Fréttablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 16
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is, Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101
Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Því þá ekki
að tengjast
betur og
endanlega
því sem
helst hefur
aukið hag
okkar?
Nýlega var
tvöföldun
frítekju-
marks
atvinnu-
tekna
örorkulíf-
eyrisþega
samþykkt í
ríkisstjórn.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Bjarkey Olsen
Gunnarsdóttir
þingmaður VG og
formaður fjárlaga-
nefndar
Senn líður að lokum þessa árs sem hefur verið
viðburðaríkt hjá okkur öllum í samfélaginu. Það
er mjög ánægjulegt að geta litið um öxl með stolti
yfir því sem hefur verið áorkað á sviði velferðar-
mála og það verður spennandi að fylgjast með
áframhaldandi vinnu í þeim málaflokki.
Mikil vinna hefur farið fram í ráðuneyti félags-
og vinnumarkaðsráðherra þar sem lagt hefur verið
af stað í tímabæra vegferð til að umbylta löngu
stöðnuðu og f lóknu kerfi.
Lagt hefur verið fram frumvarp um lengingu
endurhæfingartímabils úr 18 mánuðum í 36 mán-
uði með möguleika á framlengingu um ár í viðbót,
en markmið þess er að tryggja að einstaklingar
sem misst hafa starfsgetuna fái endurhæfingar-
lífeyri til lengri tíma þar sem starfsendurhæfing
með aukna atvinnuþátttöku að markmiði telst
raunhæf.
Nýlega var tvöföldun frítekjumarks atvinnu-
tekna örorkulífeyrisþega samþykkt í ríkisstjórn.
Það hækkar nú upp í 200 þúsund, eftir að hafa
staðið óbreytt frá árinu 2009. Þetta eru stór og þörf
skref í áttina að réttlátara kerfi.
Samþykkt var í fjárlaganefnd breytingartillaga
þess efnis að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþeg-
ar fái 60.300 króna eingreiðslu núna í desember í
stað þeirra 28 þúsund króna sem gert var ráð fyrir.
Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í samfélag-
inu, ekki síst vegna verðbólgu, er nauðsynlegt að
gera betur í þessum málum, eins og ég gerði grein
fyrir strax við fyrstu umræðu fjáraukalaga, það er
því mikið fagnaðarefni að Alþingi stóð með þess-
ari breytingu af einhug.
Í farvatninu á vormánuðum er síðan að fjölga
hluta- og sveigjanlegum störfum fyrir þennan
hóp og einfalda um leið þann hluta kerfisins
sem snýr að greiðslum og þjónustu, fjarlægja þá
þröskulda sem koma í veg fyrir virkni og að hægt
sé að komast í skrefum inn á vinnumarkaðinn. Það
sem hefur áunnist á vakt VG og þessi mikilvægu
verkefni sem eru fram undan gefa okkur því fullt
tilefni til bjartsýni. n
Mikilvæg skref á vakt VG
gar@frettabladid.is
Fimm ára
Ríkisstjórn Bjarna Benedikts-
sonar og Sigurðar Inga Jóhanns-
sonar undir forsæti vinkonu
þeirra Katrínar Jakobsdóttur
náði þeim áfanga í gær að hafa
hangið saman í fimm ár sam-
fleytt. Geri aðrir betur í viðsjár-
verðum heimi þar sem pólitískar
freistingar blasa við í hverju
spori. Miðað við það sem á hefur
bjátað hingað til og The Three
Amigos Norðursins hafa staðið
af sér bendir fátt til að slíta þurfi
samstarfinu í fyrirsjáanlegri
framtíð. Það er ekki eins og þre-
menningana eða flokka þeirra
greini á um strauma og stefnur.
