Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Blaðsíða 18
Vér þurfum fleiri
A ferðalagi gegnum eyðimörkina
fyrir nokkru síðan sannfærðumst vér
betur en nokkru sinni áður um, að
hræðileg neyð ríkir ó þessum stöð-
um, og að brýn þörf er þar alls
staðar á læknishjálp.
Vér fórum gegnum hvert þorpið
eftir annað, þar sem alls enga lækn-
ishjálp var að fá. Vér sáum börn,
sem voru hlaðin kaunum frá hvirfli
til ilja, hvítvoðunga, setn dóu af
vöntun einföldustu uinönnunar, og
hitasótt í öllum myndum. Abttum vér
þó að furða oss á, að fyrsta spurn-
ingin, sem lögð var fyrir oss, var
þessi: „Getið þið ekki gefið oss sjúkra-
hús?“ „Getið þið ekki sent oss
lækni?“ O, hvað það er hart fyrir
kristniboða, að verða að daufheyrast
við slíkum beiðnum. Alls staðar þar
sent vér stóðum eitthvað við. opn-
Gata í holdsveikishverfinu.
sjúkrahús.
uðum vér meðalakassann, og hópur-
urinn kring' um oss stækkaði óðum,
þegar fólkið frétti, að vér komum
með meðul til að bæta úr þjáning-
um þess.
A einum stað gistum vér í litlum
moldarkofa, og í dögun var kominn
fjöldi fólks í kring um kofann, og'
beið þess að vér kæmum út. Þegar
slíkt kemur fyrir, gleyma menn að
veita sér slíkan „munað“ sem morg-
unverð. Þarna úti fyrir kofanum,
undir tré nokkru, sem veitti litla
vörn gegn sólarhitanum, unnum vér
allt til miðdegis að því að þvo daun-
ill kýli, draga út tennur, binda um
sór, veita hjálp fjöldamörgum, sem
veikir voru af „malaria“. og svara
16