Leikhúsmál - 01.06.1997, Síða 6

Leikhúsmál - 01.06.1997, Síða 6
LEIKHUSMAL Hvað er á döfinni? Þessa dagana fara fram tökur á kvikmyndinni Perlur og svín eftir Oskar Jónasson. Hér má sjá Jóhann Sigurðarson í hlutverki sínu. Atribi úr sömu mynd: Ingvar Sigurbsson sést hér í forgrunn- inumf en hann leikur rússneska sjóarann Viktor. Ríkissjónvarpið Ríkissjónvarpið hefur ákveðið að vera með svokallað Sunnudagsleik- hús næsta vetur. Á sunnudagskvöld- um gefst þá landsmönnum kostur á að sjá leikið íslenskt efni, bæði gam- alt og nýtt. Þá voru ráðnir fimm höfundar til að skrifa þrjá 20 mín- útna leikþætti. Skilyrðin sem þætt- irnir áttu að uppfylla voru að þeir væru í léttum dúr og að hver þáttur segði sögu sem gerist í samtíman- um. Þá gátu höfundar valið um þrjú rými þar sem sagan myndi gerast og þar af var eitt rýmið kaffihús eða bar. Fyrir hvern þátt mátti höfundur skrifa verk fyrir fjóra leikara auk eins leikara sem færi með hlutverk barþjónsins. f samráði við höfunda voru síðan valdir fimm leikstjórar og fór svo að Ágúst Guðmundsson leikstýrir leikþáttum Karls Ágústs Úlfssonar, Baltasar Kormákur þátt- um Þorvalds Þorsteinssonar, Þor- steinn Jónsson þáttum Guðrúnar Helgadóttur, Óskar Jónasson þátt- um Hlínar Agnarsdóttur og Gísli Snær Erlingsson þáttum Friðriks Erlingssonar. Það verður byrjað á að senda þessa þætti út í haust en tökur fara fram nú í maí og júní. Þá hefur Ríkissjónvarpið gert samning við Leikiistarskóla fslands um að framleiða 45-60 mínútna sjónvarpsleikrit. Nemendur skólans munu þá fara með hlutverkin og verður verkinu sjónvarpað á næsta vetri. Að lokum má geta þess að Ríkissjónvarp- ið var með beina útsendingu úr Þjóðleik- húsinu þann 11. apríl síðastliðinn. Þetta var síðasta sýningin á Þrek og tár effir Ólaf Hauk Símonarson. Ritnefndin hafði sam- band við Stefán Baldursson þjóðleikhús- stjóra og Sigurð Valgarðsson dagsskrárstjóra Ríkissjónvarpsins og létu þeir báðir vel af þessu framtaki. Þá fannst Stefáni vel til fundið að velja einmitt þetta verk þar sem erfitt er að ferðast með þessa sýningu um landið. En þessi sýning hefur notið mikilla vinsælda og það eru margir úti á lands- byggðinni sem ekki hafa átt kost á því að sjá hana. Sigurður sagði að vel gæti farið svo að þessi leikur yrði endurtekinn seinna með einhverja aðra sýningu. Stöð-2 Þegar blaðið fór í prentun var Stöð-2 ekki búin að taka neinar ákvarðanir varðandi næsta vetur. En vonir stóðu þó til að haldið yrði áfram með Fornbókabúðina sem verið er að sýna um þessar mundir. Þá hafa þeir Benedikt Erlingsson, Hilmir Snær Guðna- son og Tvíhöfðinn verið að vinna að gam- anþáttum sem Stöð-2 vonast til að sýna næsta haust. Um er að ræða átta sjálfstæða gamanþætti sem byggðir eru á stuttum atriðum. Kvikmyndaheimurinn Nokkrar myndir eiga að fara í tökur í sum- ar. Sporlaust sem er spennumynd um ungt fólk í Reykjavík samtímans. Handritið samdi Sveinbjörn I. Baldvinsson en Hilmar Oddson leikstýrir myndinni. Stikkfrí sem er barna- mynd um unga stúlku sem leitar föður síns í Reykjavík. Handrit og leikstjórn er eftir Ara Krist- insson. Vildspor er dönsk mynd sem Simon Staho leikstýrir. Kvikmyndasamsteypan er með- framleiðandi að myndinni. I haust mun Ágúst Guðmunds- son hefja tökur á mynd sinni Dansinn ef nægt fjármagn fæst í verkið. Loftkastalinn Með haustinu er stefnt að því að frumsýna í Loftkastalanum söng- leikinn Fame og leikverkið Beina útsendingu eftir Þorvald Þor- steinsson. Þær sýningar sem þeg- ar eru í gangi í Loftkastalanum, þ.e. Áfram Latibœr og Á sama tíma að ári, verða sýndar áfram eitthvað fram á sumar og jafnvel lengur. Þá hafa ýmsir hópar sýnt því áhuga að leigja húsnæðið í sumar en enn hefur elckert verið ákveðið í þeim efnum. Skemmtihúsið Ormstunga fer á listahátíð í Noregi í júní og á meðan verður gert hlé á sýningum í Skemmti- húsinu. Þar verður þó ýmislegt á döfinni í sumar. Stefnt er að því að taka upp sýningar á verkinu Or Something, You Know nú í júní en verkið var áður ffumsýnt í ágúst síðast- liðnum. Vala Þórsdóttir samdi verkið og fer jafnframt með eina hlutverkið í sýningunni. Verkið verður flutt á þremur tungumálum: dönsku, ítölsku og ensku. Þá mun Brynja Benediktsdóttir frumsýna barnaleikritið Skottuleikur og verður jafnvel farið með þá sýningu út á land. Light Nights Light Nights verður með sýningar í Tjarnar- bíói eins og undanfarin ár. í sýningunni má sjá forynjur, drauga og huldar vættir. Enn fremur eru leikþættir með efni úr Islend- ingasögum og þáttur úr Völuspá. Sýningar heljast þann 10. júlí og er leikið á ensku. 6

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.