Fréttablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 17
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 1. desember 2022 Ágúst Þ. Eiríksson, eigandi Icewear, í fallegri úlpu sem er einangruð með íslenskri ull. MYND/AÐSEND Íslenska ullin á sér enga hliðstæðu Ágúst Þ. Eiríksson hefur mikinn metnað fyrir framgangi íslensku ullarinnar, en hann óraði ekki fyrir ævintýralegum vexti fyrirtækis síns Icewear. Þar fer nú fram bylting í nýtingu ís- lensku ullarinnar, sem hann segir eitt besta hráefnið sem einangrun fyrir útivistarfatnað. 2 „Rætur Icewear liggja í íslensku ullinni. Hún er einstök á heimsvísu því ullin af íslensku sauðkindinni er sú eina af 380 ullartegundum í heiminum sem hefur tvenns konar hár, tog og þel, stutt og löng hár, sem gefur henni einstakan léttleika og mikið loft. Ég fer ekki ofan af því að íslenska ullin sé eitt það besta hráefni sem völ er á í einangrun fyrir útivistarfatnað.“ Þetta segir Ágúst Þ. Eiríksson, eigandi Icewear, sem er einn stærsti framleiðandi útivistar- og prjónafatnaðar á Íslandi. „Það má segja að hjá Icewear standi nú yfir ákveðin bylting hvað varðar nýtingu á íslensku ullinni, því það að nota íslenska ullareinangrun í útivistarflíkur er einstök nýsköpun sem getur haft jákvæð áhrif á ullarframleiðslu og verðmætasköpun útflutnings til lengri tíma litið. Við settum fyrstu vörurnar í línunni á markað í fyrra og hafa viðtökurnar farið fram úr okkar björtustu vonum. Ég held að það sé hægt að segja að þetta sé mesta bylting sem hefur átt sér stað með íslensku ullina síðan íslenska lopapeysan kom á markað,“ segir Ágúst. Ein í heimi með tog og þel Vart er liðið ár síðan Icewear kynnti íslensku ullareinangrunina til sögunnar, en meðbyrinn og eftirspurnin varð strax mikil. „Íslenska ullin á sér hvergi hlið- stæðu og ekki hægt að nálgast hana nema af íslensku sauðkind- inni, sem hefur lifað af síbreyti- legt íslenskt veðurfar í gegnum ald- irnar og þróað með sér ull sem er bæði með tog- og þelhár, sem hafa sinn eiginleikann hvort fyrir sig og þennan léttleika sem íslenska ullin býr yfir. Annað sauðfé í heiminum er aðeins með tog- eða þelhár, ekki bæði,“ útskýrir Ágúst. Á sama hátt og íslenska ullin verndar sauðkindina þá verndar hún einmitt þá sem klæðast henni í rysjóttri tíð vegna þessara ein- stöku eiginleika hennar. Það er engin önnur ull sem leitast við að viðhalda hitastigi líkamans, sama hvernig viðrar, en sú íslenska. „Þegar við sáum flíkur fylltar með merino-ull, laust niður þeirri hugmynd að engin ull önnur en sú íslenska hefði betri eiginleika til að vera notuð sem fylling í úlpur og útivistarfatnað. Ullin okkar er 40 prósentum léttari en önnur ull, andar betur en bæði pólýester og dúnn og heldur á manni yl þó maður blotni,“ greinir Ágúst frá. Viðheldur hitastigi líkamans Icewear er leiðandi á heimsvísu þegar kemur að íslensku ullarfyll- ingunni. „Við vitum að orðstír íslensku ullarinnar á bara eftir að auka enn frekar á eftirspurnina og finnum Salurinn er mjög fallegur. sandragudrun@frettabladid.is Hátíðleg opnun Jólasýningarinnar í Ásmundarsal verður á morgun frá klukkan 13.00 -17.00. Jólasýningin er sölusýning á verkum 32 sam- tímalistamanna og ljósmyndara en sýningin stendur yfir til 23. desember. Á sýningaropnun fagnar Ásmundarsalur einnig bókaútgáfu, því samhliða sýningunni er gefin út bók þar sem verk, viðtöl og vinnu- stofuheimsóknir færa lesendum innsýn í vinnuferli og sköpunar- kraft listamanna sem standa að sýningunni. Að auki verður starfrækt pósthús í Gryfju í samvinnu við Póstinn meðan á jólasýningunni stendur. Á pósthúsinu geta gestir verslað myndlistarkort og póstlagt bréfin sér að kostnaðarlausu. Falleg verk á fallegum stað Þetta er fimmta árið í röð sem sérstök jólasýning er haldin í Ásmundarsal. Jólasýningarnar voru endurvaktar fyrir fjórum árum en um miðja síðustu öld tíðkaðist að halda slíkar sýningar á aðventunni. Ásmundarsalur var byggður árið 1933 af einum af okkar ástsælustu myndhöggvurum, Ásmundi Sveinssyni. Í áranna rás hefur húsið þjónað sem vinnustofur lista- manna, sýningarými og listaskóli, svo dæmi séu tekin. Ásmundar- salur hefur verið endurgerður að öllu leyti og hvarvetna leitast við að upprunalegt útlit og funkis- arkitektúr hússins njóti sín. Það er um að gera að kíkja á spennandi sýningu í þessum fallega sal um helgina og finna kannski eitthvað falleg til að gefa ástvini. n Samsýning á samtímalist Jól í Kópavogi Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.