Fréttablaðið - 03.11.2022, Side 17

Fréttablaðið - 03.11.2022, Side 17
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 3. nóvember 2022 Moldin í fataskápnum speglar moldina í sköpuninni Ragnheiður Harpa Leifsdóttir er einn af meðlimum Svikaskálda og hefur bæði í samvinnu við þær og sjálf gefið út fjölda ljóðabóka og skáldverka. Hún kann að meta falleg föt úr góðum efnum og vekur ávallt athygli fyrir einstaklega fallegan og ljóðrænan fatastíl. 2 Skáldið Ragnheiður Harpa segir fátt jafnast á við falleg föt úr góðum efnum. Fötin segir hún vera eitt tjáningarform af fjölmörgum sem okkur standa til boða og vera einstakan spegil inn í sálarlífið. Hún er sammála Sigurði Pálssyni um að það sé mikilvægt fyrir sjálfið að klæða sig á hverjum degi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Skærir litir hafa verið áberandi í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY sandragudrun@frettabladid.is Dæmigerðir haustlitir í fatatískunni eru sinnepsgulur, rauður, mosa- grænn og brúnn. En samkvæmt, Vogue er það ekki raunin í haust. Á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í vor var mikið um litagleði og skærir litir voru áberandi. Þar mátti sjá allt frá appelsínugulum og skær- grænum fötum til hefðbundnari haustlita. Tískuspekúlantarnir hjá Vogue segja að þó að tískan fæðist á sýningarpöllunum lifni hún ekki við fyrr en hún sést á götum úti. Það er spurning hvort skærir haustlitir hafi skilað sér til Íslands í ár eða hvort fólk haldi sig við hefðbundn- ari haustliti, eða svartan klæðnað sem virðist vera einkennislitur Íslendinga þegar kólna fer í veðri. Danir leggja línurnar Sæblár litur hefur einnig verið að ryðja sér til rúms á tískupöllunum undanfarin misseri og er farinn að sjást í götutískunni í Kaupmanna- höfn og víðar. Áhrifavaldar í höfuð- stað Danmerkur hafa látið sjá sig í bláum fötum frá toppi til táar við ýmis tækifæri núna í haust og hefur það smitað út frá sér til almennings. Sama má segja um appelsínugulan lit og skærgrænan. Þessir litir hafa allir ratað frá tískupöllunum til almennings. Það væri gaman ef Íslendingar tækju Danina sér til fyrirmyndar og klæddust björtum litum á dimmum haust- og vetrar- dögum. n Skærir haustlitir QUICK CALM Vellíðan - skerpa Fæst í Fjarðarkaup, www.celsus.is FLJÓTVIRKT FRÁBÆR MEÐMÆLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.