Fréttablaðið - 03.11.2022, Page 13
Þorsteinn
Pálsson
n Af Kögunarhóli
Ríkisstjórn Katrínar Jakobs-
dóttur tók á dögunum þá einstæðu
ákvörðun að flytja skuldbindingar
ríkissjóðs frá framtíðar skattborg-
urum til framtíðar eldri borgara.
Um er að ræða átján ára gamla
áhættu vegna ríkisábyrgðar á
útlánum Íbúðalánasjóðs, sem nú
heitir ÍL-sjóður. Hrunið jók á vand-
ann og síðan hefur verið aukið við
hann með reglulegu millibili, þar á
meðal af núverandi ríkisstjórn.
Freistandi er að meta þessa stóru
aðgerð út frá algengum pólitískum
viðmiðum.
Hver var aðdragandi og undir-
búningur aðgerðarinnar? Hvernig
standast rökin? Hvar liggur
aðgerðin á skalanum frá hægri til
vinstri? Og á hvaða siðferðilega
grunni byggir hún?
Undirbúningurinn
Vandinn hefur verið skýr frá því
að skýrsla um stöðu sjóðsins var
birt 2013. Frá þeim tíma hafa
ríkisstjórnir vanrækt að mestu þá
afdráttarlausu árlegu lagaskyldu
að gera tillögur um að koma jafn-
vægi á fjárhag ríkisábyrgðarsjóðs.
Allt fram á síðasta ár hafa að
auki verið teknar ákvarðanir, sem
hafa þyngt ríkisábyrgðarvandann.
Viðræðutilboði ríkisstjórnar-
innar til lífeyrissjóða fylgdi sú
ákvörðun að niðurstaðan yrði
ákveðin með lögum ef ekki semd-
ist. Þetta gæti verið nauðung, sem
leiðir til ógildingar samninga. Ekki
er að sjá að lögfræðileg athugun
hafi farið fram á þessu áhættuat-
riði.
Álitaefni er hvort stjórnar-
menn lífeyrissjóða gerist sekir um
umboðssvik semji þeir um atriði,
sem leiða til skerðinga á lífeyris-
réttindum. Ekki er að sjá að þessi
lagalega óvissa hafi verið könnuð.
Niðurstaðan sýnir níu ára sam-
felld frávik frá ábyrgri fjármála-
stjórn og allsendis ófullnægjandi
mat á alvarlegum lögfræðilegum
álitaefnum.
Rökin
Helstu rökin fyrir aðgerðinni eru
þau að spara eigi 150 milljarða
króna. Ríkisstjórnin ætlar eldri
borgurum að borga brúsann fyrir
skattborgara. Það er yfirfærsla á
skuldbindingum en ekki sparn-
aður.
Önnur rök eru þau að heimilt
sé að víkja stjórnarskrárvörðum
eignarréttindum til hliðar með
vísan í neyðarlögin frá 2008. Ríkis-
stjórnin fellir þessi rök sjálf með
því að afneita með öllu að neyðar-
ástand ríki.
Þá færir ríkisstjórnin fram þau
rök að aðgerðin hafi verið nauð-
synleg af því að hún vilji ekki
binda framtíðarkynslóðum bagga.
Þessi rök standast ekki af þeirri
einföldu ástæðu að aðgerðin felur
í sér að baggarnir eru fluttir frá
framtíðar skattborgurum til fram-
tíðar eldri borgara.
Niðurstaðan er sú að því fer
fjarri að röksemdafærslan standist
þær kröfur, sem eðlilegt er að gera
til ríkisstjórnar.
Vinstri og hægri
Þótt eignarrétturinn fari ekki
lengur fyrir brjóstið á öðrum en
hörðustu sósíalistum er afstaða
til hans enn helsta viðmið um það
hvort menn liggja til vinstri eða
hægri í pólitík.
Aðgerðin er reist á þeirri hugsun
að víkja megi eignarrétti einstakl-
inga til hliðar að geðþótta til þess
að bæta stöðu ríkissjóðs.
Afstaðan til möguleika sjálf-
stæðrar millistéttar til sparnaðar
og fjárhagslegrar fyrirhyggju er
annað viðmið í þessu samhengi.
Þetta borgaralega markmið víkur
fyrir þörfum ríkissjóðs.
Niðurstaðan er sú að aðgerðin
liggur að þessu leyti verulega langt
til vinstri.
Siðfræði og sanngirni
Þrátt fyrir framansagt getum við
hugsað okkur að aðgerðin standist
bæði almenn lög og stjórnarskrár-
vernd eignarréttinda. En þá er
spurningin: Væri hún að gefnum
þeim forsendum sanngjörn og sið-
ferðilega réttmæt?
Hver er munurinn á ábyrgð
skattborgara og eldri borgara?
Eldri borgarar eru færri og bera því
þyngri bagga hver og einn. Rétt-
indi þeirra skerðast hlutfallslega
jafnt. Skattborgararnir eru fleiri.
Þeir tekjulægri borga hlutfallslega
minna og fyrirtækin bera sína
bagga.
Að þessu virtu er ljóst að meiri
sanngirni felst í því að skattborg-
arar greiði fyrir þessar vanrækslu-
syndir en eldri borgarar.
Aðgerðin víkur því með afger-
andi hætti frá almennum siðferði-
legum hugmyndum um réttlæti.
