Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Blaðsíða 17

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Blaðsíða 17
3.2.3. Aðferðir við kynmök Aðferðir við kynmök eru taldar skipta máli í sambandi við smithættu. Allt sem eykur líkur á að húð og slímhúð rofni í kynmökum þannig að smitaðir líkamsvökvar geti komist inn í blóðrásina eykur á smithættu. Aukin smithætta fylgir óvörðum samfórum í leggöng eða endaþarm, þ.e.a.s. ef smokkurinn er ekki notaður. Einnig er talið varasamt að fá sæði í munn, sérstaklega ef sár eru í munnholi, tannholdi eða koki. Af þessum ástæðum var spurt um munnmök og mök í endaþarm. 3.2.5. Aðrir kynsjúkdómar Aðrir kynsjúkdómar, sérstaklega þeir sem valda sárum á kynfærum t.d. kynfæraáblæstri og sárasótt, geta aukið líkur á HlV-smiti allt að sjöfalt við óvarðar samfarir. Sýkt slímhúð í kynfærum gerir það einnig að verkum að fjöldi hvítra blóðkorna eykst en HlV-veiran ræðst einmitt á hvít blóðkorn (Rinehart, 1989, bls. 6, Mann o.fl., 1992, bls. 178). Þessi tengsl milli HlV-smits og annarra kynsjúkdóma, ásamt þeirri staðreynd að enn sem komið er hefur ekki fundist lækning gegn HlV-smiti, hefur gert það að verkum að sérfræðingar hafa í æ ríkara mæli tekið höndum saman um að vinna gegn útbreiðslu HIV-smits sem og annarra kynsjúkdóma. Þar sem aðrir kynsjúkdómar hafa áhrif á útbreiðslu HlV-smits er mikilvægt að hafa aðgang að upplýsingum um tíðni þeirra og eru þátttakendur spurðir hvort þeir hafi smitast af kynsjúkdómum. Einnig var ákveðið að grennslast fyrir um þekkingu almennings á smitleiðum annarra kynsjúkdóma til þess að athuga hvort þekking almennings á öðrum kynsjúkdómum væri sambærileg við þekkingu á smitleiðum HIV. Loks var ákveðið að spyij a þátttakendur hvort þeir hefðu farið í mótefnamælingu að eigin frumkvæði. Þá er hægt að athuga hvað einkennir þann hóp sem fer í mótefnamælingu og hvort þeir sem hafi haft ástæðu til þess að fara í mótefhamælingu hafi gert það. 3.2.6. Aldur við fyrstu kynmök Það er ljóst að unglingar, sem eru í þann mund að hafa sín fyrstu kynmök eða hafa nýlega haft sín fyrstu kynmök, eru áhættuhópur og mikilvægi hans sem markhóps í forvarnarstarfi er verulegt. Upplýsinga um aldur við fyrstu kynmök hefur ekki verið aflað með skipulögðum hætti hér á landi en í ýmsum nágrannalöndum okkar hefur þetta verið kannað. I rannsókninni var spurt um aldur við fyrstu kynmök og ættu þá að fást upplýsingar um það hvenær æskilegt er að hefj a kynfræðslu, en með hliðsjón af tíðni kynsjúkdóma, s.s. klamydíu sem er algengust meðal ungs fólks á tvítugs- og þrítugsaldri, væri heppilegast að ná til ungs fólks með fræðslu áður en það öðlast reynslu af kynmökum (Ólafur Steingrímsson o.fl., 1991, bls. 371). Fólk leitar að maka á ákveðnum aldri. I þeirri leit eru stutt kynni eða skyndi- kynni hluti af leitinni og þau þurfa í sjálfu sér ekki að vera merki um óábyrga hegðun. Skyndikynni eru þó gjarnan nefnd sem “óbeinn” áhættuþáttur í útbreiðslu HlV-smits. Astæðan er sú að viðkomandi aðilar þekkja lítt eða ekki hvors annars hagi við skyndikynni. Það að “þekkja” einhvern er þó auðvitað engin trygging fyrir 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.