Fréttablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 42
Pantanir fyrir hópa og fyrirtæki á hafsteinn@betristofan.com eða í síma 779 2416 Frá fyrsta fullveldisdeg­ inum árið 1918. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/MAÓ Stefán Pálsson sagnfræðingur segir stúdenta hafa eignað sér daginn en glutrað honum síðar niður. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI ninarichter@frettabladid.is Tolli Morthens segir að kominn sé tími til að fagna „okkar þjóðlegustu og bestu dögum“, eins og hann orðar það í fréttatilkynningu, þar sem hann býður gestum og gang- andi til menningarhátíðar í kvöld, í tengslum við fullveldisdaginn. Vinnustofa Tolla er að Kopar- sléttu 14 að Esjumelum. Þar býður listamaðurinn upp á dagskrá frá klukkan 18.00 til 20.00 og í for- grunni verða verk eftir hann sjálfan og dóttur hans Kristínu Morthens. Kristín sýnir þar olíumálverk en verkum hennar er lýst sem litríkum og kraftmiklum. Rithöfundarnir Einar Kárason og Einar Már lesa upp úr verkum sínum. „Þessir landsþekktu herramenn eru Tolli, Bubbi og Kristín Morthens með tveimur Einurum „Hefðin var sú að aðalþjóð- hátíðardagurinn okkar var þjóðmenningardagur, haldinn fyrstu helgina í ágúst. Það eru bara Eyjamenn sem halda enn í þá hefð, sem er að mörgu leyti mjög klókt sé horft til veðráttu,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur aðspurður um sögu 1. des- ember á Íslandi. ninarichter@frettabladid.is „Það voru reyk vískir íþrótta- menn sem settu 17. júní á kortið. Að lokum hafði sá dagur betur í slagnum við fyrstu helgina í ágúst sem ígildi þjóðhátíðardags,“ segir Stefán Pálsson sem bætir því við að 1. desember gjaldi fyrir íslenska veðráttu. „Þú sendir ekkert skátana í stuttbuxum og pilsum niður í bæ. Það er bara blöðrubólga og vanda- mál sem hljótast af því,“ segir hann. „Meira að segja sjálfur fyrsti full- veldisdagurinn fór fram við frekar dapurlegar kringumstæður beint ofan í spánsku veikina,“ segir Stefán. „Þetta var eiginlega bara dagur stúd- entanna og háskólans. Sem þýddi að þær uppákomur sem deginum fylgdu, mannsöfnuður á Austur- velli og síðar skemmtidagskrár eins og á Hótel Borg eftir að hún kom til sögunnar, var á höndum Stúdenta- félagsins og var mjög oft tengt við kröfuna um byggingu Háskólans, sem var þá rekinn í einhverjum kytrum í Alþingishúsinu.“ Stúdentar glutrað deginum niður Að sögn Stefáns slógu stúdentar eign sinni á daginn en hafa í tímans rás „glutrað honum niður í seinni tíð, af því að þeir eru í prófum og þetta hentar þeim mjög illa.“ Stefán minnist þess að áður fyrr hafi mesti hasarinn í stúdentaráðs- kosningum í Háskólanum snúist um hvort vinstri eða hægri menn myndu stýra undirbúningsnefnd- inni fyrir 1. desember. „Það þýddi að ef hægri menn- irnir unnu var skipulögð dagskrá, þar sem forsætisráðherra eða ein- hverjir virðulegir betri borgarar fluttu ávarp. En ef að vinstri menn- irnir unnu var verið að ræða um Víetnamstríðið eða brottför hersins eða eitthvað slíkt,“ segir hann. „Dag- skránni var útvarpað, þannig að það var til mikils að vinna. Þá var bara ein útvarpsstöð og þá var hlustað á það sem var í gangi.“ Ræður um Kanaútvarpið Það er mat Stefáns að dagurinn sé einna verst leikinn af jólaprófum. „Þegar ég var í menntaskóla og grunnskóla var þetta bara upplestr- ardagur í prófum. Þetta var orðið Fullveldisdagur átti ekki séns vegna kulda, trekks og jólaprófa Brot úr hugvekju stúdentaráðsliða Brot úr hugvekju Rakelar Önnu Boulter, bókmennta­ fræðinema og Stúdenta­ ráðsliða, sem flutt er við leiði Jóns Sigurðssonar á árlegum viðburði á vegum stúdenta í dag. „Heimurinn breytist svo hratt að háskólasamfélagið má hafa sig allt við að halda í við hann. Á sama tíma og það er mikilvægt að takast á við þær áskoranir sem fylgja samtímanum er nauðsyn­ legt að muna að við getum ekki vitað í dag eða áætlað um hvaða menntun verður veigamest eftir tíu ár, hvað þá eftir fimmtíu ár. Þess vegna verðum við að passa upp á ólíkar námsleiðir innan há­ skólans.“ Einar Már ásamt Bubba, Kristínu og Tolla Morth­ ens. MYND/EINAR BÁRÐARSON fyrir löngu orðnir fastir gestir hjá Tolla enda hafa drengirnir úr Voga- hverfinu haldið hópinn í gegnum marga áratugi,“ segir í tilkynningu. „Þetta er áralöng hefð hjá mér og mér þykir afar vænt um þetta verk- efni,“ segir Tolli. „Ég er þakklátur fyrir að vinir mínir vilji koma með mér í þetta. Veitingar verða á boð- stólum meðan þær endast en þær koma frá snillingnum Jóa í Múla- kaffi.“ n þannig að þegar pólitíski krafturinn í stúdentapólitíkinni minnkaði var orðið erfiðara að pína stúdenta til þess að mæta og skrópa frá próf- lestri til þess að fylla hátíðarsal háskólans eða Háskólabíó jafnvel, til að hlusta á ræður um hvort eigi að banna Kanaútvarpið eða mikil- vægi vestræns samstarfs,“ segir hann. Hann segir niðurstöðuna á þá vegu að 1. desember hafi aldrei átt raunverulegan séns vegna kulda, trekks og jólaprófa. Aðspurður um hugmyndir fólks þess efnis að koma aftur á fríi þenn- an dag, svarar Stefán: „Það má hafa í huga að þrátt fyrir að hafa stöðu þjóðhátíðardags var það mjög seint sem 17. júní var gerður að almennum frídegi. Það var merkilegt að ríkisstjórnin birti áskorun í blöðum á ári hverju þegar leið að 17. júní og hvatti til þess að atvinnurekendur gæfu frí. Það voru bara tilmæli sem urðu svona prakt- íseruð að fólk tengir dagskrá og til- gang við 17. júní. Svona hátíðisdagar verða dálítið til, og fólk ákveður það dálítið með fótunum.“ Stefán segist ekki hafa mikla trú á hátíðisdögum sem ákveðnir eru með valdboði án þess að fólk hafi þar sérstakan til- gang eða hlutverk. Hefðum gott af meira fríi Munu lögbundnir frídagar á end- anum leggjast af? „Hugmyndin um að allt sé opið þegar maður sé í fríi er einstaklings- hyggja. Krafan um að allt eigi að funkera fullkomlega. Í rauninni er mjög áhugavert að maður sér mörg lönd í kringum okkur þar sem búðir eru lokaðar á sunnudögum. Fólk getur keypt mjólk og bensín en að maður geti ekki keypt sér skó á sunnudegi er manns eigið skipu- lagsleysi en ekki vandamál sem samfélagið á að leysa. En ég held að við hefðum gott af því að taka oftar frí.“ n 24 Lífið 1. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 1. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.