Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Blaðsíða 23

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Blaðsíða 23
sjúkdóminn, t.d. í samtölum við starfsfólk á heilbrigðisstofnunum, en ekki bara hversu margir haíi fengið í hendurnar prentað fræðsluefni. Mun betri árangur er talinn nást í fræðslustarfi alnæmis ef fjölmiðlafræðslu er fylgt eftir á ólíkum vettvangi í samfélaginu með einstaklingsviðtölum, kennslu ákveðinna hópa og stuðningi meðal sjálfshjálparhópa (Rinehart, 1989, bls. 9, Gold & Skinner, 1992, bls. 1029). I fyrrnefndri þjóðmálakönnun sem fór fram í júlí 1987 var spurt hvaðan fólkhefði fengið upplýsingar um alnæmi en það var ekki gert í Gallup-könnuninni 1988. Við gerð spurningalistans var því tekið mið af spurningum úr þjóðmálakönnuninni svo hægt væri að gera samanburð á svörum. í þjóðmálakönnuninni var spurt hvort viðkomandi heíði “fengið upplýsingar um sjúkdóminn eyðni í útvarpi eða sjónvarpi” í sömu andrá (Félagsvísindastofnun, 1987). Ákveðið var að búa til tvær spurningar úr þessari spurningu til að meta hvor íjölmiðillinn næði betur til fólks. I könnuninni frá 1987 var einnig spurt í tveimur aðskildum spurningum hvort viðkomandi hefði fengið upplýsingar í blöðum eða í fræðslubæklingum. Því verður einungis helst hægt að bera saman niðurstöður þessarar könnunar við fjölda þeirra sem svöruðu í þjóðmálakönnuninni 1987 og sögðust hafa fengið upplýsingar úr blöðum og fræðslubæklingum. í þessari könnun er bætt við spurningum um það hvort viðkomandi hafi fengið upplýsingar frá foreldrum, á vinnustað, á veggspjöldum, í bókum, í tímaritsgreinum og á námskeiðum öðrum en í skóla. Hvað vinnustaði snertir er spurt um starfvettvang og gæti það því hugsanlega gefið vísbendingar um hvar skórinn kreppir helst að í vinnustaðafræðslu. í íslenskum lögum nr. 25/1975 er kveðið á um að heilbrigðistarfssfólk og uppeldisstéttir eigi að veita fræðslu og ráðgjöfum kynlíf. í þessu sambandi er spurt hvort þátttakendur hafi fengið upplýsingar um sjúkdóminn alnæmi í samtölum við starfsfólk á heilbrigðisstofnunum. í þjóðmálakönnuninni var spurt hvaðan fólk hefði fengið þá vitneskju um sjúkdóminn sem það teldi áreiðanlegasta, en flestir nefndu að þeir hefðu fengið áreiðanlegustu upplýsingarnar úr sjónvarpi. I þjóðmálakönnuninni var einnig spurt hvort viðkomandi teldi að fjölmiðlar gerðu of mikið úr “hættunni af eyðni, hæfilega mikið eða of lítið”. Þessum tveimur spurningum var sleppt en þess í stað er spurt um áherslur á mismunandi þætti fræðslunnar og er talið að það gefi upplýsingar um það sem fólk telji að efla megi í fræðslumálum. Gefinn er kostur á að svara hvort áhersla ólíkra efnisþátta í alnæmisfræðslu hafi verið of mikil, hæfileg eða of lítil. Einnig er gefinn kostur á “veit ekki” svari. í þessari könnun er spurt um áherslu á “að alnæmi sé banvænn sjúkdómur” og “jákvæðar hliðar kynlífs”. Akveðið var að spyrja um “jákvæðar hliðar kynlífsins” því umræða um kynlíf má ekki einskorðast við dökkar eða vandamálahliðar, eins og t.d. kynsjúkdóma, ótímabærar þunganir, ófrjósemi, nauðganir og sifjaspell, en sú aðferð hefur verið áberandi í íslensku samfélagi undanfarin ár. Einnig er spurt hvort nógu mikil áhersla hafi verið lögð á stuðning við HlV-smitaða, alnæmissjúka og aðstandendur þeirra svo og HlV-jákvæða einstaklinga í vinnu. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.