Fréttablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 20
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB
SKOÐIÐ
LAXDAL.IS
Sendingin
komin
Söngkonan Taylor Swift sem
er 32 ára hefur breyst úr því
að vera kántrí-söngkona í
heimsfræga poppstjörnu
með yfir 60 milljónir hlust-
enda á Spotify og heimsmet
á vinsældalistum heimsins.
elin@frettabladid.is
Taylor Swift er fyrsti tónlistarmað-
ur sögunnar sem nær því að eiga
öll lögin í tíu efstu sætum banda-
ríska smáskífulistans. Þar tekur
hún fram úr Drake sem átti fyrra
metið en þar á undan voru það
Bítlarnir sem áttu átta af tíu vin-
sælustu lögunum árið 1964. Taylor
er að koma inn á plötumarkaðinn
eins og stormsveipur eftir tveggja
ára hlé. Hún nýtti sér samfélags-
miðla eins og Instagram og TikTok
til að byggja upp spenning fyrir
útkomu plötunnar sem tókst með
eindæmum vel. Aðdáendur hennar
eru kallaðir „Swifties“.
Það er nýja breiðskífan, Mid-
nights, sem hefur náð þessum
gríðarlegu vinsældum. Aðdáendur
biðu einmitt mjög spenntir eftir
því að platan kæmi á markað í
október. Stjarna Taylor hefur risið
hratt að undanförnu en hún gaf út
sína fyrstu hljómplötu aðeins 16
ára. Á sama tíma hefur listamaður-
inn prófað ýmsar tónlistarstefnur
auk þess sem fatastíll hennar hefur
verið fjölbreyttur. Þannig hefur
hún tengt saman tónlist og klæða-
burð. Rauður varalitur er eitt af
sérkennum hennar.
Í viðtali sem tekið var við hana í
Teen Vogue segist Taylor ekki hafa
verið mjög smekkleg í klæðavali á
menntaskólaárunum. Hún nefnir
þó ógleymanleg dress, kjól frá
Oscar de la Renta sem hún klædd-
ist á Met Gala árið 2014. Hún segir
að gamaldags klassískt útlit henti
sér vel og hún lítur meðal annars
til Audrey Hepburn til að fá inn-
blástur. Þá finnst henni skemmti-
legt að blanda saman ólíkum fata-
stílum. Þegar Vogue spurði hvað
væri í mestu uppáhaldi, svaraði
hún: „Flíkur með háu mitti.“
Hafði áhuga á kántrí
Taylor fæddist í West Reading í
Pennsylvaníu í desember 1989.
Hún flutti til Nashville aðeins
fjórtán ára með fjölskyldu sinni
til að láta drauma um að verða
kántrí-söngkona rætast. Árið 2004
skrifaði hún undir samning við
Sony/ATV Music Publishing og Big
Machine Records árið 2005. Hún
hefur selt yfir 200 milljónir platna
á heimsvísu og er í f lokki þeirra
mest seldu í heiminum. Hún hefur
hlotið ellefu Grammy-verðlaun
ásamt fjölda annarra verðlauna og
viðurkenninga. Hún hefur verið á
lista Rolling Stone yfir 100 bestu
textahöfunda heims. Swift hefur
verið einlægur talsmaður fyrir
réttindum listamanna og vald-
eflingu kvenna. Tónlist hennar er
sögð hafa haft áhrif á tónsköpun
margra söngvara og lagahöfunda.
Sjálf var hún nefnd eftir söngva-
skáldinu James Taylor.
Skapar nýja sögu í listaheiminum
Taylor Swift er að slá öll heimsmet og hefur selt flestar hljómplötur allra tónlistarmanna í Bandaríkjunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Taylor Swift
fékk heiðurs-
doktorsnafnbót
við háskólann í
New York í maí.
Heiðruð í New York-háskóla
Í maí á þessu ári fékk Taylor
heiðursdoktorsnafnbót við New
York-háskóla fyrir framlag hennar
til lista. Það er mikill heiður og
Taylor flutti áhrifamikla ræðu sem
þúsundir útskriftarnema fögnuðu
ákaft. Sjálf er hún ekki
háskólagengin.
Nýja platan, Mid-
nights, toppaði
eigið met Taylor
Swift sem hún
sló fyrir fimm
árum með
Reputation og
hún er að skipu-
leggja risastórt
tónleikaferðalag
í fyrsta skipti í
fimm ár næsta vor
sem nefnist The Eras
Tour. Fyrir fimm árum
náði Reputation sölumeti
í Bandaríkjunum í hefð-
bundinni plötusölu með
1,216 milljónum eintaka
seldum. Midnights toppaði
þetta met á aðeins fjórum
dögum.
Inn og út af samfélagsmiðlum
Með nýju plötunni kom Taylor
sterk inn í samfélagsmiðlana en
kannski muna einhverjir eftir því
þegar hún lenti í deilum við Kim
Kardashian og Kanye West árið
2016 með þeim afleiðingum að hún
hætti að koma fram opinberlega og
fór í frí á samfélagsmiðlum. Fjar-
vera hennar var mikið áfall fyrir
aðdáendur sem höfðu fylgst með
henni. Deilur Taylor og Kanye eru
sagðar ná allt aftur til ársins 2009
þegar hún var á sviði á MTV Video
Music Awards að taka á móti verð-
launum fyrir myndband sitt You
Belong with Me. Þegar Taylor var
að þakka fyrir sig stökk Kanye West
upp á sviðið, greip hljóðnemann og
sagði að það væri Beyoncé sem ætti
besta myndband allra tíma. Deilur
þeirra undu upp á sig og standa
trúlega enn.
Viðvera Swift á samfélags-
miðlum minnkaði einnig
áður en Reputation
kom út en þá eyddi
hún öllum færslum
sínum á sam-
félagsmiðlum.
En hún er
komin á fullt
aftur og er
sögð ótrú-
lega klár
markaðs-
maður. Með-
fram plötunni
setti Taylor á
markað vörulínu
eins og hettupeysur
og mismunandi
litar vínylplötur
sem safnarar
þurfa örugglega að
eignast. Á útgáfudegi
plötunnar seldust 500
þúsund eintök en það er
þrisvar sinnum meira en
platan Harry’s House
með Harry Styles seldist
alla fyrstu vikuna í sölu.
Vínylplötur hafa verið
mjög vinsælar en talað
er um að konur séu 34%
kaupanda þeirra en
55% aðdáenda söng-
konunnar eru konur á
aldrinum 13–34 ára. Tay-
lor hefur náð einstaklega
góðum árangri í að tjá sig í
gegnum ýmsar tegundir af
lagasmíðum, hún er sögu-
maður sem jafnframt er
skapandi listamaður. n
Taylor hefur
fengið óteljandi
verðlaun og viður-
kenningar á ferli sínum
sem hófst þegar hún
var sextán ára.
Rauði vara-
liturinn hefur
lengi verið
sérkenni Taylor
Swift.
4 kynningarblað A L LT 3. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR