Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Blaðsíða 22
Frá Vestur-Afríku. Galdralæknir með hjáguði sina.
frá barnæsku, hafa gengið Guði á
hönd, og eru nú ágætir kristnir inenn.
Sumir þeirra eru orðnir sem stólpar
í musteri Guðs, og leggja nú jafn-
mikið kapp á að hjálpa öðrum, eins
og áður að eyðileggja þá undir for-
ustu Satans og til að afla sér fjár.
Slíkir menn hafa nú mikil áhrif. Aft-
urhvarf þeirra er umtalsefni fólks í
skógarhéruðunum á margra mílna
svæði umhverfis þá, og af þessu
leiðir, að beiðnir koma til vor frá
þorpum og héruðum um að senda
æfða kennara þangað, sem einnig
geta hjálpað fólkinu til að skilja,
hvernig vald hjátrúarinnar verður
brotið á bak aftur, og óttanum út-
rj7mt. Mörgum slíkum hjálparbeiðnum
höfum vér til þessa ekki getað svar-
að, af því oss hefir vantað hin nauð-
synlegu hjálparmeðul.
Munið það, að oftast eru það hinir
innfœddu, sem biðja oss um að koma
og kenna sér. Það eru þeir sem eru
frumkvöðlar að því. Og vér, sem
höfum ljósið, dirfumst ekki að synja
um það þeim, sem ennþá sitja í
myrkri, en langar til að fá hlutdeild
í ljósi því, sem vér getum fært þeim.
Látum oss hjálpa þeim.
A. C. Vine, Nígería.
4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4*
Sjáið, sjáið ástar undur,
alheims Drottinn fyrir oss
sætir Iasti. lemstri’ og kvölum,
loks er negldur sýkn á kr'oss.
Fyrir oss hans dýra dreyra
dropinn síðsti út þar rann.
Flýt þjer, maður, hugar hrærður,
höndla dýpsta kærleikann.
Hver leit ástar undur meiri
eða’ í neinu þessu lík?
Hve nær birtist mannheim mæddum
miskunn fyr á jörðu slík?
Þessi náð er þín, ef viltu:
þigðu, njóttu, býður hann
beygðum, hryggum, særðum, sjúkum.
Sjáið dýpsta kærleikann!
4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4» 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4*
20