Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Blaðsíða 16

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Blaðsíða 16
aðferð er hins vegar erfitt að beita þegar úrtakið er stórt og spurningarnar margar. í þessari könnun voru þátttakendur beðnir að tilgreina íjölda rekkjunauta. Látið var bggja milli hluta hvort um hafi verið að ræða óvarðar samfarir eða ekki. Nógu erfitt getur verið að henda reiður á fjölda rekkjunauta hvað þá á áhættuhegðun í kynlífi mörg ár aftur í tímann. Til þess að bæta fyrir þetta að einhverju leyti var hins vegar spurt um notkun smokksins við kynmök s.l. tólf mánuði. Þannig ætti að fást vísbending um hversu oft óvarðar samfarir hafi átt sér stað við kynmök í fóstu sambandi eða við skyndikynni. Einnig verður hægt að tengja fjölda rekkjunauta við ýmsa þætti, svo sem atvinnu, utanlandsferðir, kynmök við einstaklinga sem stunda vændi og búsetu. Fjölda skyndikynna þarf einnig að athuga til þess að meta hversu algeng þau eru meðal hinna ýmsu hópa. Flestir sem hafa smitast af HlV-veirunni hér á landi eru samkynhneigðir karlar. Rannsókn Sigríðar Haraldsdóttur (1988) á samskiptaneti HlV-smitaðra sýnir að þótt HlV-smit sé enn algengast meðal homma brúa tvíkynhneigðir bilið milli samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Á það hefur verið bent að mikilvægara sé að beina athyglinni að kynhegðun frekar en kynhneigð í forvarnarstarfi vegna alnæmis. Ástæðan er að sumir karlar sem sofa hjá öðrum körlum líta ekki á sig sem samkyn- eða tvíkjmhneigða. Betra sé að tala um hvort áhætta sé tekin í kjmlífi með konum eða körlum, burtséð frá kynhneigð, vegna þess hve kynlífsmjmstur fólks getur verið fjölbreytt. Þegar fólk er flokkað eftir kynhneigð er líka hætta á að skipuleggjendur forvarnarstarfs missi sjónar af því sem fólk raunverulega gerir í sínu kynlífi. Fólk eru ólíkir einstaklingar sem haga sér á mismunandi hátt, burtséð frá kynhneigð. Engar tölur eru til um fjölda þeirra sem sýna samkynhneigða hegðun hér á landi. Þátttakendur í könnuninni voru ekki spurðir út í kynhneigð sína heldur var ákveðið að kanna samkynhneigða og tvíkjmhneigða hegðun á þann hátt að spurt var um fjölda rekkjunauta og var þátttakandi beðinn um að gefa upp fjölda þeirra karla og kvenna sem hann hafði samrekkt. Gera má ráð fyrir að þær tölur sem fást út úr rannsókninni séu lágmarkstölur, því þetta er kynhegðun sem fer oft lejmt af ýmsum ástæðum, m.a. vegna fordóma sem ríkja til samkynhneigðar í íslensku samfélagi. í fræðslu um varnir gegn alnæmi kemur oft fram að eitt af ráðunum til að forðast smit sé að vera í “fóstu” sambandi. “Fast” samband er þó engin trygging fyrir því að ekki geti komið til framhjáhalds (Glass og Wright, 1992, bls. 367). í lífsgilda- könnun Félagsvísindastofnunar frá 1990 taka íslendingar harðari afstöðu gegn framhjáhaldi en hinar Norðurlandaþjóðimar og þjóðir Suður- og Vestur-Evrópu (Friðrik H. Jónsson og Stefán Ólafsson, 1991, bls. 79 og 83). í ljósi þessa kemur samanburður íslendinga við sömu þjóðir hvað varðar afstöðu til frelsis í kjmlífi ef til vill á óvart. Um fjórðungur Islendinga er hlynntur því að einstaklingar eigi að eiga þess kost að njóta algjörs frelsis í kjmlífi, án takmarkana. Þjóðir í Suður- Evrópu eru frjálslyndari í sinni afstöðu en hinar þjóðirnar á Norðurlöndum en þær eru ekki frjálslyndari en Islendingar í þessum efnum. í þessari könnun var spurt um framhjáhald, bæði til þess að fá upplýsingar um hugsanlega tíðni þess hér á landi og til þess að athuga hvort niðurstöður sýni merki um þau tvöfoldu viðhorf sem virðast koma fram í viðhorfum Islendinga til framhjáhalds og viðhorfum til frelsis í kynlífi. 14 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.