Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Page 23

Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Page 23
„Eg vil byrja á skólanum.u Svo mælti skýr og brosandi tíu ára gamall drengur meðan við geng- um og spjölluðum saman á einni aí’ hinum mjóu götum gegnum kjarrskóg Afríku. Við áttum að heimsækja einn skólann, þar sem lánsamari vinir hans fengu menntun sína. Síðar spurði ég fjárhaldsmann hans, og föður, glaðlyndan höfðingja, átt- ræðan að aldri, hvort hann vildi ekki uppfylla ósk drengsins og leyfa hon- um að fara á skólann. „Hann er göngustafurinn minn,“ sagði gamli maðurinn, „og ég get ekki yerið án hans.“ Því næst fór hann að útmála fyrir mér, hversu trúr og hlýðinn litli drengurinn væri. Því þó að hann hefði marga hjálparmenn, væri þessi litli drengur sá eini. sem hann í raun og veru gæti reitt sig á, og honum fannst, að hann nú í ellinni gæti ómögu- lega misst hann. Það var minni samúð í svari ann- ars föður, þegar sonur hans spurði hann, hvort hann mætti fara í skól- ann. „Nei,“ svaraði faðirinn, „en ég skal kaupa handa þér öxi, svo þú getir unnið á jörðinni minni.“ Það eru þúsundir skynsamra drengja allt í kring um oss, sem langar mjög til að fá kristilega uppfræðslu. Höfð- ingjar og aðrir mikilsháttar menn eru fyrstir til að byggja skólahús, en vér getum ekki útvegað þeim kennara. J. Clifford, Gidlströnd. „Friður sé með yður!“ Hinn afríkanski kennari notar eyðimerkursandinn fyrir skólatöflu.

x

Í fótspor Meistarans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Í fótspor Meistarans
https://timarit.is/publication/1727

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.