Fréttablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 44
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Barónsstígur 8-24 Akureyri 24/7 Reykjanesbær 24/7 Kirkland tvöfaldur jólagjafapappír 36m 2.699 Kirkland jólamerkimiðar Torc ilmkerti 3 stk. kr./rúllan 2.999 kr. pk. 3.499 kr. pk. við komum með til þín Extra kósý innpökkunarkvöld Söngvaskáldið Snorri Helgason kemur fram í Hörpu í dag og sendir frá sér nýtt jólalag á morgun. MYND/MAGNÚS LEIFSSON Snorri Helgason segir að íslenska indí-senan sé að taka við sér eftir áralangan dvala. Snorri er í hópi tónlistarfólks sem kemur fram við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag í tilefni dags íslenskrar tónlistar þar sem tónlistarfólk er heiðrað. ninarichter@frettabladid.is Í dag er dagur íslenskrar tónlistar haldinn hátíðlegur. Af þessu til- efni verður stutt athöfn í Hörpu þar sem einstaklingum og hópum eru veittar viðurkenningar fyrir góð störf í þágu íslensks tónlistarlífs. Þá kemur landsþekkt tónlistarfólk fram og flytur tónlist. Meðal þeirra er söngvaskáldið Snorri Helgason sem leikur eigin endurútsetningu á lagi úr ævintýrinu Pílu pínu eftir Kristján frá Djúpalæk. Með nýtt jólalag Snorri hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hann vinnur að nýrri plötu sem hann stefnir á að taka upp í janúar, auk þess sem hann sendir frá sér nýtt frumsamið jólalag sem kemur út á morgun. „Ég gerði barnaplötu fyrir þremur árum sem heitir Bland í poka. Þetta nýja lag er barnajólalag sem popp- aði inn í hausinn á mér og ég fíla. Þetta er eitthvert brasilískt rugl,“ segir Snorri léttur. „Ég var alltaf þarna á Skuggabaldri og sá um að bóka það. Síðan það lokaði er ég búinn að vera að semja fullt af stöffi og það er að ganga ágætlega,“ segir hann. Talandi um tónleikastaði, hefur umræðan um skort á slíku húsnæði verið nokkuð hávær seinni ár. „Staðan er skrýtin,“ segir Snorri spurður um málið. „Það eru lífs- mörk á Húrra, sem er að fara aftur í gang. Steini Stef ætlar að breyta staðnum aðeins og það verður geð- veikt að fá þann stað aftur inn. Það er staður sem getur tekið 300 manns en það er allt í lagi og næs ef það eru 80 manns. Alvöru sveitt venue,“ segir hann. Að sögn Snorra eru tónleikastaðir fáir í miðborginni. „Þarna er Mengi sem er mjög niche dót, það er staður sem á sína senu. Svo er Gaukurinn, sem er eiginlega eins. Með sína senu sem er þetta drag-dót og allt það dæmi. Það vantar almennan stað.“ Á bak við tjöldin í senunni Snorri segist búa að dýrmætri reynslu sem bókari fyrir tónleika- staði og má gera því í skóna að það gefi honum dýrmæta innsýn í íslenskt tónlistarlíf. „Ég var á Húrra í fimm ár og hef alltaf verið á bak við tjöldin í þessu líka,“ segir hann. „Þegar ég var að vinna þar horfði ég á það þegar hipphoppið tók yfir. Við notuðum ekki trommusettið eða bassamagnarana í tvö ár. Það voru allir að gera hipphopp.“ Snorri segir að rokkið hafi ekki átt mikið upp á pallborðið á þeim tíma, að undanskilinni metal-senunni. „Þegar ég byrjaði í Sprengjuhöllinni voru þetta alltaf indí-hljómsveitir. Nú er það að koma aftur. Það er indí- senan og Póstdreifing og allt það, sem er mjög skemmtilegt.“ Aðspurður hvort endurkoma senunnar sé af leiðing af inniveru og tónleikaskorti í heimsfaraldri, svarar Snorri: „Ég get ekki útskýrt það. En framboðið á jólatónleikum er algjör bilun og hefur aldrei verið meira. Það gengur illa að selja á allt, líka á Jólagesti Björgvins og Bagga- lút,“ segir hann. „Það gengur verr en fyrir Covid. Fólk er ekki alveg komið í æfingu, að fara á tónleika. Ég heyri frá fólki sem vinnur venju- lega vinnu, ekki eins og ég, að á stórum vinnustöðum vilji fólk bara vinna heima hjá sér og sé enn í svo- leiðis fasa,“ segir Snorri og bætir við að fólk þurfi að endurlæra að vera í kringum annað fólk. „Þessi hjól eru lengi að fara af stað ef þau eiga að vera aftur eins og þau voru fyrir.“ Erfitt að spá í framtíðina Snorri segir að hipphopp-senan standi þrátt fyrir það mjög sterkt. „Það teygist á þessu hipphopp-hug- taki. Aron Can er poppari, þó að hann sé í grunninn úr hipphoppinu. Ég veit ekki hvernig hann myndi skilgreina sig en hann er til dæmis hjúts, einn af þessum stærstu. Svo er Emmsjé Gauti algjör hipphopp- kakkalakki. Hann lifir af og er vin- sæll, hvað sem gerist.“ Að sögn Snorra er erfitt að segja til um hvað gerist næst. „Ég fann að þegar ég var á Húrra var allt í hipp- hoppi og mjög textabaserað. Ef það er eitthvað eitt sem er voða vinsælt og allir eru að gera, þá kemur alltaf eitthvað nýtt sem er algjörlega öfugt við það. Í indí-rokkinu er til dæmis miklu minni áhersla á texta.“ n Íslenska indí-senan snýr til baka úr áralöngum dvala Ég horfði á það þegar hipphoppið tók yfir. Við notuðum ekki trommusettið eða bassamagnarana í tvö ár. Það voru allir að gera hiphop. Snorri Helgason ninarichter@frettabladid.is Sjónvarpsþættirnir Wednesday hafa nú þegar slegið met Netflix-veit- unnar með flestum klukkutímum streymdum á einni viku. Þættirnir voru frumsýndir þann 23. nóvem- ber og notendur streymisveitunnar höfðu horft á þættina í 341,2 milljón- ir klukkustunda samkvæmt gögnum streymisveitunnar á þriðjudag. Þættirnir eru afleiða hinna geysi- vinsælu bíómynda og sjónvarps- þátta um Addams-fjölskylduna, grín-hryllingsþátta sem nutu ein- stakra vinsælda á tíunda áratugnum. Leikkonan Jenna Ortega fer með aðalhlutverk. Sagan hverfist um unglingsstúlkuna Wednesday Addams, sem hefur nám í fram- haldsskóla fyrir einstaklinga á jaðrinum sem búa yfir yfirnátt- úrulegum hæfileikum. Þáttunum leikstýrir Tim Burton, sem hefur sérhæft sig í dekkri stefum fjöl- skyldumynda með einstöku hand- bragði og húmor. Einvalalið leikara túlkar kunnuglegar persónur úr heimi Addams-fjölskyldunnar. Þá er Christina Ricci meðal leikenda, en hún túlkaði persónu Wednesday í bíómyndunum fyrir tveimur ára- tugum síðan. Verðlaunatónskáldið Danny Elfman semur tónlistina. n Miðvikudagur slær met hjá Netflix Wednesday Addams er snúin aftur í nýjum þáttum. NETFLIX/SKJÁSKOT 26 Lífið 1. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.