Fréttablaðið - 03.11.2022, Side 32
BÆKUR
Gratíana
Höfundur: Benný Sif Ísleifsdóttir
Útgefandi: Mál og menning
Fjöldi síðna: 351
Brynhildur Björnsdóttir
Benný Sif Ísleifsdóttir heillaði les-
endur með skáldsögunni Hansdæt-
ur sem kom út árið 2020 og lýsti lífs-
baráttunni í vestfirsku sjávarþorpi
kringum aldamótin 1900. Hún dró
þar upp ljóslifandi myndir af harðri
lífsbaráttu og grimmilegri misskipt-
ingu í samfélagi sem ferðast mjög
mishratt á vit framtíðar og aukinna
lífsþæginda og skapaði eftirminni-
legar persónur. Svo eftirminnilegar
að f ljótlega tóku að heyrast áköll
um framhald, lesendur vildu vita
meira um Hansdæturnar, einkum
þó Gratíönu. Hér verður Benný við
þeim áköllum og Gratíana segir frá
örlagaári í lífi samnefndrar persónu.
Við hittum Gratíönu aftur nokkr-
um árum eftir að fyrri bókinni lauk
þar sem ekkert hefur þokast henni
í vil. En örlögin grípa í taumana
og f ljótlega er Gratíana komin til
Reykjavíkur og þaðan ferðast hún
víða um land, hún situr hest í fyrsta
sinn, lærir að synda, kynnist ástinni
og fær að njóta þekkingar sinnar
og greindar. Við kynnumst lífinu
í myndarlegum torf bæjum, fínu
hóteli í Reykjavík, kvennaskóla á
Norðurlandi og kaupmannsheim-
ili á Austurlandi, gerólíkum lifn-
aðarháttum í sama landi þar sem
blandast saman hokur og híalín,
grábrún fortíð og lit-
rík framtíð.
Misskipting og
forneskja
Lýsingarnar á líf-
inu annars vegar
í torf bæ og hins
vegar á fínu hóteli í
Reykjavík eða rík-
mannlegu kaup-
m a n n s h e i m i l i
úti á landi eru
heillandi og slá-
andi, á innbúi,
lifnaðarháttum
og daglegu líf i
sem draga upp
sterka mynd af
íslensku sam-
félagi fyrir 120
árum, misskipt-
ingunni, forn-
eskjunni sem leið hægt undir lok
við hlið nútímans sem æðir áfram.
Þetta kristallast til dæmis í ólíkum
aðbúnaði til að kasta af sér vatni og
fleiru, annars vegar er boðið upp á
f lórinn í fjósinu og hins vegar
vat nssaler ni
með öllu til-
hey randi og
það er hress-
andi að þessi
sjálfsagði hluti
af daglegu lífi sé
til umfjöllunar í
sögulegri skáld-
sögu.
Konurnar eru
sem fyrr aðalper-
sónurnar og eru
einnig vel dregnar
upp og heillandi,
nema nálgunin
við Sigurlaugu sem
fær ekki skilning í
sögunni sem kona
í gríðarlega erfiðri
lífsaðstöðu á þess-
um tíma sem þráir
samneyti og ást eins
og aðrir. Gratíana er líka venjulegri
í þessari bók en hinni fyrri, hugsar
meira um nýja kjóla og vonbiðla en
verkalýðsbaráttu, ritstörf og kven-
réttindi. Þó er gefið í skyn í bókarlok
að hún muni taka upp þann þráð og
því má alveg vonast eftir einni bók
í viðbót um Gratíönu og fjölskyldu
hennar úr Bótarbugtinni.
Enginn eftirbátur fyrri bókar
Bókin lýsir stórum örlögum og
djúpum sorgum og minnir á
íslensk bókmenntastórvirki frá því
um miðbik síðustu aldar sem lýsa
sömu tímum, eftir höfunda eins og
Guðrúnu frá Lundi og Halldór Lax-
ness. Fyrst og fremst er hún þó lipur
aflestrar, framvindan spennandi og
persónusköpunin heillandi.
