Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Page 18

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Page 18
16 meira en hér hefur verið talið, allt upp í 24%,^ en þar var fiskur á borðum tvisvar á dag og jafnvel alla daga vikunnar. Fituleysanleg vítamín: A-vxtamín 900 mcg (RS: 900 - 1000 mcg) D-vítamín 3,4 - 4,0 mcg (RS: 10 mcg) E-vxtamín 12 mcg Það má segja að A-vítamínið sé útbreiddast þessara þriggja, þar sem það fæst úr jurta- og dýraríkinu, en ríkulegast þó úr ýmsum lýsistegundum, fiska- og jurtaolíum. D-vítamín hefur þá sér- stöðu, að það fæst nær eingöngu úr olíum úr dýraríkinu, en hins vegar getur það myndast í húðinni fyrir áhrif sólarljóss og af þeim ástæðum er erfitt að gera sér grein fyrir hve mikið þarf úr fæðunni. Það er talið að ekki þurfi stóran blett á berum líkamanum til þess að mynda nægilegt vítamín til daglegra þarfa ef sólskin er. Sumir segja andlitið eitt ætti að nægja. En í okkar sólarlitla landi viljum við ekki treysta á slíkt og þess vegna eru fiskaolíurnar og þá sérstaklega lýsistegundirnar mjög mikilvægur fæðuþáttur. E-vítamínið sækjum við aðallega í jurta- kímolíur og veltur þá á miklu að grófar korntegundir séu á borð- um, en ekki fínmalaðar, því að þar er kím og hrat skilið frá og ekki notað. A-vítamínmagn í fæðu virðist vera nokkurn veginn viðunandi, en þó í lægra lagi. Aftur á móti er D-vítamínið ekki eins auðfengið, sérstaklega vegna þess hve lítið er af D- vítamínum í mjólk. Þó má búast við að hin hagkvæma samsetning mjólkurinnar hvað snertir kalk og fósfórsölt svo og mjólkursyk- urinn geri hið litla D-vítamín í mjólkinni notadrýgra en ætla mætti. Eigi þannig að byggja eingöngu á þvx sem fæst úr almennri fæðu þá virðist mikið á skorta að nægilegt fáist af D- og E-víta- míni. Hins vegar er börnum víða gefið lýsi, sanasól eða marg- víslegar vítamíntöflur. Njóta ýmsir slíkra aukaskammta af víta- mínum heima. Þess ber að gæta að hætt hefur verið við að gefa lýsi í skólum hér á landi eða vítamínpillur og ætlast til þess að heimilin sjái um það. Þar eð mörg heimili sinna ekki þessu hlutverki er nauðsynlegt að börnin fái þessi vítamín í skólum. Nokkur breyting hefur orðið á vítamínneyslu frá rannsókninni 1938 -40 til þessa dags. Áður fyrr fengu börnin meira A- og D- vítamín í fæðunni.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.