Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Page 8
6
vegar hefur Manneldisráð frá upphafi lagt áherslu á að gerð
yrði nákvæm rannsókn með vigtunum á öllum mat sem fer í heim-
ilishaldið, eins og gert var í rannsóknum Manneldisráðs (JÚl.
Sig.) 1939 -40 eða hliðstæðra rannsókn þegar nægilegt fé yrði
veitt til þess. Á árinu 1978 var því hafinn undirbúningur að
slíkri rannsókn og er þeirri rannsókn nú að ljúka undir stjórn
núverandi Manneldisráðs.
Sú aðferð sem hér er notuð sýnir aðeins gróft meðaltal. Hægt
verður að tengja svörin við aðrar upplýsingar um þroska og
heilsufar barnanna.
Hafa verður í huga, að hér er um að ræða athugun á fæði barn-
anna sem ekki verður heimfært upp á annað heimilisfólk nema að
takmörkuðu leyti. Heimilisinnkaupa- eða vigtunaraðferðir gefa
einn fastan viðmiðunarpunkt, þ.e. heimilisnotkunina, en síðan
verður að áætla hlut hvers fjölskyldumeðlims. ÞÓtt ríkulega
og skynsamlega sé keypt inn geta einstakir fjölskyldumeðlimir
fengið hörgulsjúkdóma af sérviskulegu mataræði, melt-
ingar- eða efnasjúkdómum eða óreglu o.s.frv.
Arangur þessarar neyslukönnunnar í skólum hefur byggst á áhuga
og velvilja skólastjóra og kennara, sem ber að þakka.
Niðurstöður sem hér fara á eftir eru byggðar á svörum 347 barna
á aldrinum 10, 12 og 14 ára úr 7 skólum í Reykjavík. Hvert
barn var látið svara spurningum um neyslu sína í 5 daga í 4
skólum haustið 1977 og 3 vorið 1978. Alls voru 422 nemendur
þátttakendur í könnuninni, en 75 féllu út úr aðalniðurstöðum
vegna aldursflokkaskiptingar.