Leikhúsmál - 01.06.1997, Page 4
LEIKHÚSMÁL
Undirbúningur næsta
leikárs er löngu haf-
inn hjá leikhúsunum,
að minnsta kosti
atvinnuleikhúsunum
þremur. Æfingar eru
hafnar á nokkrum
þeirra verka sem
frumsýnd verða í
haust og nokkur verk
munu flytjast yfir á
næsta leikár. En líkt
og venjulega er verk-
efnavalið meira og
minna hernaðar-
leyndarmál leikhús-
stjóra og nánustu
samstarfsmanna,
jafnvel þótt æði
margir séu búnir að
hlera hvað stendur til.
Söngleikurinn
Fiðlarinn á þak-
inu eftir Bock,
Stein og Harnick
var frumsýndur
þann 18. apríl
við geysigódar
viðtökur.
A myndinni
má sjá Jóhann
Sigurðarson í
aðalhlutverkinu,
Tevje mjólkur-
pósti.
framundan
Þjóðleikhúsið
Þó ekki sé enn búið að tilkynna neitt um
verkefni næsta leikárs í Þjóðleikhúsinu má
geta sér til um hvernig leikárið fari af stað.
Fastlega má gera ráð fyrir að Fiðlarinn á
þakinu og Listaverkið, sem frumsýnd voru í
apríl við geysigóðar viðtökur, verði tekin
upp aftur í haust. Þá voru á verkefhaskránni
í vetur tvö verk sem ekki komust að, sænska
leikritið Krabbasvalirnar og nýtt leikrit Hall-
gríms Helgasonar Vorkvöld með krókódílum.
Bæði áttu þau að vera á Smíðaverkstæðinu
en velgengni fýrstu sýningarinnar, Leitt hún
skyldi vera skækja, hefur verið slík að færri
hafa komist að en vildu í vetur, bæði leikrit
og áhorfendur.
Æfingar eru nýhafnar í Þjóðleikhúsinu á
Þremur systrum eftir Anton Tsjekhov. Þetta
verður væntanlega fýrsta frumsýning leik-
hússins á næsta leikári en fyrirhugað er að
frumsýna um miðjan september. Leikstjóri
er hinn góðkunni Lithái, Rimas Tuminas,
sem kemur nú í þriðja sinn til starfa í Þjóð-
leikhúsinu, en áður hefur hann leikstýrt
Franska gamanleikritið Listaverkið eftir
Yazminu Reza var frumsýnt síðasta vetrar-
dag á litla sviði Þjóðleikhússins.
Þar fara á kostum Baltasar Kormákur,
Hilmir Snær Guðnason og Ingvar B.
Sigurðsson. A myndinni er Hilmir Snær í
hlutverki sínu.
rómuðum sýningum á Mávinum effir
Tsjekhov og Don Juan eftir Moliére. Leik-
mynd og tónlist eru í höndum landa hans og
félaga nú sem fýrr, þeirra Vytautas Narbutas
og Faustas Latenas.
Leikfélag Reykjavíkur
Hjá Leikfélagi Reykjavíkur eru hafnar æfing-
ar á tveimur verkum fyrir haustið. Þetta er
annars vegar nýr söngleikur eftir Benóný
Ægisson sem fengið hefur heitið Hið Ijúfa líf.
Verkið verður frumsýnt í ágústlok á stóra
sviði Borgarleikhússins (einn af fimm söng-
leikjum sumarsins). Leikurinn gerist á veit-
ingastað og greinir ffá lífi og örlögum þeirra
sem þar vinna, en gestir blandast gangi
mála. Leikstjóri er Þórarinn Eyfjörð og er
þetta fyrsta leikstjórnarverkefni hans hjá
,stóru‘ leikhúsunum. Tónlistina semur KK
(Kristján Kristjánsson), en hann gerði garð-
inn frægan með Leikfélaginu í Þrúgum reið-
innar um árið. Jón Ólafsson er tónlistar-
4