Fréttablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 33
Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli „Aðalatriðið er þetta. Það læknast enginn af rauðum hundum, þótt hann velti sér upp úr hveiti, og verðbólgan læknast ekki, þótt reynt sé að fela eitt og eitt af ein­ kennum hennar.“ Þetta er tilvitnun í ritgerðasafn Péturs Benediktssonar banka­ stjóra, Milliliður allra milliliða, sem út kom 1959. Jóhannes Nordal segir í Lifað með öldinni að það sé „áreiðanlega skemmtilegasta rit sem skrifað hefur verið um efna­ hagsmál á Íslandi.“ Stóra spurningin Háir vextir eru eitt af einkennum verðbólgu. Orð gamla Lands­ bankastjórans komu upp í hugann í síðustu viku þegar forystumenn SA og stórra launþegafélaga reyndu með fjölmiðlaþrýstingi að koma í veg fyrir ákvörðun Seðla­ bankans um hækkun vaxta. Það er ekki unnt nú fremur en fyrir sextíu árum að fela verðbólgu með töfrabrögðum. En í tengslum við vaxtahækkun­ ina spurðu nokkrir forystumenn verkalýðsfélaga þeirrar augljósu og krefjandi spurningar: Hvers vegna þarf þrefalt hærri vexti á Íslandi en á Norðurlöndum til að vinna bug á svipaðri verðbólgu? Þessa spurningu vilja forystu­ menn SA ekki ræða. Grýlusaga Þingmaður Viðreisnar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, f lutti spurningu forystumanna verka­ lýðsfélaganna inn á Alþingi. Hún bað forsætisráðherra einfald­ lega að gera þjóðinni grein fyrir ástæðum þessa. Það er til marks um mikil umskipti að forsætisráðherra viðurkenndi í fyrsta skipti að ástæðan væri íslenska krónan. Sem sagt kerfisvandi fremur en hag­ stjórnarmistök. En í samræmi við afstöðu forystumanna SA var boð­ skapur hennar samt að það væri baggi, sem íslenskt launafólk yrði að bera vegna stærra samhengis. Stærra samhengi útskýrði forsætisráðherra með hræðslu­ kenningu um að atvinnuleysi væri sjálfkrafa fylgifiskur öflugri gjaldmiðla. Veruleikinn er hins vegar sá að atvinnuleysi er ekki vandamál á öðrum Norðurlöndum né í þeim ríkjum Evrópusambandsins, sem við jöfnum okkur til. Atvinnu­ leysisvandinn hefur svo minnkað í verst settu ríkjum álfunnar. Í þessari tilvísun í stærra sam­ hengi er því ekkert hald, bara grýlusaga. Feluleikur Forsætisráðherra sér enga leið betri en að launafólk og lítil fyrir­ tæki beri þennan kostnað vegna krónunnar, sem hún telur hins vegar sjálfsagt að stærri fyrirtæki utan krónuhagkerfisins sleppi við. Í staðinn ítrekaði forsætisráð­ herra að ríkisstjórnin væri tilbúin til að greiða fyrir kjarasamningum með auknum ríkisútgjöldum. Þau eru fjármögnuð með lánum, sem launþegar næsta kjörtímabils borga svo með nýjum sköttum. Þessi aðferð hefur alveg sömu verðbólguáhrif og launahækk­ anir. Seðlabankinn þarf að beita vöxtum gegn verðbólguáhrifum af hallarekstri ríkissjóðs rétt eins og verðbólguáhrifum launahækkana. Hringrás með efnahagsvanda af þessu tagi er gamaldags pólitískur feluleikur. Misrétti Það er virðingarvert skref þegar forsætisráðherra viðurkennir að gjaldmiðillinn valdi því að vextir á skuldir launafólks þurfi að vera margfalt hærri hér en á öðrum Norðurlöndum. En forsætisráðherra skuldar launafólki svar við spurningunni: Hvers vegna vill hún að íslenskt launafólk og lítil íslensk fyrirtæki beri svo miklu þyngri vaxtabagga en launafólk í grannlöndunum? Forsætisráðherra þarf líka að útskýra fyrir launafólki af hverju hún takmarkar áhrif vaxta­ ákvarð ana Seðlabankans við fjöl­ skyldur og einstaklinga með þung íbúða lán. Hún lætur hins vegar seðlabönkum Bandaríkjanna og Evrópu eftir að stýra þenslustigi útflutningsframleiðslunnar, sem að mestu stendur utan krónuhag­ kerfisins. Með því að skipta hagkerfinu upp með þessum hætti stendur forsætisráðherra fyrir misskipt­ ingu, sem er undirrót vaxandi óréttlætis. Hún þarf að skýra út hvers vegna ríkisstjórn hennar er reist á þeirri hugmyndafræði­ legu undirstöðu að viðhalda þessu óréttlæti. Hvað græðir launafólk á því? Þá og nú Framfaraskrefin í hagsögu lands­ ins, sem skilað hafa launafólki varanlega bættum kjörum, hafa jafnan komið í kjölfar frjálslyndra kerfisbreytinga. Skemmtilegasta bókin um efnahagsmál var einmitt gefin út í aðdraganda þeirra kerfisbreyt­ inga, sem Viðreisnarstjórnin beitti sér fyrir og náðu meðal annars til alþjóðlegs gjaldmiðlasamstarfs. Þá eins og nú byggðist mál­ flutningur þeirra sem voru á móti breytingum mest á því að ala á ótta með grýlusögum. Að því leyti hefur lítið breyst. Stóri munurinn frá 1959 er sá að þá voru það stjórnarandstöðu­ flokkar en nú eru það ríkisstjórn­ arflokkar, sem nota grýlusögur gegn frjálslyndum kerfisbreyt­ ingum og framförum. n Hveiti og rauðir hundar Forsætisráðherra sér enga leið betri en að launafólk og lítil fyrirtæki beri þennan kostnað vegna krón- unnar, sem hún telur hins vegar sjálfsagt að stærri fyrirtæki utan krónuhagkerfisins sleppi við. