Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Page 13

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Page 13
11 Smjör og smjörlíki Veturinn 1977 - 78 urðu miklar sveiflur á smjörneyslu. Niður- greiðslum var hætt um tíma eftir áramótin. Hlutfallið milli smjörs og smjörlíkisviðbits breyttist með hækkandi verði úr * 12:1 í 3:1. Þessi hlutföll eru fundin með því að telja saman og bera saman framtalinn skammtafjölda á hvoru fyrir sig. Eins og áður er sagt, er viðbit og álegg á brauð, það sem börn- um hættir helst við að gleyma og verður því að reikná heildar- magn viðbits eftir fjölda brauðsneiða, en um það atriði var sérstaklega spurt í vorkönnuninni. Brauðneysla hefur minnkað um helming og þar með einnig viðbit- ið. A og D vítamínneysla hefur því minnkað. Lýsisbræðingur var notaður mikið sem viðbit áður fyrr, einkum á Vestfjörðum. Lýsisbræðingur er blanda úr lýsi og tólg, sem inniheldur stóra A og D vítamínskammta. Vítamínbætt smjörlíki er vítamínauðugra en smjör. Kornvörur a) Brauð og kökur 1,45 skammtaf á dag (1938: 2,78 skammtar á dag) Brauðneysla hefur minnkað, en sætabrauðsneysla aukist að sama skapi. Brauðneyslan er um 100 g á dag, en það er 3 brauðsneið- ar (miðað er við að hver brauðsneið sé 30 - 35 g). Samkvæmt könnuninni sem gerð var 1938-40 var brauðsneið mun meiri eða um 200 g á dag. Segja má að heilkornsbrauð og fínmalað hveiti- brauð skiptist til helminga. Þá er vert að geta þess, að hveiti í brauðgerðarhúsum er ekki vítamínbætt á sama hátt og hveiti það sem keypt er í smáumbúðum til heimilanna. b) Grautar og "morgunkorn" 0,79 skammtar á dag (1938: 1,58 skammtar á dag) Hafragrautur sem áður fyrr var hafður kvölds og morgna er nú óðum að hverfa, en "morgunkorn" (Cornflakes) og "pakkasúpur" koma í staðinn. Þetta er slæm þróun. Hrísgrjóna-, sagógrjóna- og aðrir grautar eru einnig að hverfa. Neysla kornvöru hefur

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.