Gratíana er sannarlega enginn
eftirbátur fyrri bókarinnar og mjög
ánægjulegt að endurnýja kynnin
við bæði persónur og sögusvið sem
er bæði svo nærri okkur og fjarri. n
NIÐURSTAÐA: Afskaplega vel
skrifuð og skemmtileg bók sem
varpar lifandi ljósi á ástir og örlög
kringum aldamótin næstsíðustu.
Ástir og örlög um næstsíðustu aldamót
Bókin lýsir stórum
örlögum og djúpum
sorgum og minnir á
íslensk bókmennta-
stórvirki frá því um
miðbik síðustu aldar.
Brynhildur Björnsdóttir
Sunna Dís Másdóttir rithöfundur skoðar gamlar minningar í fyrstu ljóðabók sinni, Plómur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Sunna Dís Másdóttir hefur
sent frá sér sína fyrstu ljóða-
bók, Plómur. Bókin fjallar um
endurminningar, sambönd
og nýjar upplifanir en í henni
tekst Sunna á við tímabil sem
hún upplifði sem unglingur
þegar hún bjó í Svíþjóð.
ragnarjon@frettabladid.is
Þrátt fyrir að Plómur sé fyrsta ljóða-
bók Sunnu Dísar er hún langt frá því
að vera byrjendahöfundur þar sem
hún hefur áður tekið þátt í þremur
ljóðabókum og skáldsögunni Olíu
með ljóðakollektívinu Svikaskáld-
um sem var meðal annars tilnefnd
til Íslensku bókmenntaverðlaun-
anna 2021.
Um viðfangsefni bókarinnar
segir hún að minningar frá fyrri tíð
séu helsti innblásturinn. „Ég flutti
sem sagt til Svíþjóðar þegar ég var
fimmtán ára og byrjaði í sænskum
menntaskóla tveimur vikum síðar,
alveg ótalandi, og bjó síðan þar úti
í fjögur ár.
Þetta eru ljóð sem eiga sér fyrir-
myndir úr gömlum dagbókum
frá mér,“ segir Sunna Dís sem hitti
blaðamann í Gröndalshúsi í Grjóta-
þorpinu en þar er aðsetur Svika-
skálda.
Að mat i Su n nu D í s a r er
bókin ferðalag aftur í tímann og
tilraun til þess að endurvekja þessa
dvöl sem hafði mikil áhrif á á hana.
„Kjarninn í þessari bók er sam-
band við vinkonu sem var svo erfitt
að skilgreina á sínum tíma. Þegar
maður er unglingur og að fóta sig
í nýju landi og nýju tungumáli
og nýrri vináttu og nýjum sam-
böndum. Ég er í raun ekki enn viss
um það hvernig ég myndi skilgreina
þetta samband en þessi ljóðabók er
kannski tilraun til þess að takast á
við það,“ segir hún.
Ungar en stórar tilfinningar
Tíminn sem Sunna Dís tekst á við
er tími sem margir lesendur ættu
að kannast við úr eigin lífi. Þegar
hver dagur virðist byrja og enda
heila ævi og stórar tilfinningar geta
f lækst fyrir skilningi manns á ver-
öldinni.
„Mig langaði að fara alveg inn í
unglingadramatíkina með þessari
bók,“ segir Sunnar Dís sem á í sam-
ræðu við sitt fyrra sjálf í bókinni.
„Þetta eru svo miklar og stórar til-
finningar og það er allt svo ofboðs-
lega viðkvæmt á þessum tíma og
mér finnst svo mikil fegurð í því.
Þannig langaði mig ekki bara að
yrkja um þennan tíma og þessar
upplifanir frá mínum sjónarhóli
núna tuttugu árum seinna. Mig
langaði frekar að fara beint inn í
kvikuna þar sem allt er bæði það
besta sem getur komið fyrir þig og
hrikalega þrúgandi um leið. Það er
svo frjór staður til að vera á.“
Sjálfsprottin náttúra
Frjósemi er stór partur af bókinni
en ljóðin eru mörg hver uppfull
af náttúru sem sprettur og hverf-
ist um ljóðmælandann og teiknar
upp sterkar myndir af umhverfinu.
Sunna Dís segir að náttúran í bók-
inni sé að vissu leyti sjálfsprottin.
