Fréttablaðið - 03.11.2022, Side 12

Fréttablaðið - 03.11.2022, Side 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hinsegin fólk sem ferðast til þessa lands getur átt yfir höfði sér sjö ára fangelsi ef það verður uppvíst að kynhneigð sinni. Þjóðinni hefur vegnað vel þegar grunngildi Sjálfstæðis- flokksins hafa fengið að vísa veg- inn áfram. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is  benediktboas@frettabladid.is Stjörnuleikur í Danaveldi Fréttamaður frá RÚV hefur staðið vaktina fyrir ríkis- miðilinn í Danmörku svo eftir hefur verið tekið og um hefur verið rætt. Hefur hann mætt með sixpensara á höfði og forsíður dönsku blaðanna og frætt landsmenn um að Danir mæti á kjörstað þegar þeir eru opnaðir en þegar kjörstöðum sé lokað sé ekki lengur hægt að kjósa. Sagt frá útgönguspám og sýnt dönskukunnáttu. Jafn- vel fundið Íslending sem mátti kjósa. Þá hefur hann reynt að útskýra í beinni útsendingu hvað gerist nú, sem er sígild spurning við þessar aðstæður. Stjarna er fædd. Krónur og aurar Einkareknir fjölmiðlar á Íslandi fá ekki milljarða í forgjöf eins og RÚV og þurfa að passa sína aura, að maður tali nú ekki um heilu krónurnar. RÚV er ekki í þeirri stöðu og getur sent fólk utan eins og það vill. Jafnvel þótt engin ástæða sé til. Stofn- unin hefur fylgst með f lestum kosningum með útsendara á staðnum til að taka púlsinn á fólkinu. Jafnvel þó að það tali ekki tungumálið. Þau hafa sent fólk til Frakklands í ár til að taka viðtöl á ensku. Og nú á að senda vinnuflokk á HM í Katar þar sem Ísland er alls ekki að taka þátt. n � 13. NÓVEMBER � KL. 17.00 � SILFURBERG íísssssllleeeeennnnndddiinnnnnguuuuurrr íí ULUWATU HOFI Heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla hefst í Katar eftir sautján daga, en undirbúningur þess hefur kostað mörg þúsund erlenda verka- menn lífið, enda hafa vinnuskil- yrðin verið langt undir þeim öryggisviðmiðum sem þykja sjálfsögð í Evrópu. Engu að síður hafa forkólfar heimsknatt- spyrnunnar geð í sér til að blása til glæsilegustu fótboltaveislu síðari áratuga í þessu landi aftur- halds sem ber enga virðingu fyrir mannslífum og mannréttindum. Mannvirðingu og umburðarlyndi skal um stundarsakir vera komið fyrir í skugganum af glæsilegum íþróttamannvirkjum sem kosta allt að þrjátíu milljarða króna, sem nemur lík- lega fjórföldum samanlögðum kostnaði við öll heimsmeistaramótin hingað til. Það er raunalegt að vinsælustu íþróttagrein í heimi skuli vera valinn staður í ofbeldisríki af því tagi sem Katar er. Það er skammarlegt að knattspyrnuforystan í heiminum verðlauni stjórnvöld í landi sem er uppfullt af eitruðum fordómum – og eiga enga samleið með þeim lýðræðisþjóðum sem trúa á skoðanafrelsi og jafnrétti. Í tilviki heimamanna liggur dauðarefsing við samkynhneigð. Hinsegin fólk sem ferðast til þessa lands getur átt yfir höfði sér sjö ára fang- elsi ef það verður uppvíst að kynhneigð sinni. Öll kyntjáning á götum úti er bönnuð. Meira að segja gagnkynhneigt fólk, sem á að heita það eina rétta samkvæmt kreddutrúnni í landinu, má hvorki sýna ástúð á almannafæri né deila hótelherbergi ef það er ógift. Og konur sem koma til landsins verða að gjöra svo vel að hylja axlir sínar og klæðast síðum pilsum svo þær misbjóði ekki heimamönnum. Á næstu vikum ætlar heimsbyggðin að gefa afslátt af þeim mannréttindum sem barist hefur verið fyrir með kjafti og klóm í svo að segja mannsaldur. Á öllum þeim fótboltadögum sem fram undan eru munu stórir hópar í frjálsum samfélögum þessarar jarðar vera áminntir um það að á tyllidögum helstu og ríkustu íþrótta- greinar mannkyns er allt í lagi að loka augunum fyrir harðsvíruðustu tegund af hinseginfóbíu sem þekkist á þessari heimskringlu okkar. Hvað hefðu íslensk knattspyrnuyfirvöld gert ef Heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu hefði verið valinn staður í Katar? Hefðu þau skilið lesbíurnar í liðinu eftir heima? Og hvað gerist í Katar næstu daga? Frægt er þegar Megan Rapinoe hljóp upp í stúku á síðasta HM kvenna og kyssti konuna sína eftir leik. Er von til þess að eitthvað sambærilegt gerist á HM karla í Katar? n HM í fóbíu Nú göngum við Sjálfstæðisfólk senn til kosninga um formann og annað forystufólk í Sjálfstæðis- f lokknum á landsfundi um næstu helgi. Við alla þá sem trúa á frelsi einstaklingsins, jöfn tækifæri, að verðleika og framtak skuli verðlauna en um leið skuli okkar minnstu bræðrum og systrum hjálpað til sjálfshjálpar vil ég segja: Við viljum fá þig í starfið, við viljum eiga við þig samtal og við viljum sannfæra þig um að Sjálfstæðis- f lokkurinn sé f lokkurinn fyrir þig. Ég lofa því stoltur, að þetta mun verða leiðar- stefið í öllum mínum störfum nái ég kjöri sem formaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þjóðinni vegnar vel þegar grunngildin vísa veginn Þjóðinni hefur vegnað vel þegar grunngildi Sjálf- stæðisflokksins hafa fengið að vísa veginn áfram. Við sem deilum þessari lífssýn höfum langtum meira sem sameinar okkur heldur en sundrar. Það er mitt einlæga markmið að opna f lokkinn, leiða saman ólík sjónarhorn sem byggja þó oft á sömu gildunum og blása Sjálfstæðisfólki aftur von í brjóst um að bjartir tímar séu fram undan. Mín sýn er að Sjálfstæðisflokkurinn verði á ný fjöldahreyfing okkar sem deilum sameiginlegum gildum þó að okkur kunni að greina á í einstökum málum. Verum óhrædd, látum vaða Stjórnmálaflokkar eru ekkert annað en fólkið sem er í þeim og þess vegna skora ég á þig, sem hefur verið að velta fyrir þér að sækja fund, heyra í kjörnum fulltrúa okkar eða með öðrum hætti hafa samband, að láta slag standa. Sömuleiðis skora ég á allt Sjálfstæðisfólk sem langar og vill tala máli sjálfstæðisstefnunnar á kaffistofunni, fjölskylduboðum eða öðrum sam- komum að láta vaða. Við höfum ekkert að óttast, við höfum góðan málstað að verja og við megum vera stolt af þeirri lífssýn sem við höfum. n Komdu fagnandi! Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra og fram- bjóðandi til for- manns Sjálfstæðis- flokksins SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 3. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.