Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Qupperneq 23
sjúkdóminn, t.d. í samtölum við starfsfólk á heilbrigðisstofnunum, en ekki bara
hversu margir haíi fengið í hendurnar prentað fræðsluefni. Mun betri árangur er
talinn nást í fræðslustarfi alnæmis ef fjölmiðlafræðslu er fylgt eftir á ólíkum
vettvangi í samfélaginu með einstaklingsviðtölum, kennslu ákveðinna hópa og
stuðningi meðal sjálfshjálparhópa (Rinehart, 1989, bls. 9, Gold & Skinner, 1992,
bls. 1029).
I fyrrnefndri þjóðmálakönnun sem fór fram í júlí 1987 var spurt hvaðan fólkhefði
fengið upplýsingar um alnæmi en það var ekki gert í Gallup-könnuninni 1988. Við
gerð spurningalistans var því tekið mið af spurningum úr þjóðmálakönnuninni svo
hægt væri að gera samanburð á svörum. í þjóðmálakönnuninni var spurt hvort
viðkomandi heíði “fengið upplýsingar um sjúkdóminn eyðni í útvarpi eða sjónvarpi”
í sömu andrá (Félagsvísindastofnun, 1987). Ákveðið var að búa til tvær spurningar
úr þessari spurningu til að meta hvor íjölmiðillinn næði betur til fólks. I könnuninni
frá 1987 var einnig spurt í tveimur aðskildum spurningum hvort viðkomandi hefði
fengið upplýsingar í blöðum eða í fræðslubæklingum. Því verður einungis helst
hægt að bera saman niðurstöður þessarar könnunar við fjölda þeirra sem svöruðu
í þjóðmálakönnuninni 1987 og sögðust hafa fengið upplýsingar úr blöðum og
fræðslubæklingum. í þessari könnun er bætt við spurningum um það hvort
viðkomandi hafi fengið upplýsingar frá foreldrum, á vinnustað, á veggspjöldum, í
bókum, í tímaritsgreinum og á námskeiðum öðrum en í skóla. Hvað vinnustaði
snertir er spurt um starfvettvang og gæti það því hugsanlega gefið vísbendingar um
hvar skórinn kreppir helst að í vinnustaðafræðslu.
í íslenskum lögum nr. 25/1975 er kveðið á um að heilbrigðistarfssfólk og
uppeldisstéttir eigi að veita fræðslu og ráðgjöfum kynlíf. í þessu sambandi er spurt
hvort þátttakendur hafi fengið upplýsingar um sjúkdóminn alnæmi í samtölum við
starfsfólk á heilbrigðisstofnunum.
í þjóðmálakönnuninni var spurt hvaðan fólk hefði fengið þá vitneskju um
sjúkdóminn sem það teldi áreiðanlegasta, en flestir nefndu að þeir hefðu fengið
áreiðanlegustu upplýsingarnar úr sjónvarpi. I þjóðmálakönnuninni var einnig
spurt hvort viðkomandi teldi að fjölmiðlar gerðu of mikið úr “hættunni af eyðni,
hæfilega mikið eða of lítið”. Þessum tveimur spurningum var sleppt en þess í stað
er spurt um áherslur á mismunandi þætti fræðslunnar og er talið að það gefi
upplýsingar um það sem fólk telji að efla megi í fræðslumálum. Gefinn er kostur á
að svara hvort áhersla ólíkra efnisþátta í alnæmisfræðslu hafi verið of mikil,
hæfileg eða of lítil. Einnig er gefinn kostur á “veit ekki” svari.
í þessari könnun er spurt um áherslu á “að alnæmi sé banvænn sjúkdómur” og
“jákvæðar hliðar kynlífs”. Akveðið var að spyrja um “jákvæðar hliðar kynlífsins”
því umræða um kynlíf má ekki einskorðast við dökkar eða vandamálahliðar, eins
og t.d. kynsjúkdóma, ótímabærar þunganir, ófrjósemi, nauðganir og sifjaspell, en
sú aðferð hefur verið áberandi í íslensku samfélagi undanfarin ár. Einnig er spurt
hvort nógu mikil áhersla hafi verið lögð á stuðning við HlV-smitaða, alnæmissjúka
og aðstandendur þeirra svo og HlV-jákvæða einstaklinga í vinnu.
21