„Bókin kom bara þannig til mín,“
segir hún. „Þetta er efni sem ég er
búin að bera með mér lengi og hafði
í raun aldrei almennilega fundið
leiðina að því eða hvað ég vildi gera
við það. Fyrsta ljóðið sem ég skrifaði
heitir Mold þar sem hrúga af plóm-
um er að rotna. Það varð inngangur-
inn að þessu öllu saman. Stundum
bíður maður bara eftir einhverjum
glugga sem opnast.“
Sunna Dís segir að náttúran hafi
þannig læðst inn um þennan opna
glugga. „Þegar hún var komin þá
fann ég að þetta var umhverfið sem
ég vildi vera í,“ segir hún.
„Því það að f lytja á milli landa,
jafnvel þó að það sé ekki meira
framandi staður en Skandinavía,
stækkar og víkkar heiminn svo
mikið. Að kynnast nýjum hlutum.
Eins og fyrsta skiptið sem ég sá epla-
tré í blóma þá stóð ég á öndinni.
Ég hafði auðvitað séð myndir og
teikningar af þeim og vissi að þau
blómstruðu en þegar ég sá það átti
ég í raun ekki til orð yfir hvað það
var fallegt.“
Skáldaðar minningar
Sunna Dís segir að fyrir henni sé
skáldskapur langáhugaverðasta
leiðin til að takast á við minningar
eins og þessar.
„Ég las um daginn að þegar
maður skrifar um minningar þá sé
sannleikurinn í raun tilfinningin
eða tryggðin við upplifun mann-
eskjunnar sem var þá. Það er satt.
Alveg sama hvort maður hafi gleymt
einhverju nákvæmu um tímasetn-
ingar eða jafnvel að maður hafi
upplifað eitthvað á allt annan hátt
heldur en manneskjan sem maður
var með á þeirri stundu. Mér finnst
þetta svo mikill kjarni. Það er það
sem ég er að vinna með í þessari
bók.“ n
Minningar sem bera ávöxt
Þetta eru svo miklar og
stórar tilfinningar og
það er allt svo ofboðs-
lega viðkvæmt á þess-
um tíma og mér finnst
svo mikil fegurð í því.
Sunna Dís Másdóttir
Pétur Ben
tónlistarmaður
segir lesendum
Fréttablaðsins
frá listinni sem
breytti lífi hans,
laginu Ebony and
Ivory með Paul
McCartney og
Stevie Wonder.
„Þegar maður er sjö ára þá veit
maður ekkert hver maður er eða
hvað maður vill gera. Ég eignaðist
vasadiskó sem ég held mögulega
að ég hafi fengið þegar ég þurfti að
vera á spítala nokkrum árum áður.
Það var ekki endilega mikið af tón-
list keypt á heimilinu en mamma
hlustaði á ABBA og Billy Joel.“
Pétur segir fjölskyldunni svo
hafa borist hvalreki þegar þau
fengu að eiga kassettur vinar for-
eldra hans.
„Ég fór í gegnum kassetturnar,
fann þessa kassettu og varð svona
ástfanginn af þessu lagi, Ebony
and Ivory. Ég held að það hafi haft
bara alveg djúpstæð áhrif á mig.
Ég hafði ekki hugmynd um hvað
hvorki ebony né ivory þýddi. Það
hefur örugglega einhver útskýrt
fyrir mér hvað þetta þýddi, annars
vegar nóturnar á píanóinu og hins
vegar væri þetta líka vísun í ein-
hvers konar kynþáttaerjur. Tilraun
til að slökkva einhverja elda og
græða sár. Mér finnst þetta bara
mjög fallegt lag enn þann dag í
dag. Það er eflaust hægt að segja
að þetta sé einhvers konar naíf
hugsun en mér finnst það ekki,
mér finnst það bara fallegt.
Ég er með einhverja minningu af
því að ganga um hverfið um kvöld
og hlusta á þetta lag í heyrnar-
tólum og uppgötva þá í leiðinni
þennan hljóðræna heim. Að vera í
einhverri svona hljóðs-væru. Þetta
var mikil opinberun á margan
hátt.“ n
n Listin sem
breytti lífi mínu
24 Menning 3. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 3. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR