór Árnason. Í umsögn dómnefndar er Mál- taka á stríðstímum sagt vera „áhrifamikið verk, brýnt og ein- stakt í sinni röð.“ „Það er frásögn manneskju sem fylgist með stríði í heimalandi sínu úr fjarlægð. Hennar eigin þjóð – Rússar – hervæðist og ræðst inn í Úkraínu. Andstaða höfundar við stríðsreksturinn vekur marg- slungnar tilfinningar og spurning- ar sem glímt er við í bókinni. Þrátt fyrir átakanleg efnistök einkennist framsetning af lipurð og djúphygli,“ segir í umsögn. Natasha S. f lutti til Íslands frá Rússlandi árið 2012. Hún er mennt- uð í blaðamennsku og íslensku og hefur skrifað greinar um Ísland auk þess að þýða íslenskan skáld- skap yfir á rússnesku. Árið 2016 útskrifaðist hún frá Háskóla Íslands með BA-gráðu í íslensku sem annað mál, með sænsku sem aukagrein. Hún ritstýrði safnritinu Pólífónía af erlendum uppruna sem kom út í fyrra og var auk þess einn höf- unda þess. Þá er hún annar tveggja ritstjóra greinarsafns sem Bók- menntaborgin í Reykjavík gefur út á næsta ári. Máltaka á stríðstímum er fyrsta ljóðabók Natöshu S. n Natasha S. fær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2022 Andstaða höfundar við stríðsreksturinn vekur margslungnar tilfinningar og spurn- ingar sem glímt er við í bókinni. Úr umsögn dómnefndar Bók- menntaverðlauna Tómasar Guð- mundssonar 2022. Á sýningunni Geómetríu í Gerðarsafni er íslensk abstraktlist 6. áratugarins skoðuð í nýju samhengi. Sérstaklega er einblínt á hlut kvenna sem voru í innsta kjarna hreyfingarinnar. tsh@frettabladid.is Sýningin Geómetría var opnuð nýlega í Gerðarsafni en um er að ræða yfirlitssýningu á verkum 22 listamanna sem voru í forsvari list- hreyfingarinnar geómetríu sem kom eins og „loftsteinn inn í íslenskt menningarlíf í upphafi sjötta ára- tugarins og olli straumhvörfum í listalífi þjóðarinnar“, eins og segir í sýningartexta. Sýningarstjórar eru Brynja Sveinsdóttir, safnstjóri Gerðarsafns, og Cecilie Gaihede, verkefnastjóri safneignar. Brynja: „Þetta er tímabil sem stendur safninu ansi nærri því Gerður Helgadóttir er ein af þeim listakonum sem eru þarna í innsta kjarna. Okkur þótti spennandi að taka þetta fyrir, því þetta er tímabil sem er mjög nútímalegt og á í miklu samtali við samtímann.“ Brynja segir tímabilið sem um ræðir vera sérstaklega spennandi vegna tveggja meginþátta. Brynja: „Annars vegar, þá er þetta eiginlega í fyrsta skipti í íslenskri listasögu þar sem íslenskir lista- menn detta allt í einu í takt við alþjóðlegar hreyfingar. Þeir verða bara algjörlega samstíga því sem er að gerast í framúrstefnu í París og Evrópu. Hins vegar, að innan íslensku hreyfingarinnar verður sú sérstæða að konurnar eru ansi áberandi, sem var ekki endilega alþjóðlega. Það er eitthvað sem við ákváðum að vinna svolítið með, að lyfta upp konunum á þessari sýningu.“ Cecilie: „Í staðinn fyrir að segja þessa línulegu frásögn sem oft hefur verið sögð á svona sögulegum sýningum vildum við reyna að gefa glefsur og skapa sjónrænar tenging- ar á milli listamannanna.“ Konur í kjarna hreyfingarinnar Á sýningunni má sjá verk átta lista- kvenna sem sumar voru mjög áber- andi í íslenskri og evrópskri fram- úrstefnu 20. aldar. Þær Ásgerður Búadóttir, Eyborg Guðmundsdóttir, Gerður Helgadóttir, Guðmunda Andrésdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Málfríður Konráðs- dóttir, Nína Tryggvadóttir og Vala Enard Hafstað. Þótti sérstakt þá að konur væru áberandi í framúrstefnulist? Cecilie: „Nefnilega alls ekki. Þær ná einhvern veginn að verða kjarninn í þessum breytingum sem geómetrían endurspeglar. Nína Tryggvadóttir, Gerður Helga- dóttir og Vala Enard eru búsettar í París á þessum tíma og Gerður var svolítið aðdráttarafl íslenskra lista- manna þar. Hún bauð íslenskum listamönnum að koma út og sýna með sér og hélt sömuleiðis sýn- ingar heima á Íslandi. Af því Gerður var með svo sterkt tengslanet við erlenda listamenn þá hefur hún svolítið náð að draga athygli að íslenskum listamönnum úti, sem er skemmtilegt.“ Geómetría sem hreyfing var mest áberandi á árunum 1950–60 og var andsvar við ríkjandi listrænni fagurfræði þess tíma. Brynja: „Þetta er módernísk hreyfing sem sprettur upp sem and- svar við fyrri skipan myndlistar og kannski sem einhvers konar antí- tesa við fagurfræði 19. aldar og raunsæinu. Þetta sprettur upp sem leit að nýjum tjáningarmáta, eins og expressjónisminn. Þetta er leit að því hvernig þú tjáir einhvern innri heim og hugsun frekar en að vísa í raunheiminn.“ Þriggja ára rannsóknarverkefni Sýningin Geómetría er haldin sam- hliða útgáfu bókarinnar Abstrakt geómetría á Íslandi 1950–1960 sem Veröld gefur út. Að bókinni stendur Knútur Bruun en ritstjóri hennar er Ólafur Kvaran auk þess sem hún inniheldur texta eftir Ásdísi Ólafs- dóttur og Sjón. Brynja: „Þetta eru tvær sjálfstæð- ar einingar sem styðja hvor aðra. Við vorum meðvitaðar um að sýningin myndi þróast sjálfstætt í sína átt en auðvitað eru líka margir snertifletir þarna á milli.“ Gerðarsafn hefur þá sérstöðu að vera safn tileinkað Gerði Helgadótt- ur og að sögn sýningarstjóra er sýn- ingin hluti af þeirri vegferð safnsins að setja listamanninn Gerði í nýtt samhengi í samtali við bæði eldri og yngri listamenn. Cecilie: „Við erum að sinna rann- sókn á verkum Gerðar Helgadóttur og þetta hefur verið okkar fyrsta þrep í þeirri rannsókn, að skoða Gerði í hennar samtíma umkringda hennar samtímamönnum. Þetta er áframhaldandi verkefni sem fékk þriggja ára öndvegisstyrk úr Safna- sjóði.“ n sjá nánar á frettabladid.is Loftsteinn í íslenskt menningarlíf Sýningarstjórar Geómetríu eru Brynja Sveins- dóttir, safnstjóri Gerðarsafns, og Cecilie Gaihede, verkefnastjóri safneignar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK 14 Menning 18. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 18. október 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.