Fréttablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 6
Ef viljinn er fyrir hendi til
að fá eldra fólk til starfa
þá verður að koma til
móts við það eins og gert
er í siðuðum löndum.
Helgi Pétursson,
formaður Lands-
sambands eldri
borgara
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300
OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
JEEP® COMPASS TRAILHAWK 4XE
ALVÖRU JEPPI – ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
JEEP.IS
PLUG-IN HYBRID
ÓMISSANDI HLUTI
AF FJÖLSKYLDUNNI
EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX!
Formaður Landssambands
eldri borgara telur ótækt að
sérstakar reglur verði gerðar
um starfslokaaldur heilbrigð-
isstarfsfólks. Afnema ætti
reglur um starfslokaaldur.
kristinnhaukur@frettabladid.is
KJARAMÁL Helgi Pétursson, for-
maður Landssambands eldri borg-
ara, segir það ekki tækt að taka eina
starfsgrein út fyrir sviga og hækka
starfslokaaldurinn.
Samkvæmt frumvarpi Willums
Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra
stendur til að heimila heilbrigðis-
stofnunum að ráða fólk á aldrinum
70 til 75 ára. Ástæðan er mönnunar-
vandi heilbrigðisstofnana.
Landssambandið er almennt
séð hlynnt því að starfslokaaldur
verði hækkaður. Eða réttara sagt að
reglurnar um hann séu einfaldlega
lagðar af.
„Við viljum alls ekki hafa nein
ákvæði um starfslokaaldur í lögum,
hvorki hámörk um 67 né 70 ára
aldur. Þetta á fyrst og fremst að
vera samningsatriði milli þess sem
vinnur og þess sem vill hafa fólk í
vinnu,“ segir Helgi.
Að sögn Helga sé það hins vegar
til marks um losarahátt stjórnvalda
að gera sérreglur fyrir ákveðnar
starfsgreinar, byggt á hentugleik
hverju sinni. Til dæmis séu oft gerðir
verktakasamningar við lækna eftir
að þeir ná 70 ára aldri.
Frumvarpið var lagt fram í sumar
til þess að mæta mönnunarvanda
í heilbrigðiskerfinu. Samkvæmt
núgildandi lögum á að segja upp
ráðningarsamningum við alla
starfsmenn ríkisins mánaðamótin
eftir 70 ára afmælisdaginn. Með
frumvarpinu verður það áfram
Óttast að eldri borgarar verði notaðir
sem ódýrt vinnuafl á ríkisstofnunum
Fari frumvarpið í
gegn getur heil-
brigðisstarfs-
fólk starfað til
75 ára aldurs.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
gert, en heimilt verður að gera nýja
ráðningarsamninga við fólk til 75
ára aldurs.
Margir hafa óttast að lífeyris-
greiðslur verði skertar við þessa
breytingu. Það er, að eldri borgarar
verði notaðir sem ódýrt vinnuafl
þar sem ekki þurfi að greiða í líf-
eyrissjóð þeirra.
Í umsögnum stéttarfélaga við
frumvarpið, það er Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga, Ljósmæðra-
félags Íslands, Læknafélags Íslands,
Alþýðusambands Íslands, Banda-
lags háskólamanna og f leiri, er
áréttað að útkljá þurfi lífeyrismálin
áður en frumvarpið verði að lögum.
„Samkvæmt núgildandi lögum
ber atvinnurekendum aðeins skylda
til að greiða í lífeyrissjóð fyrir
starfsfólk til sjötugs og samkvæmt
núverandi samþykktum LSR tekur
sjóðurinn ekki við greiðslum frá
félagsfólki eftir þann aldur,“ segir í
umsögn Bandalags háskólamanna.
Helgi tekur undir þetta og segist
óttast að lífeyrisréttindin verði
skert. Reynslan sýni það.
„Ef vilji er fyrir hendi til þess að
fá eldra fólk til starfa þá verður að
koma til móts við það eins og gert
er í siðuðum löndum,“ segir Helgi.