Miðpunkturinn
Allt virðist því eins og blómstrið
eina á ríkisstjórnarheimilinu þar
sem allir hjálpast að ef einhverjir
leiðindapúkar eru að fetta sína
afskiptasömu fingur út í hvað
eina sem þeim flýgur í hug. Á
endanum gætu þó málamiðlan-
irnar sem gera þarf orðið til þess
að stefnan leiti of mikið inn á við
og sogist inn í þungamiðju sem
mætti líkja við hugmyndafræði-
legt svarthol þar sem hvorki er
farið til vinstri né hægri, upp né
niður, norður eða suður – þang-
að sem þjóðin stefnir nú reyndar
af sjálfsdáðum til að sleikja sárin
og mynda á sér fæturna fyrir
greiningardeild peningastefnu-
nefndar Seðlabankans. Og er
bara slétt sama. n
Endurteknar skoðanakannanir benda
til þess að meirihluti landsmanna, sem
á annað borð taka afstöðu, er hlynntur
því að Ísland fái fulla aðild að Evrópu-
sambandinu. Það er jafn eðlilegt og það
er skiljanlegt.
Æ fleiri landsmenn átta sig á því að helstu
samfélagsbætur sem Íslendingar hafa fundið
á eigin skinni á síðustu þremur áratugum eru
ættaðar frá sambandi evrópskra þjóða sem
kappkostar í öllu sínu regluverki að auka sam-
keppnishæfni og viðskiptafrelsi hverrar aðildar-
þjóðar á öllum sviðum þjóðlífsins, almenningi
til hagsbóta, en ekki bara sumum.
Fámenna og spillta kunningjasamfélagið á
Íslandi, sem hefur lagt sig í framkróka við að
hygla sérhagsmunum á kostnað sanngirni og
samkeppni, hefur átt undir högg að sækja hér
á landi eftir að áhrifamesti alþjóðasamningur
sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir á síðustu
öld, tók gildi. Hann hverfist um fjórfrelsi evr-
ópska efnahagssáttmálans, skilvirkustu leiðina
að bættum hagvexti – og hefur reynst íslenskri
þjóð svo farsæll að engum heilvita manni hér á
norðurhjara dettur til hugar að segja skilið við
hann.
Og þar af leiðandi hugsar æ stærri hluti
þjóðarinnar á þennan veg: Því þá ekki að tengj-
ast betur og endanlega því sem helst hefur aukið
hag okkar? Af hverju ekki að klára hálfnað verk
í þeim efnum? Og geta þar með hlutast til um
regluverkið sem berst hingað til lands frá höfuð-
stöðvum ESB, í stað þess að vera áhorfendur að
atkvæðagreiðslunum?
Þetta er stærsta mál samtímans á Íslandi.
Með fullri aðild eykst alþjóðasamvinna enn
frekar sem er eina raunverulega tryggingin fyrir
aukinni hagsæld alls almennings og atvinnulífs.
Og skrefið í átt að fullri aðild er auðvelt. Þar
þarf Ísland engar undanþágur. Seta okkar við
ákvarðanaborðið er ekki flóknari en svo.
Hinn kosturinn er að hanga á innihaldslausu
fullveldi, sem framselur atkvæðaréttinn yfir á
meginland Evrópu. Það er enginn bragur á því.
Ekki frekar en að hanga áfram með aumasta
gjaldmiðil álfunnar sem fer með ofbeldi á
hendur heimilum þessa lands og gerir efnahag
þeirra fullkomlega ófyrirsjáanlegan. Gjaldmið-
ill sem þarfnast verðtryggingar og breytilegra
vaxta er ekkert annað en hornsteinn kúgunar á
hendur alþýðu fólks.
Full aðild bætir hag sjávarútvegs, landbúnaðar
og iðnaðar, svo og kjör neytenda og mun spara
almenningi, fyrirtækjum og ríkissjóði hundruð
milljarða króna með lægri vöxtum. Og það vill
aukinn meirihluti landsmanna, að sjálfsögðu. n
Stóra kjarabótin
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 1. desember 2022 FIMMTUDAGUR