Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1987, Blaðsíða 46

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1987, Blaðsíða 46
INNGANGUR: Á árunum 1973-1980 voru 1435 sjúklingar vistaðir á Borgarspítalan- um vegna höfuðáverka, þar af um helmingur börn. Þar r.om 83% þeirrn knmu af Suðvesturhorni landsins má samt ætla að fjöldi sjúklinga á öllu land- inu hafi verið talsvert meiri. Höfuðáverkar hjá börnum voru kannaðir sérstaklega. Verður fyrst greint frá almennum niðurstöðum en síðan fjallað sérstaklega um þau börn, sem lögð voru inn á Gjörgæsludeild spítalans. ALMENNAR NIÐURSTÖÐUR: Hér er um að ræða 673 börn, 14 ára og yngri (47%), 432 drengir og 241 stúlka. Um það bil helmingur barnanna voru því drengir. Er þetta svipað hlutfall og hjá fullorðnum. Slysstaður. Við rannsékn á slysstað voru talin 589 börn á árunum 1974-1980 þar sem ekki voru tiltækar tölur yfir árið 1973. Hér kom í ljós að langflest slysin urðu úti við eða 337 og af þeim voru 164 (49%) umferðarslys. Næstflest urðu slysin heima við, eða 147 og þarnæst í skóla, eða 57. Færri slys urðu annars staðar, svo sem í vinnu, á eða við skemmtistað, í verksmiðju eða annars staðar. Mikil breyting verður á slysstað barna eftir því sem þau eldast. Á aldrinum 0-4 ára slösuðust flest börnin í heimahúsi (56%). Öti við slös- uðust 35% og samtals í báðum þessum tilvikum 91% barnanna. Á aldrinum 5-9 ára kemur skólinn til sögunnar og sjálfstæðara líf úti við. Þá slösuðust nokkur í skóla (6%), allmörg í heimahúsi (20%), en langflest úti við (67%). Á aldrinum 10-14 ára slösuðust mun fleiri í skóla en áður (22%), mun færri í heimahúsi (8%) en flest úti við (62%) eins og áður. Af þessum 589 börn- um slösuðust alls 57 í skóla, 147 í heimahúsi og 337 úti við. Mun færri tölur eru í öðrum slysaflokkum og ekki hægt að sýna fram á slíkar breyting- ar þar. Orsök. Fall eða hras var langalgengasta orsök höfuðáverka, 422 börn (63%). Næst komu umferðarslys, 164 börn (24%). Samanlagt voru þessi tvö atriði orsök 87% allra innlagna. Allar aðrar orsakir voru mun fátíðari en helstu flokkar þeirra voru: Högg 21 barn, árás 11 börn, íþróttir 13 börn og aðrar orsakir 42. Töluverður munur er á orsök innlagna eftir aldri. Þannig er fall eða hras hlutfallslega algengasta orsökin hjá drengjum allt til 14 ára aldurs, til dæmis 84% á aldrinum 0-4 ára en umferðarslys aðeins 12,6%. Þetta hlut- fall breytist síðan ört. Minna verður um fall og hras en hlutfall umferðar- slysa eykst og nær hámarki við 15-19 ára aldur (52%). Fall eða hras er þá í lágmarki (23%). Stúlkur eru heldur seinna á ferðinni. Þar nær hlutfall umferðarslysa hámarki á aldrinum 20-24 ára (67%) og fall eða hras lágmarki (24%). Hlutfallið breytist svo enn einu sinni eftir þennan aldur hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.