Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Blaðsíða 10

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Blaðsíða 10
II. KAFLI Helstu rannsóknarniðurstögur miðað við skammtafjölda á dag Á töflu I sést yfirlit yfir daglegan skammtafjölda í þeim skólum þar sem rannsóknir hafa farið fram árin 1977 - 78 og einnig samanburður við sambærilegar rannsóknir árin 1938 og 1939. Haust- og vorfæðið er aðskilið í flestum tilfellum. Fyrri hluta vetrar voru sítrusávextir, svo sem mandarínur og klementínur mjög á markaðnum. Aftur á móti voru aðeins appelsí ur á boðstólum í apríl. Lítið var um egg á markaðnum í desember, en aftur á móti aukið framboð í apríl og sjást þess merki á niðurstöðum rannsóknar- innar. 1 Mela- og Hagaskólanum, sem eru með sömu aldursflokka- skiptingu og skólarnir í austurbænum, kemur í ljós að vorneysla eggja er um það þrisvar sinnum meiri heldur en desemberneyslan. Þótt lítið sé um sláturneyslu nú á dögum miðað við það sem áður var, er þó greinilegur mismunur á sláturneyslunni í desember og í apríl, þ.e.a.s. hún er þrisvar sinnum meiri í desember heldur en í apríl.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.