Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1987, Blaðsíða 48
Umferðarslys.
Sé hugað nánar að þeim 84 börnum, sem lögð voru inn á Gjörgæsludeild
vegna höfuðáverka eftir umferðarslys, kemur eftirfarandi í ljós:
0-4 ára voru 11 börn (8 drengir og 3 stúlkur), 5-9 ára 38 börn
(25/13). 10-14 ára 35 börn (27/8). Flest voru þau börn sem urðu fyrir
bifreið eða 38 og næst komu 15 börn sem voru á reiðhjóli og urðu fyrir
bifreið. Ellefu börn meiddust auk þess á reiðhjóli án þess að verða
fyrir bifreið. Tíu börn voru farþegar í bifreiðum og 3 urðu fyrir bif-
hjóli. Eitt barn var á bifhjóli og varð fyrir bifreið. Önnur slys uðru
í sambandi við vinnuvélar.
Samanlagt voru 43 af þessum börnum fótgangandi. 0-4 ára voru 8,
5-9 ára voru 22 og 10-14 ára 13 börn.
Af 5 börnum, þar sem afleiðingar slyssins urðu alvarlegar, voru
4 slys í sambandi við bifreiðar og 1 í sambandi við hjól eingöngu. Af
9 börnum, sem dóu, höfðu 6 verið fótgangandi og orðið fyrir bifreið, 2
verið á reiðhjóli og orðið fyrir bifreið og 1 verið fótgangandi og orðið
fyrir bifhjóli.
L0KA0RÐ:
Helstu niðurstöður þessarar könnunar yrðu þá þær að mjög stór hluti
þeirra sem lagðir voru inn vegna höfuðáverka voru börn og að þetta hlut-
fall er mun hærra en erlendis. Hámark það sem höfuðáverkar ná hér á aldr-
inum 5-9 ára er einnig fyrr en gerist erlendis. Hlutfall barna í umferðar-
slysum er einnig mjög hátt (40%). Orsakir slysa og slysstaður breytist
með aldrinum. Umferðarslys eru algengasta orsök mjög alvarlegra höfuðáverka
og í þessari könnun eina orsökin fyrir mjög alvarlegum afleiðingum og dauða.
Hins vegar er fall eða hras langalgengasta orsök höfuðáverka. Tuttugu prósent
barna voru lögð inn á Gjörgæsludeild. Drengir eru alltaf fleiri en stúlkur
og bilið eykst þegar um mjög alvarlega áverka og afleiðingar er að ræða.
46