Fréttablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 36
Óskar Örn Hauksson er einn besti knattspyrnumaður í sögu efstu deildar hér á landi. Hann er nú samningslaus eftir eitt ár hjá Stjörnunni í Garða- bæ. Kappinn er ekki mikið að stressa sig á því að finna sér nýtt félag en er þó farinn að líta til þess hvert næsta skref skal tekið. helgifannar@frettabladid.is FÓTBOLTI Reynsluboltinn Óskar Örn Hauksson gekk í raðir Stjörnunnar frá KR síðasta vetur. Hann hafði verið hjá Vesturbæjarfélaginu í fjór- tán ár og er goðsögn þar á bæ. Þegar Fréttablaðið heyrði í Óskari var hann nýkominn úr fríi á erlendri grundu, þar sem hann naut lífsins og hafði það gott. Hann horfir til fram- tíðar en er opinn fyrir ýmsum mögu- leikum í þeim efnum. „Þetta var mjög gott og kærkomið frí. Núna er ég bara að taka því rólega, melta stöðuna,“ segir hinn 38 ára gamli Óskar. Mun spila næsta sumar Hann fékk ekki að spila eins mikið og flestir bjuggust við hjá Stjörnunni og kom hlutverk hans í Garðabæn- um einhverjum á óvart. „Persónulega hefði maður kannski viljað sjá þetta fara öðruvísi, ég neita því ekki. Ég tel nú samt á köflum að ég hafi sýnt ágætis frammistöðu. Sýnt fram á hluti sem ég hef sýnt fram á áður á mínum ferli,“ segir Óskar um sumarið hjá Stjörnunni. Hvað frammistöðu liðsins varðar er hann hins vegar sáttur. Stjarnan hafnaði í fimmta sæti Bestu deildar- innar. „Stjarnan getur unað vel við sinn árangur sem lið. Það töpuðust auð- vitað of margir leikir en hvað sæti í deildinni varðar var þetta nokkuð gott.“ Óskar hefur verið orðaður við hin og þessi lið undanfarið. Ljóst er að nóg býr enn í þessum frábæra leik- manni þó svo að hann sé kominn á sín efri ár í heimi knattspyrnunnar. Þrátt fyrir að hann hafi ekki verið að flýta sér um of að finna nýtt félag býst hann hins vegar við því að reima Einn sá besti horfir til framtíðar eftir erfitt sumar Ferill Óskars í íslenska boltanum Óskar steig sín fyrstu skref í íslenska boltanum með Njarðvíkingum sumarið 2001. Þá var hann á sautjánda aldursári. Kappinn var svo fasta- maður með liðinu í 2. deild sumarið 2002 og árið eftir í næst efstu deild, þar sem hann skoraði sjö mörk í fimmtán leikjum. Þaðan færði Óskar sig yfir til nágrannanna í Grindavík og lék þrjú sumur með liðinu í efstu deild. Fyrir sumarið 2007 fékk stórveldið KR Óskar til liðs við sig og þá var ekki aftur snúið. Með hann innanborðs vann liðið þrjá Íslandsmeist- aratitla og fjóra bikarmeistaratitla. Alls skoraði Óskar 157 mörk í 552 leikjum. Fyrir síðustu leiktíð gekk hann svo í raðir Stjörnunnar, þar sem hann lék eitt tímabil í efstu deild. á sig takkaskóna næsta vor og taka slaginn í boltanum enn eitt sumarið. „Ég á von á því. Þetta tímabil í sumar var kannski ekki að hjálpa upp á gleðina í þessu en mér finnst nú enn þá gaman í fótbolta. Þegar maður hættir í fótbolta þá kemur hann ekkert aftur og ég geri mér grein fyrir því. Ég á ekki mörg ár eftir í þessu en ég held áfram.“ Uppeldisfélagið haft samband Auk þess að leika með Stjörnunni og KR hefur Óskar verið á mála hjá Grindavík og Njarðvík hér á landi. Hann er uppalinn hjá síðarnefnda félaginu og steig þar sín fyrstu skref í meistaraflokki. Óskar var spurður út í það hvort fulltrúar uppeldisfélagsins hefðu haft samband við hann undanfarna mánuði, heyrt í honum hljóðið og athugað hvort möguleiki væri að fá hann heim. „Ég á einhverja félaga þar og hef fengið alls konar skilaboð. Maður veit af áhuga þar,“ segir Óskar. Njarðvík tryggði sér sæti í Lengju- deildinni, næstefstu deild íslensku knattspyrnunnar, í haust eftir frá- bært tímabil í 2. deild. Grindavík leikur einnig í þeirri deild. Óskar tekur ekki