Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Page 24

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Page 24
22 markaði, því að offita er algengur kvilli meðal fólks. Um- ræður og aðgerðir í manneldismálum mega þó ekki draga athygl- ina frá höfuðvandamálinu sem er að æska þessa lands elst upp á járn- og vítamínrýru fæði og temur sér gallaðar neysluvenjur. Manneldisstefna íslendinga hefur verið nokkuð umdeild. ÞÓ ber að hafa £ huga að sú kynslóð sem ólst upp á fyrri hluta þessarar aldar hér á landi virðist hafa nokkra sérstöðu. NÚ liggja fyrir óyggjandi tölur um að karlar á aldrinum 30 ára til 61 árs í Reykjavík eru allt að 2 cm hærri en félagar þeirra á öðrum Norðurlöndum og í BandaríkjunumEnnfremur er meðal- ævi hérlendis nú lengri en almennt gerist í vestrænum löndum.^) Framangreindar staðreyndir ber að hafa í huga áður en teknar eru upp erlendar venjur í manneldismálum. Síðast en ekki síst ber að gjalda varhug við þeim neysluvenjum sem æskan temur sér í dag. Nauðsynlegt er að halda áfram næringarefnarannsóknum eins og þeim sem birtar eru í viðauka þessarar skýrslu. Loks skal lögð áhersla á að með aukinni fræðslu í grunnskólum um heilnæmar neysluvenjur má vænta betri samvinnu við nemendur um breytingar til batnaðar.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.