Bendir Helgi á að í Noregi sé hægt
að starfa skattfrjálst fyrir miklu
hærri upphæð en hér leyfist. Það
verði að vera bitastætt fyrir eldra
fólk að fresta starfslokum sínum
eða að koma til starfa á nýjan leik. n
sigurjon@frettabladid.is
UTANRÍKISMÁL Í dag mun Guðni Th.
Jóhannesson, forseti Íslands, halda
til Japans þar sem hann tekur þátt í
jafnréttisþinginu World Assembly
for Women 2022, í boði japanskra
stjórnvalda.
Í fréttatilkynningu frá skrifstofu
forseta segir að Japan hafi litið til
Íslands sem fyrirmyndar í leit að
leiðum til umbóta á sviði jafnréttis-
mála, en Ísland hefur verið í efsta
sæti jafnréttislista Alþjóðaefna-
hagsráðsins í rúman áratug. Japan
vermir 116. sæti.
Forseti mun meðal annars funda
með Maia Sandu, forseta Moldóvu,
sem verður einnig gestur japanskra
stjórnvalda. Forsetarnir verða þá
einnig heiðursgestir Fumio Kishida,
forsætisráðherra Japans, í Akasaka-
höll í Tókýó, þar sem þau munu
snæða kvöldverð saman. n
Forseti Íslands
heldur til Japans
ser@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Forval er hafið um
hönnun á 26 þúsund fermetra stór-
hýsi fyrir löggæslu- og viðbragðsað-
ila á höfuðborgarsvæðinu.
Fimm teymi af Evrópska efna-
hagssvæðinu verða valin til þátt-
töku, samkvæmt auglýsingu sem
birtist í gær. Eftir fyrsta hluta sam-
keppninnar keppa tvö teymi um að
hanna bygginguna, að því er segir
í tilkynningu frá Framkvæmda-
sýslunni og Ríkiseignum.
„Nýjar höfuðstöðvar löggæslu-
og viðbragðsaðila á höfuðborgar-
svæðinu, HVH, verður miðstöð
þeirra sem gæta að lögum, reglu,
björgun og öryggi almennings. Í
miðstöðinni munu þessir aðilar fá
nútímalega aðstöðu sem auðveldar
til muna hina mikilvægu þjónustu
og vernd sem veitt er almenningi,“
segir þar enn fremur. n
Viðbragsaðilar
fá nýtt stórhýsi
Guðni Th. verður meðal annars
heiðursgestur í kvöldverði hjá for-
sætisráðherra Japans.
lovisa@frettabladid.is
KJARAMÁL Félag íslenskra atvinnu-
flugmanna (FÍA) átti góðan fund hjá
ríkissáttasemjara í gær. Þar fundaði
félagið með samninganefnd ríkisins
vegna samninga þyrluflugmanna
Landhelgisgæslunnar. Á meðan
gengu viðræður SGS og SA hægar.
Jón Þór Þorvaldsson, formaður
FÍA, segir viðræður síns félags hafa
gengið vel. Flugmenn hafa verið
samningslausir í nær þrjú ár.
„Fólk fór heim með heimavinnu
en það er búið að bóka tvo fundi í
næstu viku, á miðvikudag og föstu-
dag,“ segir Jón.
Samningaviðræðum hefur hingað
til lítið miðað hjá FÍA fyrir hönd
þyrluflugmanna, en í síðustu viku
fundaði fjármála- og efnahagsráð-
herra með félaginu og eftir það sagð-
ist Jón Þór jákvæður fyrir samninga-
viðræðunum.
Forsvarsmenn SGS og SA gerðu
hlé á viðræðum í gærkvöldi.
Samningaviðræðum þyrluflugmanna miðar betur
Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA,
er fyrir miðju myndarinnar.
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Starfsgreinasambandsins, sagði á
Stöð 2 í gær að SGS vildi ekki semja
um prósentur heldur aðeins krónu-
töluhækkanir. Fréttablaðið náði
hvorki tali af Halldóri Benjamín
Þorbergssyni, framkvæmdastjóra
SA, í gærkvöldi né öðrum forsvars-
mönnum stóru stéttarfélaganna.
Samninganefndir SGS og SA
hyggjast hittast að nýju klukkan
13.00 í dag og þá verður viðræðum
haldið áfram. n
4 Fréttir 1. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