fyrir þann möguleika að hann gæti spilað í Lengjudeildinni á næstu leiktíð. „Fyrir utan KR eru þetta bara mín lið, svo það er eðlilegt að menn fari að tala um þau í sambandi við framtíð mína. Maður þekkir marga á báðum stöðum. Það er alls konar í þessu en maður þarf bara að vega það og meta,“ segir Óskar Örn Hauksson. n Þetta tímabil í sumar var kannski ekki að hjálpa upp á gleðina í þessu. Óskar Örn Hauksson varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikar- meistari er hann var á mála hjá KR FRÉTTABLAÐIÐ/ HANNA hoddi@frettabladid.is FÓTBOLTI Knattspyrnuhátíðin í Katar hefur staðið undir vænt- ingum innan vallar en málefnin utan vallar hafa þó sett sinn svip á mótið. England er með verðmætasta leikmannahópinn á mótinu. Þetta kemur fram í samantekt sem CIES- stofnunin hefur tekið saman. Allir 26 leikmenn í hverjum hópi eru verðmetnir og það síðan lagt saman. Jude Bellingham er verðmætasti leikmaður enska landsliðshópsins en verðmæti hans er í dag í kringum 202 milljónir evra samkvæmt CIES. Bellingham er 19 ára gamall og skor- aði fyrsta mark Englands á mótinu þegar hann skoraði í sannfærandi sigri á Íran. Enska liðið er komið í 16 liða úrslit mótsins og mætir þar Senegal á sunnudag í áhugaverðu einvígi. Bellingham er ein skærasta stjarna enska liðsins þrátt fyrir ungan aldur, frammistaða hans með Borussia Dortmund í Þýskalandi hefur vakið mikla athygli og eru öll stærstu félög Evrópu með augastað á honum fyrir næsta sumar þegar Dortmund er tilbúið að selja hann. Vinicius Jr. sem hefur átt frábær- an tíma hjá Real Madrid er næst- verðmætasti leikmaður mótsins og er metinn á ögn minna en Belling- ham. Sóknarmaðurinn frá Brasilíu hefur ekki fundið sinn besta takt í Katar en úrslitastundir nálgast og þar getur hann stigið upp. Enski hópurinn er ögn verð- mætari en hópurinn hjá Brasilíu en bæði lið setja stefnuna á að fara alla leið. Það gerir franska liðið líka en einn besti leikmaður í heimi, Kylian Mbappe, er verðmetinn á 27 millj- arða íslenskra króna. Mbappe hefur farið frábærlega af stað í mótinu og er til alls líklegur þegar líða tekur á mótið. Næstu stjörnur fótboltans, Pedri hjá Spáni og Jamal Musiala hjá Þýskalandi, hafa vakið verðskuld- aða athygli á mótinu og eru verð- mætustu leikmennirnir hjá sínum þjóðum. n Enska landsliðið er verðmætasta liðið á HM í Katar HM í fótbolta – verðmætustu hóparnir Heimild: CIES Football Observatory *Gögnin byggja á leikmönnum sem voru í upphaegum hópum, dæmi eru Benzema (FRA), Gaya (SPÁ), J. Correa (ARG) Mynd: Getty Verðgildi leikmanna í evrum 14. nóvember © GRAPHIC NEWS 831 leikmaður tekur þátt á HM 2022 í Katar. Samtals eru leikmennirnir metnir á 15 milljarða evra. Hóparnir 32 sem taka þátt í mótinu eru verðmetnir frá 23 milljónum evra (Kosta Ríka) til 1,5 milljarða evra (England) England Brasilía Frakkland Spánn Portúgal Þýskaland Holland Argentína Úrúgvæ Belgía 1,50 ma. 1,46 ma. 1,34 ma. 1,20 ma. 1,15 ma. 1,02 ma. 756 m. 748 m. 590 m. 562 m. Tíu verðmætustu hóparnir: Verðmatið er reiknað út frá aldri, frammistöðu og §árhagslegri stöðu leikmanns (í evrum). Verðmætasti leikmaður: Jude Bellingham (á mynd) – 202 m. Vinicius Júnior – 201 milljón Kylian Mbappé – 185 m. Pedri – 158 m. Rúben Dias – 118 m. Jamal Musiala – 151 m. Frenkie de Jong – 110 m. Lautaro Martínez – 99 m. F. Valverde – 123 m. T. Courtois – 66 m. Musiala er ein af vonarstjörnum fótboltans í Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Aldur, samningstaða og fleira spilar inn í verðmat leikmanns. 18 Íþróttir 1. desember 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 1. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.