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir formaður Íslands­ deildar ICOM Hólmar Hólm ritari stjórnar Íslandsdeildar ICOM Þann 24. ágúst síðastliðinn sam­ þykkti Alþjóðaráð safna (ICOM) nýja safnaskilgreiningu á 26. alls­ herjarþingi samtakanna, sem fór að þessu sinni fram í Prag. Er slíkt þing haldið á þriggja ára fresti – þar sem safnafólk kemur saman hvaðanæva að úr heiminum – en Alþjóðaráðið telur alls 122 lands­ deildir, 32 alþjóðlegar fagdeildir og tugi þúsunda safnafólks á heims­ vísu. Hér á landi hefur Íslandsdeild ICOM verið starfandi síðan 1985 og í gegnum deildina geta félagar tekið þátt í starfi samtakanna og mótað þannig stefnu þeirra á alþjóðlegum vettvangi. Undanfarna mánuði hefur stjórn Íslandsdeildar ICOM staðið frammi fyrir því verkefni að þýða hina nýju safnaskilgreiningu, með það fyrir augum að hún megi sem best þjóna íslensku samfélagi. Sú skilgreining sem nú er fallin úr gildi var tekin upp árið 2007 og hafði verið í end­ urskoðun síðan 2018, þar sem hún taldist komin til ára sinna. Á síðustu tveimur árum var svo ráðist í víð­ tækt samráðsferli í samstarfi við landsdeildir, alþjóðlegar fagdeildir, svæðasamtök og aðra hagsmuna­ aðila ICOM í því markmiði að þétta raðir safnafólks og ná samstöðu um nýja skilgreiningu, ekki síst eftir að ágreiningur kom upp um þá tillögu sem lögð var fyrir 25. allsherjarþing samtakanna í Kýótó árið 2019. Samfélagslegt hlutverk safna hefur lengi verið safnafólki ofarlega í huga og endurspeglar ný safnaskil­ greining viðhorf fagfólks og fræði­ manna á safnasviðinu, í garð safna og hlutverks þeirra á 21. öldinni. Söfn eru vissulega lykilstofnanir þeirra samfélaga sem þau tilheyra, þar sem þau eru jafnt opin öllum og fyrir öll. Þar má læra um fortíðina, kynnast samtímahreyfingum og leiða hugann að möguleikum fram­ tíðar – í heimi sem tekur stöðugum breytingum. Þess vegna er sérstaklega mikil­ vægt að söfn endurspegli samfélög sín, sem og að safnaskilgreiningin endurspegli þá tíma sem við lifum á. Í því ljósi hefur stjórn Íslands­ deildar ICOM lagt mikla áherslu á að eiga opið samtal við fagvettvang safnafólks við vinnslu þýðingar skilgreiningarinnar, auk þess að leita álits fræðafólks. Eftir víðtækt samráð kynnir stjórn Íslandsdeildar ICOM nú íslenska þýðingu nýrrar safnaskilgreiningar Alþjóðaráðs safna: „Safn er varanleg stofnun, ekki rekin í hagnaðarskyni, sem þjónar samfélaginu með rannsóknum, söfnun, varðveislu, túlkun og miðl­ un á áþreifanlegri og óáþreifanlegri arfleifð. Söfn eru opin almenningi, aðgengileg og inngildandi og stuðla með því að fjölbreytileika og sjálf­ bærni. Í starfi sínu og virkum sam­ skiptum við ólíka samfélagshópa hafa þau fagmennsku og siðferðileg gildi að leiðarljósi og bjóða upp á margvíslegar upplifanir í þágu menntunar, ánægju, ígrundunar og þekkingarauka.“ Er það von okkar sem störfum fyrir Íslandsdeild ICOM að ný skil­ greining megi gagnast og þjóna safnasamfélaginu hérlendis á kom­ andi árum og verða því leiðarljós til áframhaldandi stefnumótunar og góðra verka. Starf íslenskra safna er bæði blómlegt og framsækið og að mörgu leyti mætti segja að íslensk söfn hafi nú þegar starfað í sam­ ræmi við nýja safnaskilgreiningu um árabil. Viljum við því bjóða ykkur öllum, safnafólki sem öðrum, að hugsa með okkur um hlutverk safna, framtíð þeirra og mátt, sem og þann heim sem við viljum skilja eftir okkur fyrir komandi kynslóðir. Því söfnin eru okkar allra. n Skilgreining safns á 21. öldinni Söfn eru vissulega lykilstofnanir þeirra samfélaga sem þau tilheyra, þar sem þau eru jafnt opin öllum og fyrir öll. BARÁTTUKONAN B IRNA Einlæg og falleg saga um viðburðaríka ævi Birnu Þórðardóttur eftir Ingibjörgu Hjartardóttur með ljósmyndum Rannveigar Einarsdóttur. LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is FIMMTUDAGUR 1. desember 2022 Skoðun 15FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.