Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Page 6
fótspor Meistarans, þegar þeir verja
miklu af tíma sínum og kröftum til
að lina hinar líkamlegu þjáningar
mannanna. Til þess að framkvæma
þetta ætlunarverk, reka þeir 62
heilsuhæli og sjúkrahús, sem til eru
í mörgum ólíkum löndum, og í við-
bót við þessar stofnanir höfum vér
64 lækningastofur og ininni stofnan-
ir, sem standa í sambandi við kristni-
boðsstöðvar vorar. Hér um bil þús-
und útlærðir læknar og sex þúsund
hjúkrunarkonur og aðstoðarmenn
starfa við áðurnefndar stofnanir. Tala
þeirra sjúklinga, sem þar fengu lækn-
ishjálp og hjúkrun árið 1938 var
nær því 700,000.
Læknar þeir, sem eru Aðvenistar,
fá hina beztu menntun, sem lækna-
vísindin geta í té látið. Miklum hluta
kristniboðanna, sem sendir eru út,
eru einnig kenndar nokkrar hinar
mikilvægustu aðferðir við að stunda
sjúklinga og líkna þjáðum, áður en
þeir fara út á kristniboðsakurinn.
Fyrir nokkru síðan var frá nokkrum
amerískum útvarpsstöðvum útvarpað
ræðu um lækningastarf vort, sem vér
ætlum að tilfæra hér ofurlítið af.
Ræðuna hélt einn af leiðtogum
Baptista:
„Sjöunda dags Aðventistar hafa
framkvæmt mikið lækningastarf alls
staðar úti um heiminn .... Þeir
hafa farið út, ekki sem ofstækismenn
í trú og kenningum, heldur sem
sannir kristniboðslæknar, sem hafa
fært sér í nyt hinar beztu uppfinn-
ingar læknisvísindanna og handlækn-
ingafræðinnar, og sameinað þetta
hinu auðmjúka lunderni Jesvi frá
Nazaret. Þeir feta óþreytandi i fót-
spor hans, sem gekk um kring og
gerði gott. Undir öllum kringumstæð-
um leitast þeir við að sameina heil-
brigði líkamans og velferð sálarinn-
ar. Guð blessi þá.“
Fyrir hér um bil þremur árum
síðan var ég á ey nokkurri sunnantil
í Kyrrahafinu, þar sem búa um 7000
manns. Tveimur árum áður var
ástandið meðal þessa fólks svo ótta-
legt, að yfirvöldin álitu að það ætti
enga viðreisnarvon. Þetta fólk var
veikt, óþrifalegt, og sokkið niður í
hræðilegustu lesti.
Með samþykki stj órnarinnar lögðu sj ö
innfæddir kristnir kennarar af stað frá
Salómonseyjunum vit til þessarar eyj-
ar til að búa meðal fólksins þar.
Þessir innfæddu menn voru gerbreytt-
ir orðnir fyrir áhrif fagnaðarerindis-
ins, og nú fóru þeir að boða þess-
um eyjaskeggjum með kenningu og
dæmi sínu betri lifnað. og fengu þá
til að líta þrifalega vit, og læra góða
siði. Arangurinn varð sá, að eftir tvö
ár var þetta fólk orðið laust við alla
ósiði sína og lesti, og líkamlegir sjúk-
dómar þeirra hurfu.
Þeir kynntust líka fagnaðarboð-
skapnum. Þeim var birtur vegurinn
til Krists, og þeir tóku á móti hon-
um sem persónulegum Frelsara frá
synd. Og nú fara þessir menn, sem
svo dásamleg breyting hefir orðið á.
til annarra eyja sem kristniboðar.
Svona mikill er máttur fagnaðar-
erindisins, þegar hann birtist í ein-
faldleik og trú. Og þetta er árang-
urinn af að flytja boðskap hjálpræð-
isins í öllum löndum. Framh. á bls. 6.
4