Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1987, Blaðsíða 47
báðum kynjum. Séu tölurnar teknar beint er fall eða hras algengara
en umferðarslys hjá börnum á öllum aldursskeiðum. Á aldrinum 0-4 ára
duttu 137 börn, á aldrinum 5-9 ára 186 börn og á aldrinum 10-14 ára 99
börn. Samsvarandi tölur í umferðarslysum voru 18,75 og 71. Fyrst a
aldrinum 15-19 ára verða umferðarslys fleiri en fall, þ.e. 75 á móti 39.
Umferðarslysum og falli fer fækkandi eftir þetta þar til um þrítugt að
jafnvægi kemst á. Eftir það er fall algengara en hras í öllum aldurs-
flokkum.
Það er mjög athyglisvert hve fall eða hras er algengt hjá allra
yngstu börnunum/og er það langalgengasta ástæðan fyrir höfuðáverkum,og
einnig að umferðarslysum fer fjölgandi strax um 5-9 ára aldur og fer ekki
fækkandi aftur fyrr en eftir 19 ára aldur. Þetta virðist því vera hættu-
legasta skeiðið hvað umferðarslysin varðar. Hlutfall barna í umferðarslys-
um er hér 40% og unglinga 60%. Sjötíu prósent umferðarslysa verða innan
við 25 ára aldur.
Af 414 sjúklingum, sem lentu í umferðarslysum, voru 164 börn (40%).
Af 747 sjúklingum, sem slösuðust við fall eða hras, voru 422 börn (57%).
Drengir eru alltaf fleiri en stúlkur hvað snertir slysstað.
Á aldrinum 5-9 ára voru til dæmis nær allir sem slösuðust í skóla drengir.
Þeir voru 14 en aðeins 1 stúlka. Sama gildir um orsakir. Drengir voru
fieiri en stúlkur hvað snertir allar orsakir aðrar en hestamennsku.
Innlögnum fór fjölgandi á þeim 8 árum sem þessi könnun var gerð og
náði hámarki árið 1975 og 1980. Við nánari athugun kom í ljós að innlagnir
eftir umferðarslys stóðu í stað þessi ár en innlagnir eftir fall eða hras
jukust og hámark það sem um ræðir virðist því hafa verið af þeirri orsök
en ekki vegna umferðarslysa.
Athyglisvert er að hlutfall barna í innlögnum með höfuðáverka eftir
umferðarslys, 47%, er mjög hátt og mun hærra en gerist erlendis, þar sem
það er á bilinu 19-36%, oftast um 25%. Hámark það sem höfuðáverkar ná hér
á aldrinum 5-9 ára er líka fyrr en gerist erlendis, þar sem það er á aldr-
inum 15-24 ára.
G3ÖRGÆSLUDEILD:
Af áðurnefndum 673 börnum voru 134 (20%) lögð inn á Gjörgæsludeild
spítalans vegna alvarlegri áverka.
Hér bregður svo við að umferðarslys eru langalgengasta orsökin og
hlutfall drengja er hér hærra en á almennum legudeildum (71:29). Fjöldi
barna sem duttu var 38 (28% í stað 63%) og fjöldi þeirra sem urðu fyrir um-
fyrir umferðarslysi var 84 (63% í stað 24%). Segja má að hlutföllin hafi
alveg snúist við milli þessara tveggja aðalorsaka höfuðáverka, sem sýnir
hvað umferðarslys eru alvarlegri en önnur slys eins og síðar verður komið að.
Aðrar orsakir voru mun óalgengari. Drengir eru um það bil þrisvar sinnum
fleiri en stúlkur á Gjörgæsludeild. Af þremur börnum, sem slösuðust við
hestamennsku, eru þó tvær stúlkur. Á aldrinum 0-4 ára voru 36 börn, 5-9 ára
57 og 10-14 ára 41 barn.
Afleiðingar.
Mjög alvarlegar afleiðingar slysanna urðu hjá 5 börnum og 9 dóu, sam-
tals 14. 1 öllum þessum tilfellum var um umferðarslys að ræða. Á aldrinum
0-4 ára urðu alvarlegar afleiðingar í tvö skipti og eitt barn dó. Á aldrinum
5-9 ára dóu 4 börn og á aldrinum 10-14 ára hlutu 3 börn alvarleg örkuml og
4 dóu. Af þeim 5 sem fengu alvarleg örkuml voru 4 drengir og ein stúlka og
af þeim sem dóu voru 6 drengir og 3 stúlkur.
45