Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1987, Blaðsíða 38
Mismunandi umferðarslys
Ef við lítum nánar á umferðarslysin ( tafla nr. 3 ) sjáum vió að mikill
meirihluti þeirra hefur gerst úti á þjóövegum eða 78,2 % tilfellanna.
Lang flestir hafa lent í bilveltum eóa 20 marms af þeim 32, sem lentu i
umferóarslysum. Margir sjúklinganna álitu að lausamöl heföi valdið þvi
að þeir misstu stjórn á bilnum. Af þessum 20 manns köstuóust 8 út úr
bilnum iveltunni.
Aðeins i einu tilfelli af umferðarslysunum er vitaó aó bilbelti hafói verió
notað. Sá sjúklingur hlaut reyndar algera lömun frá hálshluta mssnu.
Hann áleit sjálfur aó hann hefði ekki stillt beltið rétt, en ekki var um
rúllubelti að ræða. 1 5 tilfellum var ekió á fótgangandi vegfarendur.
Einkenni frá maaiu við komu á sjúkrahús
Sjá töflu nr. 4.
Viö komu á sjúkrahús höfóu um 43 % algera lömun, 17 quadriplegiu þ.e. skaöa
frá hálshluta mænu, 10 paraplegiu skaða frá brjóst- eða lendarhiuta msenu.
Hjá þeim sjúklingum sem ekki hlutu algera lömun voru skaöar i hálshluta
mænu einnig yfirgnæfandi eða hjá 20 sjúklingum, en 16 höfóu skaða i brjóst-
eóa lendarhluta mænu. Af þessum 36 sjúklingum höfóu 28 verulega eóa
mikla lömun og voru háðir hjálpartækjum, t.d. spelkum og hækjum og 15
voru alveg hjólastólsbundnir.
Við skulum nú lita aóeins nánar á afleióingar umferöarslysanna.
16 manns eóa helmingur sjúklinganna hlutu algera lömun fyrir neöan skaðaða
svæðið i mænunni, 10 þeirra lentu i bilveltum. Af þeim 8, sem köstuóust
út úr bilnum i veltunum hlutu 4 algera lömunog 4 hlutu verulega eóa mikla
lömun. 13 manns hlutu veruleg eða mikil einkenni i umferóarslysunum,
þannig aó einungis 3 hafa sloppið meó minniháttar einkenni.
Af þessu sjáum við að afleiðingar umferóarslysanna hafa veriö mjög alvar-
legar.
Aldursdreifing
Tafla nr. 5.
Aldursdreifing sjúklinganna var mikil. Sá yngsti var 5 ára, sá elst.i 69
ára. 41 sjúklingur var yngri en 35 ára ( 65 % ). Lang flestir voru á
aldrinum 15 - 25 ára eða 28 sjúklingar. Þannig að í flestum tilfellum
36