Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1987, Side 46

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1987, Side 46
INNGANGUR: Á árunum 1973-1980 voru 1435 sjúklingar vistaðir á Borgarspítalan- um vegna höfuðáverka, þar af um helmingur börn. Þar r.om 83% þeirrn knmu af Suðvesturhorni landsins má samt ætla að fjöldi sjúklinga á öllu land- inu hafi verið talsvert meiri. Höfuðáverkar hjá börnum voru kannaðir sérstaklega. Verður fyrst greint frá almennum niðurstöðum en síðan fjallað sérstaklega um þau börn, sem lögð voru inn á Gjörgæsludeild spítalans. ALMENNAR NIÐURSTÖÐUR: Hér er um að ræða 673 börn, 14 ára og yngri (47%), 432 drengir og 241 stúlka. Um það bil helmingur barnanna voru því drengir. Er þetta svipað hlutfall og hjá fullorðnum. Slysstaður. Við rannsékn á slysstað voru talin 589 börn á árunum 1974-1980 þar sem ekki voru tiltækar tölur yfir árið 1973. Hér kom í ljós að langflest slysin urðu úti við eða 337 og af þeim voru 164 (49%) umferðarslys. Næstflest urðu slysin heima við, eða 147 og þarnæst í skóla, eða 57. Færri slys urðu annars staðar, svo sem í vinnu, á eða við skemmtistað, í verksmiðju eða annars staðar. Mikil breyting verður á slysstað barna eftir því sem þau eldast. Á aldrinum 0-4 ára slösuðust flest börnin í heimahúsi (56%). Öti við slös- uðust 35% og samtals í báðum þessum tilvikum 91% barnanna. Á aldrinum 5-9 ára kemur skólinn til sögunnar og sjálfstæðara líf úti við. Þá slösuðust nokkur í skóla (6%), allmörg í heimahúsi (20%), en langflest úti við (67%). Á aldrinum 10-14 ára slösuðust mun fleiri í skóla en áður (22%), mun færri í heimahúsi (8%) en flest úti við (62%) eins og áður. Af þessum 589 börn- um slösuðust alls 57 í skóla, 147 í heimahúsi og 337 úti við. Mun færri tölur eru í öðrum slysaflokkum og ekki hægt að sýna fram á slíkar breyting- ar þar. Orsök. Fall eða hras var langalgengasta orsök höfuðáverka, 422 börn (63%). Næst komu umferðarslys, 164 börn (24%). Samanlagt voru þessi tvö atriði orsök 87% allra innlagna. Allar aðrar orsakir voru mun fátíðari en helstu flokkar þeirra voru: Högg 21 barn, árás 11 börn, íþróttir 13 börn og aðrar orsakir 42. Töluverður munur er á orsök innlagna eftir aldri. Þannig er fall eða hras hlutfallslega algengasta orsökin hjá drengjum allt til 14 ára aldurs, til dæmis 84% á aldrinum 0-4 ára en umferðarslys aðeins 12,6%. Þetta hlut- fall breytist síðan ört. Minna verður um fall og hras en hlutfall umferðar- slysa eykst og nær hámarki við 15-19 ára aldur (52%). Fall eða hras er þá í lágmarki (23%). Stúlkur eru heldur seinna á ferðinni. Þar nær hlutfall umferðarslysa hámarki á aldrinum 20-24 ára (67%) og fall eða hras lágmarki (24%). Hlutfallið breytist svo enn einu sinni eftir þennan aldur hjá

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.