Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Side 17

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Side 17
3.2.3. Aðferðir við kynmök Aðferðir við kynmök eru taldar skipta máli í sambandi við smithættu. Allt sem eykur líkur á að húð og slímhúð rofni í kynmökum þannig að smitaðir líkamsvökvar geti komist inn í blóðrásina eykur á smithættu. Aukin smithætta fylgir óvörðum samfórum í leggöng eða endaþarm, þ.e.a.s. ef smokkurinn er ekki notaður. Einnig er talið varasamt að fá sæði í munn, sérstaklega ef sár eru í munnholi, tannholdi eða koki. Af þessum ástæðum var spurt um munnmök og mök í endaþarm. 3.2.5. Aðrir kynsjúkdómar Aðrir kynsjúkdómar, sérstaklega þeir sem valda sárum á kynfærum t.d. kynfæraáblæstri og sárasótt, geta aukið líkur á HlV-smiti allt að sjöfalt við óvarðar samfarir. Sýkt slímhúð í kynfærum gerir það einnig að verkum að fjöldi hvítra blóðkorna eykst en HlV-veiran ræðst einmitt á hvít blóðkorn (Rinehart, 1989, bls. 6, Mann o.fl., 1992, bls. 178). Þessi tengsl milli HlV-smits og annarra kynsjúkdóma, ásamt þeirri staðreynd að enn sem komið er hefur ekki fundist lækning gegn HlV-smiti, hefur gert það að verkum að sérfræðingar hafa í æ ríkara mæli tekið höndum saman um að vinna gegn útbreiðslu HIV-smits sem og annarra kynsjúkdóma. Þar sem aðrir kynsjúkdómar hafa áhrif á útbreiðslu HlV-smits er mikilvægt að hafa aðgang að upplýsingum um tíðni þeirra og eru þátttakendur spurðir hvort þeir hafi smitast af kynsjúkdómum. Einnig var ákveðið að grennslast fyrir um þekkingu almennings á smitleiðum annarra kynsjúkdóma til þess að athuga hvort þekking almennings á öðrum kynsjúkdómum væri sambærileg við þekkingu á smitleiðum HIV. Loks var ákveðið að spyij a þátttakendur hvort þeir hefðu farið í mótefnamælingu að eigin frumkvæði. Þá er hægt að athuga hvað einkennir þann hóp sem fer í mótefnamælingu og hvort þeir sem hafi haft ástæðu til þess að fara í mótefhamælingu hafi gert það. 3.2.6. Aldur við fyrstu kynmök Það er ljóst að unglingar, sem eru í þann mund að hafa sín fyrstu kynmök eða hafa nýlega haft sín fyrstu kynmök, eru áhættuhópur og mikilvægi hans sem markhóps í forvarnarstarfi er verulegt. Upplýsinga um aldur við fyrstu kynmök hefur ekki verið aflað með skipulögðum hætti hér á landi en í ýmsum nágrannalöndum okkar hefur þetta verið kannað. I rannsókninni var spurt um aldur við fyrstu kynmök og ættu þá að fást upplýsingar um það hvenær æskilegt er að hefj a kynfræðslu, en með hliðsjón af tíðni kynsjúkdóma, s.s. klamydíu sem er algengust meðal ungs fólks á tvítugs- og þrítugsaldri, væri heppilegast að ná til ungs fólks með fræðslu áður en það öðlast reynslu af kynmökum (Ólafur Steingrímsson o.fl., 1991, bls. 371). Fólk leitar að maka á ákveðnum aldri. I þeirri leit eru stutt kynni eða skyndi- kynni hluti af leitinni og þau þurfa í sjálfu sér ekki að vera merki um óábyrga hegðun. Skyndikynni eru þó gjarnan nefnd sem “óbeinn” áhættuþáttur í útbreiðslu HlV-smits. Astæðan er sú að viðkomandi aðilar þekkja lítt eða ekki hvors annars hagi við skyndikynni. Það að “þekkja” einhvern er þó auðvitað engin trygging fyrir 15

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.