Ábyrg fjármálastjórn
Lög um ríkisábyrgðir kveða á um
að ríkisstjórn beri að gera árlega
tillögu um aðgerðir til að koma
jafnvægi á fjárhag ríkisábyrgða-
sjóðs ef nauðsyn krefur.
Þó að þetta hafi að miklu leyti
verið vanrækt í níu ár er réttast
að byggja ábyrga fjármálastjórn
áfram á eðlilegri og réttlátri hugs-
un gildandi laga. Engin rök standa
til að breyta þeirri leikreglu.
Hitt á ekkert skylt við ábyrgð að
færa vandann yfir á eldri borgara. n
Frá skattborgurum til eldri borgara
Réttindi eru mikilvæg fötluðu fólki
og þegar forskeytinu for er skeytt
fyrir framan orðið réttindi breytist
orðið skemmtilega og getur virkað
bæði jákvætt og neikvætt en þá er
það skýrt sem réttur umfram aðra.
Í orðabók er réttur skilgreindur sem
eitthvað sem einhverjum ber með
réttu (að lögum, samningi eða hefð)
og fær í kjölfarið til þess réttindi.
Orðið forréttindi er hins vegar skýrt
sem réttindi umfram aðra.
Í aldanna og áranna rás hafa rétt-
indi ólíkra hópa í samfélaginu verið
mismunandi, þetta á til dæmis við
um fólk með mismunandi litaraft,
mismunandi trúarbrögð, fatlað fólk
og ófatlað.
Samningur Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) er
alþjóðlegur mannréttindasamn-
ingur sem ætlað er að verja og efla
réttindi og virðingu fatlaðs fólks.
Aðildarríki viðurkenna að fatlað
fólk hefur ekki hlotið sömu tækifæri
og réttindi til jafns við aðra, og ber
að vinna að þeim.
Íslensk stjórnvöld undirrituðu
samninginn árið 2007, fullgiltu
hann 2016 en hafa enn ekki lögfest
hann. Alþingi samþykkti vorið 2019
þingsályktunartillögu sextán þing-
manna um að ríkisstjórninni yrði
falið að undirbúa lögfestingu SRFF
og að frumvarpið skuli lagt fyrir
Alþingi eigi síðar en 13. desember
2020. Það varð hins vegar ekki að
veruleika en lögfesting samnings-
ins myndi tryggja að fatlað fólk á
Íslandi gæti byggt rétt sinn á samn-
ingnum með beinum hætti. Það yrði
mikil réttarbót.
Í örfáum tilvikum eru birtingar-
myndir í menningunni jákvæðar og
kallast á við forréttindi. Í goðafræði,
en það voru trúarbrögð norrænna
og germanskra manna, fórnaði
Óðinn, sem var æðsti guðinn, öðru
auga til að njóta þeirra forréttinda
að fá visku í staðinn. Nafn hans
samanstendur af liðunum óð og inn,
þar sem fyrri hlutinn táknar vit og
sál, jafnvel orku og lífskraft.
Annað dæmi, sem þó er tvíbent
að taka fyrir, þar sem fötlun er álit-
in forréttindi, er hin geysivinsæla
kvikmynd Forrest Gump. Þar virð-
ist samnefnd aðalsöguhetja vera
heppin með eindæmum. Á það að
öllu jöfnu við um fatlað fólk? Lang-
f lestir myndu svara því neitandi.
Gump virðist vera seinfær og það er
tilviljunum háð hvernig ævi hans
þróast þó gæfurík sé. Höfundar láta
þó söguhetjuna sýna tilfinningar,
gleði og sorg – auk þess sem þetta er
þroskasaga. Sem dæmi um staðal-
ímyndir af fólki með þroskahömlun
er að það sé alltaf glaðlynt, sem er
vitaskuld rangt.
Tom Hanks fór með hlutverk
Gump en aðeins 3% fatlaðra leikara
fá hlutverk í sjónvarpi og kvik-
myndum, jafnvel þótt hlutverkið
eigi að túlka veruleika fatlaðs fólks.
Ófatlað fólk fær frekar hlutverkin
og það þó fatlað fólk sé um 15%
mannkyns. Sem dæmi um jákvæða
þróun má þó nefna þættina Með
okkar augum, sem fólk með þroska-
hömlun stýrir.
Enn er þó langt í land og í samn-
ingi Sameinuðu þjóðanna er árétt-
að að fatlað fólk sé eftir sem áður
„hindrað í að taka þátt í samfélaginu
til jafns við aðra og stendur frammi
fyrir því að mannréttindi þess eru
brotin alls staðar í heiminum.“ Með
lögfestingu samningsins öðlast
fatlað fólk sjálfsögð réttindi – ekki
forréttindi heldur réttindi til jafns
við aðra. n
For-réttindi – Við eigum öll
jafnan rétt til sjálfstæðs lífs
Unnur H.
Jóhannsdóttir
blaðamaður
Enn er þó langt í land
og í samningi Sam-
einuðu þjóðanna
er áréttað að fatlað
fólk sé eftir sem áður
hindrað í að taka þátt
í samfélaginu til jafns
við aðra og stendur
frammi fyrir því að
mannréttindi þess
eru brotin alls staðar í
heiminum.
Ómissandi bók fyrir allt
áhugafólk um vélhjól og bíla.
Saga Harley-Davidson-mótorhjóla
á Íslandi frá 1917 til okkar daga.
A M E R Í S K A G O Ð S Ö G N I N
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | Sunnudaga 12–16 | www.forlagid.is
FIMMTUDAGUR 3. nóvember 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