Leikhúsmál - 01.06.1997, Blaðsíða 7

Leikhúsmál - 01.06.1997, Blaðsíða 7
LEIKHÚSMÁL Horft til framtíðar Málþing Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu „Það er engin framtíð í starfinu. Fram- tíðin liggur í manninum sem gegnir starfinu.“ Svo mælti einhver fróður mað- ur og mætti segja að hugsunin sem fylgir þessum frómu orðum hafi hrint af stað hugmyndinni um málþing sem haldið var 20. janúar síðastliðinn á vegum Leik- félags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Hvað vildu starfsmenn segja um fram- vindu mála í LR og hvaða hugmyndir höfðu þeir til að bæta rekstur og starf- semi leikhússins. í september ’96 var haldinn spjall- fundur í Borgarleikhúsinu þar sem starfsmenn komu saman og ræddu hin ýmsu mál og meðal annars bar á góma hugmyndina um að halda málþing og voru það Þórhildur Þorleifsdóttir og Ásdís Skúladóttir sem settu hana fram. Skipuð var nefnd til að fylgja þessari hugmynd eftir. I þá nefnd völdust undir- rituð, Theodór Júlíusson, Elfar Bjarna- son, Hlín Agnarsdóttir og Ólafur Örn Thoroddsen. Við tókum starf okkar mjög svo alvarlega og voru þeir ófáir fundirnir þar sem málin voru skeggrædd, drög að þinginu mótuð og endurmótuð þar til allir voru sáttir og leikhússtjóri sam- þykkur. Málþingið sem bæri heitið „Horft til framtíðar" færi fram þannig að undir það yrði lagður heill vinnudagur. Um morguninn færu fram pallborðsum- ræður þar sem leikhússtjóri, formaður LR, dramatúrg hússins og Hlín Agnars- dóttir myndu halda sitt erindið hvert. Síðan eftir hádegi yrði öllu starfsfólkinu skipt niður í vinnuhópa sem myndu taka fyrir hin ýmsu málefni leikhússins, ræða þau ofan í kjölinn og koma síðan með til- lögur og niðurstöður til endurbóta. Þetta starf hæfist á því að svokallaðir hópstjór- ar þessara vinnuhópa flyttu stutt erindi sem gætu leitt inn í umræðuna. Að lok- um yrðu síðan niðurstöður hópanna kynntar og almennar umræður um þær tækju við ef tími gæfist. Galvösk, með fastmótaða áætlun í vasanum, réðst nefndin til framkvæmda og leit afraksturinn dagsins ljós þann 20. janúar síðastliðinn. Málþingið tókst með ágætum. Margt, mikið og merkilegt var rætt og höfðu allir sitt að segja um hin ýmsu mál leikhússins. Staða LR á þessum merkilegu tímamótum, þ.e. 100 ára afmæli þess, var meðal annars til umræðu og einnig hvernig bæri að leiða Leikfélagið inn í jafn merkilega framtíð. Það var mál manna að gott átak þyrfti til að hefja LR upp úr sínum öldudal og að ný kynslóð mætti fara að móta framtíð þessa merka félags. Það var ekki fyrr en undir kvöldmatarleytið að þinginu var slitið og þreyttir en bjartsýnir málþings- gestir tíndust til síns heima. Nú tók málþingsnefnd að sér að safna saman öllum þeint niðurstöðum sem skiluðu sér eftir vinnu stafshópanna og koma þeim áleiðis til málþingsgesta. Voru þær niðurstöður um margt merki- legar og margar góðar tillögur til úrbóta. Var síðan kallað saman til framhalds- fundar þann 17. febrúar síðastliðinn til að ræða þessar niðurstöður og hvernig mætti nýta þær leikhúsinu til framdrátt- ar. Enn og aítur átti sér stað mjög góð umræða og nú eru þessar niðurstöður í höndum stjórnar LR og leikhússtjóra, sem vonandi geta notað þær við sitt starf, að leiða Leikfélag Reykjavíkur inn í bjartari framtíð. Þannig var þessi hugmynd um mál- þing, LR til heilla, til lykta leidd og út- skrifaði málþingsnefnd sjálfa sig með sóma. Nú þarf bara að láta verkin tala og vonandi markar þetta þing upphafið að nýju, árangursríku og glæsilegu tímabili hjá hinum síunga öldungi. Fyrir hönd málþingsnefndar, Jóhanna Jónas Styrkir til atvinnu- leikhópa frá menntamálaráðu- neytinu Menntamálaráðuneytið úthlutaði nýlega framlögum af fjárlagaliðnum „Starfsemi atvinnuleikhópa“. Eftirtaldir hlutu styrki til nýrra verkefna: Islenska leikhúsið 1,2 millj. kr. til uppsetn- ingar leikverks af verkefnalista leikhússins. Frú Emilía 1,2 millj. kr. til uppsetningar leikverks af verkefnalista leikhússins. Tunglskinseyjan 1,2 millj. kr. til uppsetning- ar óperunnar Tunglskinseyjunnar. Gallerí Njála 750 þús. kr. til uppsetningar leikritsins Gallerí Njála. Leikhús kirkjunnar 750 þús. kr. til uppsetn- ingar leikritsins Heilagir syndarar. Furðuleikhúsið 400 þús. kr. til undirbúnings uppsetningar á barnaleikritinu Ávaxta- karfan. Flugfélagið Loftur 1 millj. kr. viðbótarstyrk- ur til uppsetningar leikritsins Bein útsend- ing. Augnablik 750 þús. kr. viðbótarstyrkur til uppsetningar á leikverkinu Tristran og ísold. Hvunndagsleikhúsið 750 þús. kr. viðbótar- styrkur til nýrrar sýningar á Trójudœtrum og Jötninum. Þá er Hafnaríjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör á 2ja ára starfsstyrk og fær leik- húsið 8 millj. kr. til starfseminnar á þessu ári. Alls bárust umsóknir frá 40 aðilum til rúm- lega 70 verkefna. Til úthlutunar voru 16 milljónir króna. Þá úthlutaði Listasjóður nú í fyrsta sinn styrkjum til atvinnuleikhópa í formi starfs- launa listamanna. 28 leikhópar sóttu um styrki fyrir 86 leikhúslistamenn. Eftirtaldir leikhópar hlutu styrki: Islenska leikhúsið 18 mánuði. Frú Emilía 18 mánuði. Hafnarfjarðarleikhúsið 15 mánuði. Möguleikhúsið 15 mánuði. Augnablik 10 mánuði. Hvunndagsleikhúsið 6 mánuði. Fljúgandi fiskar 6 mánuði. Gallerí Njála 6 mánuði. Leikhús kirkjunnar 6 mánuði. 7

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.