Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Síða 11

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Síða 11
9 III. KAFLI Einstök matvæli Fiskmeti 0,3 -0,4 skammtar á dag (1938: 0,9 skammtar á dag) Það mun ugglaust ekki ofmælt þótt sagt sé að fiskur hafi frá örófi alda verið aðalfæða strandbyggja hvar sem er í heiminum. Lengi mun fiskneysla hafa verið þýðingarmestur þáttur í mann- eldi á Norðurlöndum. Þó fer fiskneysla hraðminnkandi hér á seinni árum eins og þessar rannsóknir gefa til kynna. Eins og niðurstöður þessara rannsókna 1977 - 78 bera með sér, er fiskneysla ekki mikil, en þó heldur meiri að vorinu, þ.e.a.s 0,4 skammtar á dag, en aðeins 0,3 skammtar á dag að haustinu. Fyrir 30 - 40 árum var fiskneysla þrisvar sinnum meiri eða 0,9 skammtar á dag. Ekki er hægt að segja mikið um einstakar fisktegundir, þó virð- ist augljóst að ýsan er aðalfiskur á íslandi en minna er um þorsk. Lítið ber á feitum fiski svo sem lúðu eða kola. Er feitfiskneyslan aðeins u.þ.b. 1/10 - 1/30 af heildarfiskneysl- unni . Um síld Athyglisvert er að síld er mjög sjaldan á borðum og eiginlega aðeins sem álegg á brauð í smáum stíl. Samkvæmt rannsókninni frá 1938 var síld notuð sérstaklega einn dag í viku aðeins á einum stað, þ.e.a.s. í heimavistarskólanum á Reykjanesi. Að mati lækna og manneldisfræðinga er síldin talin vera einn besti steinefna- og vítamíngjafi sem völ er á. Raunverulega hafa íslendingar aldrei lært að nota síld til manneldis, en hafa viðurkennt hana sem besta fóður fyrir kvikfénað ekki síst mjólk urkýr.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.